Erlent

Lýsa yfir vopnahléi í Jemen

Andri Eysteinsson skrifar
Grafreitur í Sanaa, höfuðborg Jemen. Talið er að rúmlega 100.000 manns hafi fallið í borgarastríðinu þar. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti.
Grafreitur í Sanaa, höfuðborg Jemen. Talið er að rúmlega 100.000 manns hafi fallið í borgarastríðinu þar. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. Vísir/EPA

Hersveitir sem leiddar eru af sádiarabískum herafla og barist hafa við sveitir Húta í Jemen hafa lýst yfir vopnahlé í ríkinu.

BBC greinir frá því að vopnahléið hefjist í dag, fimmtudag, og sé til stuðnings áformum Sameinuðu þjóðanna sem stefnt hafa að því að binda enda á stríðið sem hófst í mars 2015 og hefur því staðið yfir í meira en fimm ár.

Aðalritar Sameinuðu þjóðanna, Antonio Guterres, kallaði eftir því í síðasta mánuði að stríðandi öfl í Jemen legðu niður vopn sín og einbeittu sér í staðin að stríðinu við kórónuveiruna.

Sameinuðu þjóðirnar hafa áður gert tilraunir til að koma á frið í landinu en um er að ræða fyrstu áformin um allsherjar vopnahlé í Jemen. Þó er enn ekki ljóst hvort að sveitir Húta muni ganga að samkomulagi og leggja niður vopn.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.