Norður-Kóreumenn funda óvænt í Stokkhólmi Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. mars 2018 08:48 Utanríkisráðherrann Ri Yong-ho (t.h.) lenti í Stokkhólmi í gærkvöldi. Vísir/EPA Sendinefnd Norður-Kóreu birtist óvænt í Svíþjóð í gærkvöldi. Hvað hún er að vilja þangað er ekki vitað en fjölmiðlar um heim allan telja að heimsóknin kunni að vera undanfari viðræðna Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Stjórnvöld í Pjongjang segja hins vegar að sendinefndin sé í Svíþjóð til að ræða málefni sem lúta að hagsmunum Svía og Norður-Kóreumanna og tvíhliða samband ríkjanna. Í ljósi þess að Svíar hafa lengi reynt að miðla málum milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna er talið að heimsóknin kunni að vera liður í undirbúningi viðræðnanna sem Bandríkjaforseti samþykkti fyrir helgi. Engin formleg yfirlýsing hefur þó borist frá yfirvöldum Norður-Kóreu vegna hins óvænta viðræðuáhuga og því er enn talið mjög óljóst hvort af viðræðunum verði. Stefan Lövfen, forsætisráðherra Svíþjóðar, sagði við fjölmiðla þar í landi í gær að ef þess væri óskað væru Svíar reiðubúnir að liðsinna deiluaðilunum.Sjá einnig: Eldflaugamaðurinn og sá elliæri funda „Við erum ríki sem er ekki í neinum hernaðarbandalögum og við höfum lengi átt okkar fulltrúa í Norður-Kóreu. Þökk sé traustinu sem við njótum teljum við okkur geta leikið rullu. Það verða þó að vera aðalleikararnir sem ákveða hvaða hlutverk Svíar munu fá,“ er haft eftir Löfven. Stjórnvöld í Washington segjast meðvituð um fundinn í Stokkhólmi en segjast ekki vita hvort hann tengist eitthvað viðræðum Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Svíar hafa áratugum saman átt í pólitískum samskiptum við Norður-Kóreu. Til að mynda opnuðu Svíar sendiráð í Pjongjang árið 1970, eitt fyrstu vestrænu sendiráðanna sem sett var á fót í hinu einangraða ríki. Í ljósi þess að Bandaríkin eru ekki með sendiráð í landinu hafa Svíar oft haft milligöngu í viðræðum Bandaríkjamanna og Norður-Kóreu. Til að mynda hafa fulltrúar Svía aðstoðað við að fá Bandaríkjamenn lausa úr norður-kóreskum fangelsum. Bandaríkin Norður-Kórea Norðurlönd Tengdar fréttir Trump telur að Kim Jong-un sé full alvara Donald Trump hefur samþykkt að hitta Kimg Jong-un á fundi sem fyrirhugaður er í næsta mánuði. 11. mars 2018 20:30 Eldflaugamaðurinn og sá elliæri funda Kim Jong-un og Donald Trump munu funda á næstunni. Verður það fyrsti fundur sem forseti Bandaríkjanna á með leiðtoga Norður-Kóreu. Bandaríkjastjórn undrandi á viðsnúningi Kim sem talar nú um afvopnun gegn því að öryggi einræðisstjó 10. mars 2018 09:00 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Sjá meira
Sendinefnd Norður-Kóreu birtist óvænt í Svíþjóð í gærkvöldi. Hvað hún er að vilja þangað er ekki vitað en fjölmiðlar um heim allan telja að heimsóknin kunni að vera undanfari viðræðna Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Stjórnvöld í Pjongjang segja hins vegar að sendinefndin sé í Svíþjóð til að ræða málefni sem lúta að hagsmunum Svía og Norður-Kóreumanna og tvíhliða samband ríkjanna. Í ljósi þess að Svíar hafa lengi reynt að miðla málum milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna er talið að heimsóknin kunni að vera liður í undirbúningi viðræðnanna sem Bandríkjaforseti samþykkti fyrir helgi. Engin formleg yfirlýsing hefur þó borist frá yfirvöldum Norður-Kóreu vegna hins óvænta viðræðuáhuga og því er enn talið mjög óljóst hvort af viðræðunum verði. Stefan Lövfen, forsætisráðherra Svíþjóðar, sagði við fjölmiðla þar í landi í gær að ef þess væri óskað væru Svíar reiðubúnir að liðsinna deiluaðilunum.Sjá einnig: Eldflaugamaðurinn og sá elliæri funda „Við erum ríki sem er ekki í neinum hernaðarbandalögum og við höfum lengi átt okkar fulltrúa í Norður-Kóreu. Þökk sé traustinu sem við njótum teljum við okkur geta leikið rullu. Það verða þó að vera aðalleikararnir sem ákveða hvaða hlutverk Svíar munu fá,“ er haft eftir Löfven. Stjórnvöld í Washington segjast meðvituð um fundinn í Stokkhólmi en segjast ekki vita hvort hann tengist eitthvað viðræðum Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Svíar hafa áratugum saman átt í pólitískum samskiptum við Norður-Kóreu. Til að mynda opnuðu Svíar sendiráð í Pjongjang árið 1970, eitt fyrstu vestrænu sendiráðanna sem sett var á fót í hinu einangraða ríki. Í ljósi þess að Bandaríkin eru ekki með sendiráð í landinu hafa Svíar oft haft milligöngu í viðræðum Bandaríkjamanna og Norður-Kóreu. Til að mynda hafa fulltrúar Svía aðstoðað við að fá Bandaríkjamenn lausa úr norður-kóreskum fangelsum.
Bandaríkin Norður-Kórea Norðurlönd Tengdar fréttir Trump telur að Kim Jong-un sé full alvara Donald Trump hefur samþykkt að hitta Kimg Jong-un á fundi sem fyrirhugaður er í næsta mánuði. 11. mars 2018 20:30 Eldflaugamaðurinn og sá elliæri funda Kim Jong-un og Donald Trump munu funda á næstunni. Verður það fyrsti fundur sem forseti Bandaríkjanna á með leiðtoga Norður-Kóreu. Bandaríkjastjórn undrandi á viðsnúningi Kim sem talar nú um afvopnun gegn því að öryggi einræðisstjó 10. mars 2018 09:00 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Fleiri fréttir Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Sjá meira
Trump telur að Kim Jong-un sé full alvara Donald Trump hefur samþykkt að hitta Kimg Jong-un á fundi sem fyrirhugaður er í næsta mánuði. 11. mars 2018 20:30
Eldflaugamaðurinn og sá elliæri funda Kim Jong-un og Donald Trump munu funda á næstunni. Verður það fyrsti fundur sem forseti Bandaríkjanna á með leiðtoga Norður-Kóreu. Bandaríkjastjórn undrandi á viðsnúningi Kim sem talar nú um afvopnun gegn því að öryggi einræðisstjó 10. mars 2018 09:00