Veður

Skýjað fyrir sunnan en bjart norðantil á skírdegi

Andri Eysteinsson skrifar
Veðrið klukkan 17:00 í dag.
Veðrið klukkan 17:00 í dag. Veðurstofan

Skýjað verður um sunnanvert landið í dag og mun því fylgja hæg suðlæg átt. Bjart veður verður norðantil á landinu en búast má við éljum suðaustanlands, á Reykjanesi og á sunnanverðum Vestfjörðum.

Með deginum mun hlýna í veðri og munu él því breytast í skúri. Hiti verður á bilinu 0-7°C en frysta á í kvöld. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofunnar.

Búast má við rigningu og suðlægri átt á morgun, föstudaginn langa, hiti 1-8°C.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.