Ráðist „hratt og harkalega“ á Íran ef Bandaríkin verða fyrir árás Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. janúar 2020 23:45 Trump hefur varað Írani við því að ráðast á Bandaríkin á nokkurn hátt. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur varað við því að Bandaríkin hafi augun á 52 „skotmörkum“ í Íran og muni aðhafast „mjög hratt og mjög harkalega“ ef stjórnvöld í Íran komi til með að ráðast á Bandaríkjamenn eða annað sem gæti talist Bandaríkjamönnum mikilvægt. Ummælin koma í kjölfar þess að Qassem Soleimani, háttsettur hershöfðingi innan íranska hersins, var ráðinn af dögum í Írak, að skipun forsetans, aðfaranótt föstudags. Íranar hafa heitið hefndum vegna morðsins á hershöfðingjanum. Iran is talking very boldly about targeting certain USA assets as revenge for our ridding the world of their terrorist leader who had just killed an American, & badly wounded many others, not to mention all of the people he had killed over his lifetime, including recently....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 4, 2020 Trump tísti um það að Íranir töluðu nú „umbúðalaust um að ráðast á ákveðnar eigur Bandaríkjanna,“ í kjölfar dauða Soleimani. Hann sagði Bandaríkin hafa 52 skotmörk í sigtinu, nánar til tekið írönsk skotmörk. Sagði hann jafnframt að sum þeirra væru „á háum stalli og mjög mikilvæg Íran og íranskri menningu.“ ....hundreds of Iranian protesters. He was already attacking our Embassy, and preparing for additional hits in other locations. Iran has been nothing but problems for many years. Let this serve as a WARNING that if Iran strikes any Americans, or American assets, we have.....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 4, 2020 Skotmörkin sem um ræðir myndu, ásamt Íran í heild sinni, verða fyrir árás „hratt og harkalega“ ef Íranir tækju þá ákvörðun að ráðast á Bandaríkin með nokkrum hætti „Bandaríkin vilja ekki fleiri hótanir!“ bætti forsetinn við. ....targeted 52 Iranian sites (representing the 52 American hostages taken by Iran many years ago), some at a very high level & important to Iran & the Iranian culture, and those targets, and Iran itself, WILL BE HIT VERY FAST AND VERY HARD. The USA wants no more threats!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 4, 2020 Trump segir að ástæðan fyrir því að möguleg skotmörk Bandaríkjanna séu 52 sé táknræn. Skotmörkin eigi að tákna þá 52 Bandaríkjamenn sem haldið var föngnum í Íran eftir að þeir voru handsamaðir í bandaríska sendiráðinu í Tehran, höfuðborg Írans, árið 1979. Bandaríkin Írak Íran Tengdar fréttir Flugskeyti lenti nálægt sendiráði Bandaríkjanna í Írak Ekki liggur fyrir hvaðan skeytið kom. 4. janúar 2020 19:21 Þúsundir syrgja Soleimani: „Dauði yfir Ameríku“ Þúsundir syrgðu í dag íranska hershöfðingjann Quassem Soleimani, sem féll í drónaárás sem fyrirskipuð var af Donald Trump Bandaríkjaforseta aðfaranótt föstudags. 4. janúar 2020 18:31 Benda Írökum á að halda sig frá bandarískum herstöðvum Leiðtogar Kataeb Hezbollah, harðlínusveitar írakska þjóðvarðarliðsins, hafa varað írakskar hersveitir við því að dvelja of nálægt bandarískum herstöðvum í Írak, frá og með eftirmiðdegi morgundagsins. 4. janúar 2020 22:45 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur varað við því að Bandaríkin hafi augun á 52 „skotmörkum“ í Íran og muni aðhafast „mjög hratt og mjög harkalega“ ef stjórnvöld í Íran komi til með að ráðast á Bandaríkjamenn eða annað sem gæti talist Bandaríkjamönnum mikilvægt. Ummælin koma í kjölfar þess að Qassem Soleimani, háttsettur hershöfðingi innan íranska hersins, var ráðinn af dögum í Írak, að skipun forsetans, aðfaranótt föstudags. Íranar hafa heitið hefndum vegna morðsins á hershöfðingjanum. Iran is talking very boldly about targeting certain USA assets as revenge for our ridding the world of their terrorist leader who had just killed an American, & badly wounded many others, not to mention all of the people he had killed over his lifetime, including recently....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 4, 2020 Trump tísti um það að Íranir töluðu nú „umbúðalaust um að ráðast á ákveðnar eigur Bandaríkjanna,“ í kjölfar dauða Soleimani. Hann sagði Bandaríkin hafa 52 skotmörk í sigtinu, nánar til tekið írönsk skotmörk. Sagði hann jafnframt að sum þeirra væru „á háum stalli og mjög mikilvæg Íran og íranskri menningu.“ ....hundreds of Iranian protesters. He was already attacking our Embassy, and preparing for additional hits in other locations. Iran has been nothing but problems for many years. Let this serve as a WARNING that if Iran strikes any Americans, or American assets, we have.....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 4, 2020 Skotmörkin sem um ræðir myndu, ásamt Íran í heild sinni, verða fyrir árás „hratt og harkalega“ ef Íranir tækju þá ákvörðun að ráðast á Bandaríkin með nokkrum hætti „Bandaríkin vilja ekki fleiri hótanir!“ bætti forsetinn við. ....targeted 52 Iranian sites (representing the 52 American hostages taken by Iran many years ago), some at a very high level & important to Iran & the Iranian culture, and those targets, and Iran itself, WILL BE HIT VERY FAST AND VERY HARD. The USA wants no more threats!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) January 4, 2020 Trump segir að ástæðan fyrir því að möguleg skotmörk Bandaríkjanna séu 52 sé táknræn. Skotmörkin eigi að tákna þá 52 Bandaríkjamenn sem haldið var föngnum í Íran eftir að þeir voru handsamaðir í bandaríska sendiráðinu í Tehran, höfuðborg Írans, árið 1979.
Bandaríkin Írak Íran Tengdar fréttir Flugskeyti lenti nálægt sendiráði Bandaríkjanna í Írak Ekki liggur fyrir hvaðan skeytið kom. 4. janúar 2020 19:21 Þúsundir syrgja Soleimani: „Dauði yfir Ameríku“ Þúsundir syrgðu í dag íranska hershöfðingjann Quassem Soleimani, sem féll í drónaárás sem fyrirskipuð var af Donald Trump Bandaríkjaforseta aðfaranótt föstudags. 4. janúar 2020 18:31 Benda Írökum á að halda sig frá bandarískum herstöðvum Leiðtogar Kataeb Hezbollah, harðlínusveitar írakska þjóðvarðarliðsins, hafa varað írakskar hersveitir við því að dvelja of nálægt bandarískum herstöðvum í Írak, frá og með eftirmiðdegi morgundagsins. 4. janúar 2020 22:45 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Sjá meira
Flugskeyti lenti nálægt sendiráði Bandaríkjanna í Írak Ekki liggur fyrir hvaðan skeytið kom. 4. janúar 2020 19:21
Þúsundir syrgja Soleimani: „Dauði yfir Ameríku“ Þúsundir syrgðu í dag íranska hershöfðingjann Quassem Soleimani, sem féll í drónaárás sem fyrirskipuð var af Donald Trump Bandaríkjaforseta aðfaranótt föstudags. 4. janúar 2020 18:31
Benda Írökum á að halda sig frá bandarískum herstöðvum Leiðtogar Kataeb Hezbollah, harðlínusveitar írakska þjóðvarðarliðsins, hafa varað írakskar hersveitir við því að dvelja of nálægt bandarískum herstöðvum í Írak, frá og með eftirmiðdegi morgundagsins. 4. janúar 2020 22:45
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent