Enski boltinn

Keppni í ensku úrvalsdeildinni hefst ekki í byrjun maí og ekki fyrr en það er öruggt og við hæfi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Liverpool var með örugga forystu á toppi ensku úrvalsdeildinni þegar keppni var hætt vegna kórónuveirufaraldursins.
Liverpool var með örugga forystu á toppi ensku úrvalsdeildinni þegar keppni var hætt vegna kórónuveirufaraldursins. vísir/getty

Keppni í ensku úrvalsdeildinni hefst ekki í byrjun maí og ekki fyrr en það er „öruggt og við hæfi“ eins og segir í yfirlýsingu sem var send út í dag.

Fulltrúar liðanna í ensku úrvalsdeildinni funduðu í dag hvernig þau ætluðu að bregðast við kórónuveirufaraldrinum.

Heilsa og velferð almennings er í forgangi en fulltrúar liðanna vilja reyna að klára tímabilið í ensku úrvalsdeildinni. Liðin eiga 9-10 leiki eftir hvert. Einnig er vilji fyrir því að ljúka leik í neðri deildum og bikarkeppninni.

Enska úrvalsdeildin ákvað að láta 125 milljónir punda rakna til liða í neðri deildunum sem eiga mörg hver í fjárhagserfiðleikum vegna kórónuveirufaraldursins.

Þá fær breska heilbrigðisþjónustan (NHS) 20 milljónir punda frá ensku úrvalsdeildinni sem eiga að hjálpa til í baráttunni við kórónuveiruna. 

Á fundinum í dag var einnig rætt um að leikmenn liðanna í ensku úrvalsdeildinni tækju á sig 30% launalækkun til að vernda önnur störf í fótboltanum. Það verður rætt nánar á fundi á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×