Vill að Danmörk opni hraðar Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. apríl 2020 22:30 Lars Løkke Rasmussen hefur tvívegis gegnt embætti forsætisráðherra Danmerkur. vísir/epa Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, er ósáttur við það hvernig eftirmenn hans í ríkisstjórn landsins ætla sér að aflétta takmörkunum í landinu vegna kórónuveirunnar. Hann segir þau ekki leggja næga áherslu á hagkerfið og peningahliðina, nauðsynlegt sé að koma þjónustuiðnaðinum fyrr af stað en núverandi áætlanir geri ráð fyrir. „Ég ber mikla virðingu fyrir því hvernig forsætisráðherrann [Mette Fredriksen] hélt á málum við upphaf faraldursins, ég hef hrósað henni nokkrum sinnum fyrir það. Hins vegar hef ég nokkrar áhyggjur af því hvernig staðið er að hlutunum í dag og mér finnst sem ég beri siðferðislega skyldu til að benda á það,“ segir Rasmussen í viðtali við TV2 í Danmörku. Ríkisstjórn Mette Fredriksen kynnti í gær hvernig hún hyggst vinda ofan af hinum ýmsu takmörkunum sem hafa verið í gildi í Danmörku vegna veirunnar. Þannig taka hin ýmsu skólastig aftur til starfa eftir páska auk þess sem fólk má aftur mæta í vinnunna ef rétt er staðið að því. Hins vegar verður áframhaldandi bann við fjöldasamkomum og hinum ýmsu stöðum gert að vera lokaðir áfram; eins og veitingastöðum, knæpum, hárgreiðslustofum og svo framvegis. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.Epa/Martin Sylvest Rasmussen segist ekki síst vera ósáttur með þessa áframhaldandi lokun. Þjónustugeirinn hafi þegar orðið fyrir miklu áfalli og að hann megi varla við meiru, hvað þá að vera lokaður áfram í mánuð eins og núverandi áætlanir fela í sér. Of lítil áhersla hafi verið lögð á peningahliðina þegar ákveðið var að opna Danmörku aftur að mati Rasmussen sem segir að Danir gætu átt yfir höfði sér „fjármálalegt áfall“ ef ekki verður gripið í taumana. Hann segir að vitaskuld þurfi heilbrigðishluti faraldursins þó að vera í forgrunni. Álagið á heilbrigðiskerfið sé hins vegar undir þolmörkum, sé í raun minna en það hafi verið áður og nefnir Rasmussen svæsna flensu sem hrellti Dani fyrir nokkrum árum. Í því ljósi sé svigrúm til þess að flýta opnun Danmerkur og koma þannig í veg fyrir fyrrnefndan fjármálaskell. Rasmussen segir Dani nógu þroskaða og skynsama til að fylgja fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda og þannig tryggja að opnunin gangi vel fyrir sig. Viðtalið við hann má nálgast í heild sinni með því að smella hér. Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Danir kynna enn harðari aðgerðir Samkomur fleiri en tíu manneskja verða bannaðar og veitingastaðir, hárgreiðslustofur, sólbaðsstofur og íþróttamiðstöðvar þurfa að loka samkvæmt nýjum aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónveirunnar sem Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, tilkynnti um í kvöld. 17. mars 2020 18:31 Danadrottning: Kórónuveiran er vágestur Margrét Þórhildur Danadrottning hvatti landa sína til þess að taka aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins alvarlega í sögulegu sjónvarpsávarpi í kvöld. 17. mars 2020 19:50 Danir framlengja samkomubann fram yfir páska Forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti nú síðdegis að samkomubannið þar í landi verði framlengt fram á annan dag páska, 13. apríl. Til skoðunar er að koma á svæðisbundnu ferðabanni yfir páskana. 23. mars 2020 15:48 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, er ósáttur við það hvernig eftirmenn hans í ríkisstjórn landsins ætla sér að aflétta takmörkunum í landinu vegna kórónuveirunnar. Hann segir þau ekki leggja næga áherslu á hagkerfið og peningahliðina, nauðsynlegt sé að koma þjónustuiðnaðinum fyrr af stað en núverandi áætlanir geri ráð fyrir. „Ég ber mikla virðingu fyrir því hvernig forsætisráðherrann [Mette Fredriksen] hélt á málum við upphaf faraldursins, ég hef hrósað henni nokkrum sinnum fyrir það. Hins vegar hef ég nokkrar áhyggjur af því hvernig staðið er að hlutunum í dag og mér finnst sem ég beri siðferðislega skyldu til að benda á það,“ segir Rasmussen í viðtali við TV2 í Danmörku. Ríkisstjórn Mette Fredriksen kynnti í gær hvernig hún hyggst vinda ofan af hinum ýmsu takmörkunum sem hafa verið í gildi í Danmörku vegna veirunnar. Þannig taka hin ýmsu skólastig aftur til starfa eftir páska auk þess sem fólk má aftur mæta í vinnunna ef rétt er staðið að því. Hins vegar verður áframhaldandi bann við fjöldasamkomum og hinum ýmsu stöðum gert að vera lokaðir áfram; eins og veitingastöðum, knæpum, hárgreiðslustofum og svo framvegis. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.Epa/Martin Sylvest Rasmussen segist ekki síst vera ósáttur með þessa áframhaldandi lokun. Þjónustugeirinn hafi þegar orðið fyrir miklu áfalli og að hann megi varla við meiru, hvað þá að vera lokaður áfram í mánuð eins og núverandi áætlanir fela í sér. Of lítil áhersla hafi verið lögð á peningahliðina þegar ákveðið var að opna Danmörku aftur að mati Rasmussen sem segir að Danir gætu átt yfir höfði sér „fjármálalegt áfall“ ef ekki verður gripið í taumana. Hann segir að vitaskuld þurfi heilbrigðishluti faraldursins þó að vera í forgrunni. Álagið á heilbrigðiskerfið sé hins vegar undir þolmörkum, sé í raun minna en það hafi verið áður og nefnir Rasmussen svæsna flensu sem hrellti Dani fyrir nokkrum árum. Í því ljósi sé svigrúm til þess að flýta opnun Danmerkur og koma þannig í veg fyrir fyrrnefndan fjármálaskell. Rasmussen segir Dani nógu þroskaða og skynsama til að fylgja fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda og þannig tryggja að opnunin gangi vel fyrir sig. Viðtalið við hann má nálgast í heild sinni með því að smella hér.
Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Danir kynna enn harðari aðgerðir Samkomur fleiri en tíu manneskja verða bannaðar og veitingastaðir, hárgreiðslustofur, sólbaðsstofur og íþróttamiðstöðvar þurfa að loka samkvæmt nýjum aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónveirunnar sem Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, tilkynnti um í kvöld. 17. mars 2020 18:31 Danadrottning: Kórónuveiran er vágestur Margrét Þórhildur Danadrottning hvatti landa sína til þess að taka aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins alvarlega í sögulegu sjónvarpsávarpi í kvöld. 17. mars 2020 19:50 Danir framlengja samkomubann fram yfir páska Forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti nú síðdegis að samkomubannið þar í landi verði framlengt fram á annan dag páska, 13. apríl. Til skoðunar er að koma á svæðisbundnu ferðabanni yfir páskana. 23. mars 2020 15:48 Mest lesið Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Innlent Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu Innlent Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Erlent Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Erlent Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallar eftir náðun Kouranis og brottvísun strax á morgun Innlent Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Innlent Fleiri fréttir Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki Sjá meira
Danir kynna enn harðari aðgerðir Samkomur fleiri en tíu manneskja verða bannaðar og veitingastaðir, hárgreiðslustofur, sólbaðsstofur og íþróttamiðstöðvar þurfa að loka samkvæmt nýjum aðgerðum til að hefta útbreiðslu kórónveirunnar sem Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, tilkynnti um í kvöld. 17. mars 2020 18:31
Danadrottning: Kórónuveiran er vágestur Margrét Þórhildur Danadrottning hvatti landa sína til þess að taka aðgerðir ríkisstjórnarinnar til að hefta útbreiðslu kórónuveirufaraldursins alvarlega í sögulegu sjónvarpsávarpi í kvöld. 17. mars 2020 19:50
Danir framlengja samkomubann fram yfir páska Forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti nú síðdegis að samkomubannið þar í landi verði framlengt fram á annan dag páska, 13. apríl. Til skoðunar er að koma á svæðisbundnu ferðabanni yfir páskana. 23. mars 2020 15:48