Erlent

Zuma kemur fyrir spillingarnefnd

Kjartan Kjartansson skrifar
Zuma var forseti Suður-Afríku frá 2009 til 2018.
Zuma var forseti Suður-Afríku frá 2009 til 2018. Vísiri/EPA
Jacob Zuma, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, þarf að sitja fyrir svörum í hjá nefnd sem rannsakar opinbera spillingu í dag. Zuma hrökklaðist frá völdum í byrjun árs í fyrra, sakaður um umfangsmikla spillingu í embætti.

Vitnisburður Zuma fyrir rannsóknarnefnd sem Raymond Zondo, varaforseti hæstaréttar Suður-Afríku, stýrir er talinn munu standar yfir alla þessa viku. Sjónvarpað verður beint frá vitnisburðinum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Rannsókninni á að ljúka á næsta ári.

Zuma hefur staðfastlega neitað ásökunum um lögbrot og sagt þær pólitískar ofsóknir. Sem forseti hefur Zuma verið sakaður um að hafa leyft vinum sínum í Gupta-fjölskyldunni voldugu að hafa áhrif á ráðherraval og fært þeim samninga við ríkið á silfurfati. Þeir yfirgáfu land um svipað leyti og Zuma lét af völdum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×