Veður

Skýjað fyrir sunnan en bjart norðantil á skírdegi

Andri Eysteinsson skrifar
Veðrið klukkan 17:00 í dag.
Veðrið klukkan 17:00 í dag. Veðurstofan

Skýjað verður um sunnanvert landið í dag og mun því fylgja hæg suðlæg átt. Bjart veður verður norðantil á landinu en búast má við éljum suðaustanlands, á Reykjanesi og á sunnanverðum Vestfjörðum.

Með deginum mun hlýna í veðri og munu él því breytast í skúri. Hiti verður á bilinu 0-7°C en frysta á í kvöld. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar.

Búast má við rigningu og suðlægri átt á morgun, föstudaginn langa, hiti 1-8°C.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×