Innlent

Þyrlu­sveit Land­helgis­gæslunnar leitaði tveggja fjór­hjóla­manna í nótt

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í nótt til að leita tveggja fjórhjólamanna við Drangajökul.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í nótt til að leita tveggja fjórhjólamanna við Drangajökul. vísir

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út eftir miðnætti í nótt til að leita tveggja fjórhjólamanna við Drangajökul. Beiðni barst eftir að æfingu þyrlusveitar og áhafnar varðskipsins Þórs var nýlokið í Ísafjarðardjúpi um að þyrla Landhelgisgæslunnar færi til leitar að fjórhjólamönnunum.

Mennirnir áttu að hafa farið frá Steingrímsfjarðarheiði í átt að Drangajökli fyrr um daginn. Björgunarsveitir á svæðinu voru einnig kallaðar út.

Flogið var frá Ísafirði yfir Snæfjöll, inn í Hrafnsfjörð yfir Skorarheiði og niður í Furufjörð og inn í Reykjafjörð. Leitað var á Fossadalsheiði, ofan í Bjarnarfjörð, inn að Drangajökli og til suðausturs um heiðina. Aðstæður voru góðar með nætursjónaukum sem alla jafna eru notaðir við leit sem þessa í myrkri.

Eftir tæplega klukkustundarlanga leit var upplýst að mennirnir væru komnir í leitirnar og hélt þyrla gæslunnar þá aftur til Reykjavíkur.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.