Bandaríkin undirbúa sig fyrir það versta og Evrópa vonast til að það sé yfirstaðið Samúel Karl Ólason skrifar 5. apríl 2020 08:02 Frá blaðamannafundinum í gærkvöldi. AP/Patrick Semansky Yfirvöld Bandaríkjanna vöruðu við því í gær að næstu vikur yrðu erfiðar og að fjölmargir muni deyja vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Á Ítalíu og Spáni, þeim tveimur ríkjum Evrópu sem hafa orðið hvar verst úti, vonast embættismenn til þess að hið versta sé yfirstaðið. Á Ítalíu vara sérfræðingar þó við því að neyðarástandið sé alls ekki liðið, þar sem fjöldi nýrra smita virðist hafa náð hámarki. Þeim hefur ekki tekið að fækka á milli daga. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær búast við því að margir muni deyja á næstu vikum. Á sama tíma sagðist hann vilja opna landið á nýjan leik og endurræsa efnahag þess. „Þetta land var ekki þróað til að vera lokað,“ sagði Trump. „Lækningin getur ekki verið verri en sjúkdómurinn.“ Á sama blaðamannafundi sagði Anthoni Fauci, einn helsti sóttvarnarsérfræðingur Bandaríkjanna, að aðgerðir til að draga úr fjölgun smita væri að bera árangur. Hann hvatti Bandaríkjamenn til að sýna þolinmæði og fylgja tilmælum. Trump greip þó fram í og sagði: „Aðgerðirnar virka. En aftur, við ætlum ekki að að rústa landinu okkar.“ Hvergi hafa fleiri smitast af nýju kórónuveirunni svo vitað sé en í Bandaríkjunum. Þar er búið að staðfesta rúmlega 312 þúsund smit og rúmlega 8.500 hafa dáið, þegar þetta er skrifað. Tæplega 15 þúsund hafa jafnað sig af Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. Trump ræddi við forsvarsmenn stærstu íþrótta Bandaríkjanna í gær og sagðist hann vilja koma aðdáendum á vellina eins fljótt og auðið er. „Ég vil aðdáendur aftur á vellina,“ sagði Trump svo á blaðamannafundinum í gær. „Í held að það sé... hvenær sem við erum tilbúin. Eins fljótt og við getum, augljóslega. Og aðdáendurnir vilja snúa aftur, líka. Þeir vilja horfa á körfubolta og hafnabolta og fótbolta og hokkí. Þeir vilja sjá íþróttirnar þeirra. Þeir vilja fara út á golfvellina og anda að sér góða, hreina, fallega ferska loftinu,“ sagði Trump. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sjá fram á alvarlegan öndunarvélaskort og grípa til harðari aðgerða Yfirvöld í New York ríki reyna nú að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar í ríkinu eins og mögulegt er, en smitum fjölgar hratt. 2. apríl 2020 23:12 Ríkisstjóri Georgíu segist nýbúinn að fá vel þekktar upplýsingar um faraldurinn Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu í Bandaríkjunum, sagði í gær að hann hefði komist að því á þriðjudaginn að fólk sem sýnir ekki einkenni gæti smitað aðra af Covid-19. 2. apríl 2020 15:05 Auka öryggisgæslu Fauci vegna hótana Fauci hefur borist hótanir vegna samsæriskenninga um að hann reyni að grafa undan forsetanum og ríkisstjórn hans. 2. apríl 2020 12:57 Telur að meira en hundrað þúsund muni látast í Bandaríkjunum Helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna telur að allt að hundrað þúsund muni látast og milljónir smitast af kórónuveirunni þar í landi. 29. mars 2020 16:12 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira
Yfirvöld Bandaríkjanna vöruðu við því í gær að næstu vikur yrðu erfiðar og að fjölmargir muni deyja vegna heimsfaraldurs nýju kórónuveirunnar. Á Ítalíu og Spáni, þeim tveimur ríkjum Evrópu sem hafa orðið hvar verst úti, vonast embættismenn til þess að hið versta sé yfirstaðið. Á Ítalíu vara sérfræðingar þó við því að neyðarástandið sé alls ekki liðið, þar sem fjöldi nýrra smita virðist hafa náð hámarki. Þeim hefur ekki tekið að fækka á milli daga. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sagðist í gær búast við því að margir muni deyja á næstu vikum. Á sama tíma sagðist hann vilja opna landið á nýjan leik og endurræsa efnahag þess. „Þetta land var ekki þróað til að vera lokað,“ sagði Trump. „Lækningin getur ekki verið verri en sjúkdómurinn.“ Á sama blaðamannafundi sagði Anthoni Fauci, einn helsti sóttvarnarsérfræðingur Bandaríkjanna, að aðgerðir til að draga úr fjölgun smita væri að bera árangur. Hann hvatti Bandaríkjamenn til að sýna þolinmæði og fylgja tilmælum. Trump greip þó fram í og sagði: „Aðgerðirnar virka. En aftur, við ætlum ekki að að rústa landinu okkar.“ Hvergi hafa fleiri smitast af nýju kórónuveirunni svo vitað sé en í Bandaríkjunum. Þar er búið að staðfesta rúmlega 312 þúsund smit og rúmlega 8.500 hafa dáið, þegar þetta er skrifað. Tæplega 15 þúsund hafa jafnað sig af Covid-19, sjúkdómnum sem nýja kórónuveiran veldur. Trump ræddi við forsvarsmenn stærstu íþrótta Bandaríkjanna í gær og sagðist hann vilja koma aðdáendum á vellina eins fljótt og auðið er. „Ég vil aðdáendur aftur á vellina,“ sagði Trump svo á blaðamannafundinum í gær. „Í held að það sé... hvenær sem við erum tilbúin. Eins fljótt og við getum, augljóslega. Og aðdáendurnir vilja snúa aftur, líka. Þeir vilja horfa á körfubolta og hafnabolta og fótbolta og hokkí. Þeir vilja sjá íþróttirnar þeirra. Þeir vilja fara út á golfvellina og anda að sér góða, hreina, fallega ferska loftinu,“ sagði Trump.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Sjá fram á alvarlegan öndunarvélaskort og grípa til harðari aðgerða Yfirvöld í New York ríki reyna nú að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar í ríkinu eins og mögulegt er, en smitum fjölgar hratt. 2. apríl 2020 23:12 Ríkisstjóri Georgíu segist nýbúinn að fá vel þekktar upplýsingar um faraldurinn Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu í Bandaríkjunum, sagði í gær að hann hefði komist að því á þriðjudaginn að fólk sem sýnir ekki einkenni gæti smitað aðra af Covid-19. 2. apríl 2020 15:05 Auka öryggisgæslu Fauci vegna hótana Fauci hefur borist hótanir vegna samsæriskenninga um að hann reyni að grafa undan forsetanum og ríkisstjórn hans. 2. apríl 2020 12:57 Telur að meira en hundrað þúsund muni látast í Bandaríkjunum Helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna telur að allt að hundrað þúsund muni látast og milljónir smitast af kórónuveirunni þar í landi. 29. mars 2020 16:12 Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Erlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Fleiri fréttir Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Sjá meira
Sjá fram á alvarlegan öndunarvélaskort og grípa til harðari aðgerða Yfirvöld í New York ríki reyna nú að sporna við útbreiðslu kórónuveirunnar í ríkinu eins og mögulegt er, en smitum fjölgar hratt. 2. apríl 2020 23:12
Ríkisstjóri Georgíu segist nýbúinn að fá vel þekktar upplýsingar um faraldurinn Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu í Bandaríkjunum, sagði í gær að hann hefði komist að því á þriðjudaginn að fólk sem sýnir ekki einkenni gæti smitað aðra af Covid-19. 2. apríl 2020 15:05
Auka öryggisgæslu Fauci vegna hótana Fauci hefur borist hótanir vegna samsæriskenninga um að hann reyni að grafa undan forsetanum og ríkisstjórn hans. 2. apríl 2020 12:57
Telur að meira en hundrað þúsund muni látast í Bandaríkjunum Helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjanna telur að allt að hundrað þúsund muni látast og milljónir smitast af kórónuveirunni þar í landi. 29. mars 2020 16:12