Íslenski boltinn

KSÍ tekur yfir hlut liðanna í ferðaþátttökugjaldi og innheimtir ekki skráningargjöld

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðni Bergsson er formaður KSÍ.
Guðni Bergsson er formaður KSÍ. vísir/vilhelm

Knattspyrnusamband Íslands mun taka yfir hlut félaganna í ferðaþátttökugjaldi á Íslandsmótinu 2020. Þá innheimtir KSÍ ekki skráningargjöld í mótin í sumar.

Þetta er gert til að létta undir með félögunum í landinu vegna kórónuveirufaraldursins. Kostnaður KSÍ vegna þessa úrræðis er um 20 milljónir króna.

Þetta kom fram á fundi stjórnar KSÍ á fimmtudaginn. Þar kynnti Guðni Bergsson, formaður KSÍ, skýrslu Deloitte á stöðu knattspyrnudeilda félaganna í tveimur efstu deildum karla. Samkvæmt henni er tap félaganna vegna kórónuveirufaraldursins mikið.

Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, kynnti þrjár sviðsmyndir á endurskoðaðri fjárhagsáætlun sambandsins miðað við ólíka möguleika á landsleikjum ársins. Ef svartsýnustu spár ganga eftir verður tap KSÍ verulegt.

Fundargerð frá fundi stjórnar KSÍ 7. maí má lesa með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×