Veður

Súld eða rigning með köflum

Atli Ísleifsson skrifar
Capture

Veðurstofan spáir vestanátt í dag, átta til þrettán metrum, en annars hægari vindi norðan- og austantil.

Reikna má með súld eða rigningu með köflum, þó síst á Suðausturlandi og mun stytta upp um norðanvert landið síðdegis. Hitinn verður víða sex til ellefu stig að deginum.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að í nótt megi búast við vaxandi norðanátt í nótt, átta til þrettán metrum á morgun, en heldur hvassara í vindstrengjum austantil.

„Skýjað að mestu á norðurhelmingi landsins og dálítil él á Norðaustur- og Austurlandi. Þurrt og bjart syðra, en smáksúrir suðaustanlands annað kvöld. Hiti 5 til 10 stig að deginum, en 0 til 4 stig um landið norðaustanvert,“ segir á vef Veðurstofunnar.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag: Norðlæg átt, víða 8-13 m/s en hvassara í vindstrengjum austantil framan af degi. Skýjað og dálítil él á Norðaustur- og Austurlandi, og hiti 0 til 4 stig. Léttskýjað sunnan- og vestanlands og hiti 5 til 10 stig, en smáskúrir allra syðst.

Á laugardag: Norðan 8-13 og bjartviðri, en skýjað og úrkomulítið um landið norðan- og austanvert. Hiti frá frostmarki í innsveitum norðaustanlands, upp í 12 stig á Suðurlandi að deginum.

Á sunnudag: Austlæg eða breytileg átt 3-10, en 10-15 með suðurströndinni. Léttskýjað vestanlands á landinu, annars skýjað með köflum. Hiti frá 5 til 13 stig, hlýjast vestantil.

Á mánudag: Austan 8-15 m/s og lítilsháttar væta, en hægari og léttskýjað um norðanvert landið. Hiti 6 til 13 stig, hlýjast norðvestanlands.

Á þriðjudag og miðvikudag: Suðlæg eða breytileg átt og rigning með köflum, einkum suðaustanlands. Hiti 6 til 13 stig, hlýjast á Norðurlandi.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.