Erlent

Líkir á­standinu við Pearl Harbor og 11. septem­ber

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Jerome Adams ræðir við blaðamenn í Hvíta húsinu.
Jerome Adams ræðir við blaðamenn í Hvíta húsinu. AP/Alex Brandon

Grafalvarleg staða blasir nú við í Bandaríkjunum, sem færast sífellt nær hátindi kórónuveirufaraldursins.

Landlæknir Bandaríkjanna, Jerome Adams, líkti faraldrinum í gær við tvo af átakanlegustu viðburðum í sögu Bandaríkjanna, árásina á Pearl Harbor árið 1941 og árásina á Tvíburaturnana árið 2001. Adams lét ummælin falla í viðtali á sjónvarpsstöðinni NBC í gær.

Hann sagði jafnframt að komandi vika yrði líklega erfiðasti og þungbærasti tími í lífi margra Bandaríkjamanna. Þá lagði hann áherslu á að til þess að hægja á faraldrinum og minnka þannig álag á heilbrigðiskerfið yrði öll þjóðin að leggjast á eitt.

Búist er við því að tala látinna í Bandaríkjunum af völdum veirunnar hækki umtalsvert nú í vikinni.

Staðfest smit eru nú orðin nær 340 þúsund í landinu, þau flestu á heimsvísu, og dauðsföll tæplega tíu þúsund.

Alls eru tilfelli í heiminum nú orðin tæplega 1,3 milljónir og dauðsföll rétt tæplega 70 þúsund.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×