Vísar gagnrýni á bug varðandi nýja eins metra reglu Atli Ísleifsson skrifar 12. maí 2020 10:26 Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hélt fréttamannafund í morgun. Getty Enn dregur úr útbreiðslu kórónuveirunnar í Danmörku, þrátt fyrir að slakað hafi verið á takmörkunum í dönsku samfélagi. Frá þessu greindi Mette Frederiksen forsætisráðherra á fréttamannafundi í morgun þar sem hún vísaði í tölur frá dönskum heilbrigðisyfirvöldum. Tölurnar sýna að smitum hafi fækkað frá lokum apríl, en rannsóknin náði til daganna 1. til 7. maí. Hinn svokallaði R-stuðull, sem vísar í hvað hver smitaði einstaklingur smitar marga, hefur nú farið úr 0,9 í 0,7. Smitum hefur fækkað þrátt fyrir að til búið sé að opna á starfsemi hárgreiðslustofa, skóla og leikskóla svo eitthvað sé nefnt, en sú starfsemi féll undir fasa 1 í tilslökunum danskra yfirvalda. Fasi 2 hófst í gær. Náð stjórn á faraldrinum Frederiksen segir að Danir hafi náð stjórn á faraldrinum og að búið sé að kortleggja hvernig skuli opna samfélagið á ný. Samkomulag sem allir flokkar á þingi styðji. Forsætisráðherrann sagði einnig að nú myndu heilbrigðisyfirvöld ráðast í umfangsmeiri skimun en verið hefur, leggja aukinn kraft í smitrakningu þannig að slíta megi smitkeðjurnar eins fljótt og mögulegt er. Hún sagði veiruna enn jafn hættulega og jafn smitandi og því sé nauðsynlegt að áfram vera á varðbergi. Eins metra regla nú í gildi Ákvörðun danskra yfirvalda um að slaka á „tveggja metra reglunni“ þannig að nú sé miðað við „eins metra reglu“ í samskiptum fólks, sem tók gildi á sunnudag, bar einnig á góma á fréttamannafundi Frederiksen í morgun. Kynntar áætlanir yfirvalda um tilslakanir hafa sætt nokkurri gagnrýni þar sem „eins metra reglan“ hefði getað haft í för með sér að hægt hefði verið að slaka frekar á aðgerðum þannig að ákveðin menningarstarfsemi hefði getað hafist fyrr. Þessu vísaði Frederiksen á bug og vísaði í að hin nýju viðmið hafi ekki verið sá grunnur sem að samkomulagið sem náðist milli þingflokka um opnun samfélagsins hafi byggst á. Norðmenn hafa sömuleiðis sagt skilið við tveggja metra regluna, og miða nú við einn metra. Skráð smit í Danmörku eru nú um 10.500 talsins og hafa 533 dauðsföll verið rakin til Covid-19. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Tengdar fréttir Danir þurfa að bíða fram í ágúst eftir ræktinni, djamminu og laugunum Í þessum „fasa 2“ verður verslunum, veitingastöðum og skólum heimilt að opna á næstu dögum. Landamæri verða þó áfram lokuð og minnir forsætisráðherrann Mette Frederiksen á að hættan sé ekki liðin hjá. 8. maí 2020 10:05 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Sjá meira
Enn dregur úr útbreiðslu kórónuveirunnar í Danmörku, þrátt fyrir að slakað hafi verið á takmörkunum í dönsku samfélagi. Frá þessu greindi Mette Frederiksen forsætisráðherra á fréttamannafundi í morgun þar sem hún vísaði í tölur frá dönskum heilbrigðisyfirvöldum. Tölurnar sýna að smitum hafi fækkað frá lokum apríl, en rannsóknin náði til daganna 1. til 7. maí. Hinn svokallaði R-stuðull, sem vísar í hvað hver smitaði einstaklingur smitar marga, hefur nú farið úr 0,9 í 0,7. Smitum hefur fækkað þrátt fyrir að til búið sé að opna á starfsemi hárgreiðslustofa, skóla og leikskóla svo eitthvað sé nefnt, en sú starfsemi féll undir fasa 1 í tilslökunum danskra yfirvalda. Fasi 2 hófst í gær. Náð stjórn á faraldrinum Frederiksen segir að Danir hafi náð stjórn á faraldrinum og að búið sé að kortleggja hvernig skuli opna samfélagið á ný. Samkomulag sem allir flokkar á þingi styðji. Forsætisráðherrann sagði einnig að nú myndu heilbrigðisyfirvöld ráðast í umfangsmeiri skimun en verið hefur, leggja aukinn kraft í smitrakningu þannig að slíta megi smitkeðjurnar eins fljótt og mögulegt er. Hún sagði veiruna enn jafn hættulega og jafn smitandi og því sé nauðsynlegt að áfram vera á varðbergi. Eins metra regla nú í gildi Ákvörðun danskra yfirvalda um að slaka á „tveggja metra reglunni“ þannig að nú sé miðað við „eins metra reglu“ í samskiptum fólks, sem tók gildi á sunnudag, bar einnig á góma á fréttamannafundi Frederiksen í morgun. Kynntar áætlanir yfirvalda um tilslakanir hafa sætt nokkurri gagnrýni þar sem „eins metra reglan“ hefði getað haft í för með sér að hægt hefði verið að slaka frekar á aðgerðum þannig að ákveðin menningarstarfsemi hefði getað hafist fyrr. Þessu vísaði Frederiksen á bug og vísaði í að hin nýju viðmið hafi ekki verið sá grunnur sem að samkomulagið sem náðist milli þingflokka um opnun samfélagsins hafi byggst á. Norðmenn hafa sömuleiðis sagt skilið við tveggja metra regluna, og miða nú við einn metra. Skráð smit í Danmörku eru nú um 10.500 talsins og hafa 533 dauðsföll verið rakin til Covid-19.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Tengdar fréttir Danir þurfa að bíða fram í ágúst eftir ræktinni, djamminu og laugunum Í þessum „fasa 2“ verður verslunum, veitingastöðum og skólum heimilt að opna á næstu dögum. Landamæri verða þó áfram lokuð og minnir forsætisráðherrann Mette Frederiksen á að hættan sé ekki liðin hjá. 8. maí 2020 10:05 Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Erlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Sjá meira
Danir þurfa að bíða fram í ágúst eftir ræktinni, djamminu og laugunum Í þessum „fasa 2“ verður verslunum, veitingastöðum og skólum heimilt að opna á næstu dögum. Landamæri verða þó áfram lokuð og minnir forsætisráðherrann Mette Frederiksen á að hættan sé ekki liðin hjá. 8. maí 2020 10:05
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent