Erlent

Zuma kemur fyrir spillingarnefnd

Kjartan Kjartansson skrifar
Zuma var forseti Suður-Afríku frá 2009 til 2018.
Zuma var forseti Suður-Afríku frá 2009 til 2018. Vísiri/EPA

Jacob Zuma, fyrrverandi forseti Suður-Afríku, þarf að sitja fyrir svörum í hjá nefnd sem rannsakar opinbera spillingu í dag. Zuma hrökklaðist frá völdum í byrjun árs í fyrra, sakaður um umfangsmikla spillingu í embætti.

Vitnisburður Zuma fyrir rannsóknarnefnd sem Raymond Zondo, varaforseti hæstaréttar Suður-Afríku, stýrir er talinn munu standar yfir alla þessa viku. Sjónvarpað verður beint frá vitnisburðinum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Rannsókninni á að ljúka á næsta ári.

Zuma hefur staðfastlega neitað ásökunum um lögbrot og sagt þær pólitískar ofsóknir. Sem forseti hefur Zuma verið sakaður um að hafa leyft vinum sínum í Gupta-fjölskyldunni voldugu að hafa áhrif á ráðherraval og fært þeim samninga við ríkið á silfurfati. Þeir yfirgáfu land um svipað leyti og Zuma lét af völdum.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.