Erlent

Borgin Wu­han opnuð á ný

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Ný smit eru nær hætt að greinast í Wuhan og í síðasta mánuði hófu yfirvöld að aflétta hluta af hinum ströngu takmörkunum sem komið var á vegna faraldursins í janúar.
Ný smit eru nær hætt að greinast í Wuhan og í síðasta mánuði hófu yfirvöld að aflétta hluta af hinum ströngu takmörkunum sem komið var á vegna faraldursins í janúar. EPA

Kínverska borgin Wuhan, þar sem heimsfaraldur kórónuveiru á upptök sín, var opnuð á ný í dag eftir að hafa verið lokað í tæpa þrjá mánuði.

Íbúum borgarinnar er nú heimilt að ferðast óhindrað um borgina og yfirgefa hana, að fengnu samþykki heilbrigðisyfirvalda í gegnum smáforrit. Þá hefur aftur verið opnað fyrir lestar-, flug og bílaumferð inn og út úr borginni.

Ný smit eru nær hætt að greinast í Wuhan og í síðasta mánuði hófu yfirvöld að aflétta hluta af hinum ströngu takmörkunum sem komið var á vegna faraldursins í janúar.

Frá og með deginum í dag verður starfsmönnum svokallaðra „mikilvægra stétta" jafnframt heimilt að snúa aftur til vinnu.

Faraldurinn er í rénun í Kína en heldur áfram að sækja í sig veðrið annars staðar í heiminum. Síðasta sólarhringinn létust til að mynda yfir 1.800 manns úr veirunni í Bandaríkjunum. Fleiri hafa ekki látið lífið á einum sólarhring í landinu síðan faraldursins varð þar fyrst vart.

Tilfelli á heimsvísu eru nú orðin rúmlega 1,4 milljónir og yfir 82 þúsund hafa látist af völdum hennar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×