Erlent

John­son varði annarri nótt á gjör­gæslu

Atli Ísleifsson skrifar
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, dvelur nú á gjörgæsludeild St Thomas sjúkrahússins í London.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, dvelur nú á gjörgæsludeild St Thomas sjúkrahússins í London. EPA

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, varði annarri nótt á gjörgæsludeild St. Thomas sjúkrahússins í Lundúnum, en hann var lagður þar inn í fyrradag vegna Covid-19-veikinda.

Samkvæmt upplýsingum frá skrifstofu forsætisráðuneytisins er Johnson undir nánu eftirliti lækna. Var haft eftir talsmanni Johnson í gærkvöldi að ástand forsætisráðherrans væri stöðugt og lundin létt.

Fram kom í gær að Johnson hefði ekki verið settur í öndunarvél en hefði þegið súrefni á sjúkrahúsinu.

Dominic Raab, utanríkisráðherra Bretlands, sagðist í gær vera sannfærður um að Johnson myndi jafna sig á veikindunum og lýsti forsætisráðherranum sem „baráttumanni“. 

Raab hefur tekið við hluta af skyldum forsætisráðherra í fjarveru Johnson.


Tengdar fréttir

Johnson í stöðugu ástandi

Tilkynnt var í dag að 786 hafi dáið vegna veirunnar á milli daga í Bretlandi og er það mikil aukning frá því á mánudaginn, þegar 439 höfðu dáið.

Leið­togar senda Boris John­son góða strauma

Stjórnmálaleiðtogar víðs vegar um heim hafa brugðist við fréttunum af því að Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hafi verið fluttur á gjörgæsludeild St Thomas sjúkrahússins þar sem hann nýtur aðhlynningar vegna Covid-19.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.