Erlent

Gefa út hand­töku­skipun á hendur Jacob Zuma

Atli Ísleifsson skrifar
Jacob Zuma gegndi embætti forseta Suður-Afríku á árunum 2009 til 2018.
Jacob Zuma gegndi embætti forseta Suður-Afríku á árunum 2009 til 2018. Getty

Dómstóll í Suður-Afríku hefur gefið út handtökuskipun á hendur forsetanum fyrrverandi, Jacob Zuma, eftir að hann mætti ekki fyrir dómara í morgun þar sem vísað var í að hann gengi undir læknismeðferð.

Réttarhöld í máli Zuma halda áfram þann 6. maí næstkomandi en hann er sakaður um spillingu í tengslum við tveggja milljarða dala samning suður-afríska ríkisins við franska vopnaframleiðandann Thales á tíunda áratugnum.

Verjandi Zuma dró fram veikindavottorð frá því sem hann sagði vera hersjúkrahús og kom til dómarans í morgun, en dómarinn sagðist draga það í efa að vottorðið væri gilt eða þá að það hafi í raun verið gefið út af lækni.

Í ákæru er Zuma sakaður um að hafa þegið 500 þúsund rand, um 4,3 milljónir króna á núvirði, á ári í mútur frá Thales frá árinu 1999. Hann hafnar sök í málinu.

Zuma gegndi embætti forseta Suður-Afríku á árunum 2009 til 2018.


Tengdar fréttir

Zuma kemur fyrir spillingarnefnd

Sjónvarpað verður beint frá vitnisburði fyrrverandi forseta Suður-Afríku sem búist er við að taki alla vikuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×