Enski boltinn

Grealish skammast sín | Sagður geta gleymt landsliðssæti

Sindri Sverrisson skrifar
Jack Grealish er búinn að koma sér í mikil vandræði.
Jack Grealish er búinn að koma sér í mikil vandræði. VÍSIR/GETTY

Jack Grealish, fyrirliði Aston Villa, segist skammast sín mjög eftir að hann braut útgöngubann í Bretlandi, skellti sér í partý og ók svo bifreið sinni á tvo kyrrstæða bíla.

Grealish hefur nú birt myndband á Twitter þar sem hann biðst afsökunar á hegðun sinni og hvetur alla til að halda sig heima, vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Það hafði hann reyndar líka gert á samfélagsmiðlum, nokkrum klukkustundum áður en hann lagði af stað í partý til Ross McCormack félaga síns.

Grealish segir það hafa verið heimskulegt hjá sér að samþykkja boð vinar um að kíkja út og að hann voni að enginn geri sömu mistök.

Ljóst er að atvikið gæti haft mikil áhrif á feril Grealish og í grein Paul Hayward, ritstjóra íþróttafrétta Telegraph, er spurt hvernig landsliðsþjálfarinn Gareth Southgate eigi að geta treyst leikmanninum eftir svo skelfilega mikla hræsni. 

Ef kórónuveiran hefði ekki sett allt úr skorðum gæti Grealish verið á leiðinni að spila sinn fyrsta landsleik gegn Danmörku á Wembley annað kvöld, en Hayward segir leikmanninn geta gleymt því að Southgate velji hann til að spila á þessu ári, og jafnvel lengur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×