Norður-Kóreumenn funda óvænt í Stokkhólmi Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. mars 2018 08:48 Utanríkisráðherrann Ri Yong-ho (t.h.) lenti í Stokkhólmi í gærkvöldi. Vísir/EPA Sendinefnd Norður-Kóreu birtist óvænt í Svíþjóð í gærkvöldi. Hvað hún er að vilja þangað er ekki vitað en fjölmiðlar um heim allan telja að heimsóknin kunni að vera undanfari viðræðna Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Stjórnvöld í Pjongjang segja hins vegar að sendinefndin sé í Svíþjóð til að ræða málefni sem lúta að hagsmunum Svía og Norður-Kóreumanna og tvíhliða samband ríkjanna. Í ljósi þess að Svíar hafa lengi reynt að miðla málum milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna er talið að heimsóknin kunni að vera liður í undirbúningi viðræðnanna sem Bandríkjaforseti samþykkti fyrir helgi. Engin formleg yfirlýsing hefur þó borist frá yfirvöldum Norður-Kóreu vegna hins óvænta viðræðuáhuga og því er enn talið mjög óljóst hvort af viðræðunum verði. Stefan Lövfen, forsætisráðherra Svíþjóðar, sagði við fjölmiðla þar í landi í gær að ef þess væri óskað væru Svíar reiðubúnir að liðsinna deiluaðilunum.Sjá einnig: Eldflaugamaðurinn og sá elliæri funda „Við erum ríki sem er ekki í neinum hernaðarbandalögum og við höfum lengi átt okkar fulltrúa í Norður-Kóreu. Þökk sé traustinu sem við njótum teljum við okkur geta leikið rullu. Það verða þó að vera aðalleikararnir sem ákveða hvaða hlutverk Svíar munu fá,“ er haft eftir Löfven. Stjórnvöld í Washington segjast meðvituð um fundinn í Stokkhólmi en segjast ekki vita hvort hann tengist eitthvað viðræðum Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Svíar hafa áratugum saman átt í pólitískum samskiptum við Norður-Kóreu. Til að mynda opnuðu Svíar sendiráð í Pjongjang árið 1970, eitt fyrstu vestrænu sendiráðanna sem sett var á fót í hinu einangraða ríki. Í ljósi þess að Bandaríkin eru ekki með sendiráð í landinu hafa Svíar oft haft milligöngu í viðræðum Bandaríkjamanna og Norður-Kóreu. Til að mynda hafa fulltrúar Svía aðstoðað við að fá Bandaríkjamenn lausa úr norður-kóreskum fangelsum. Bandaríkin Norður-Kórea Norðurlönd Tengdar fréttir Trump telur að Kim Jong-un sé full alvara Donald Trump hefur samþykkt að hitta Kimg Jong-un á fundi sem fyrirhugaður er í næsta mánuði. 11. mars 2018 20:30 Eldflaugamaðurinn og sá elliæri funda Kim Jong-un og Donald Trump munu funda á næstunni. Verður það fyrsti fundur sem forseti Bandaríkjanna á með leiðtoga Norður-Kóreu. Bandaríkjastjórn undrandi á viðsnúningi Kim sem talar nú um afvopnun gegn því að öryggi einræðisstjó 10. mars 2018 09:00 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Sjá meira
Sendinefnd Norður-Kóreu birtist óvænt í Svíþjóð í gærkvöldi. Hvað hún er að vilja þangað er ekki vitað en fjölmiðlar um heim allan telja að heimsóknin kunni að vera undanfari viðræðna Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Stjórnvöld í Pjongjang segja hins vegar að sendinefndin sé í Svíþjóð til að ræða málefni sem lúta að hagsmunum Svía og Norður-Kóreumanna og tvíhliða samband ríkjanna. Í ljósi þess að Svíar hafa lengi reynt að miðla málum milli Norður-Kóreu og Bandaríkjanna er talið að heimsóknin kunni að vera liður í undirbúningi viðræðnanna sem Bandríkjaforseti samþykkti fyrir helgi. Engin formleg yfirlýsing hefur þó borist frá yfirvöldum Norður-Kóreu vegna hins óvænta viðræðuáhuga og því er enn talið mjög óljóst hvort af viðræðunum verði. Stefan Lövfen, forsætisráðherra Svíþjóðar, sagði við fjölmiðla þar í landi í gær að ef þess væri óskað væru Svíar reiðubúnir að liðsinna deiluaðilunum.Sjá einnig: Eldflaugamaðurinn og sá elliæri funda „Við erum ríki sem er ekki í neinum hernaðarbandalögum og við höfum lengi átt okkar fulltrúa í Norður-Kóreu. Þökk sé traustinu sem við njótum teljum við okkur geta leikið rullu. Það verða þó að vera aðalleikararnir sem ákveða hvaða hlutverk Svíar munu fá,“ er haft eftir Löfven. Stjórnvöld í Washington segjast meðvituð um fundinn í Stokkhólmi en segjast ekki vita hvort hann tengist eitthvað viðræðum Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Svíar hafa áratugum saman átt í pólitískum samskiptum við Norður-Kóreu. Til að mynda opnuðu Svíar sendiráð í Pjongjang árið 1970, eitt fyrstu vestrænu sendiráðanna sem sett var á fót í hinu einangraða ríki. Í ljósi þess að Bandaríkin eru ekki með sendiráð í landinu hafa Svíar oft haft milligöngu í viðræðum Bandaríkjamanna og Norður-Kóreu. Til að mynda hafa fulltrúar Svía aðstoðað við að fá Bandaríkjamenn lausa úr norður-kóreskum fangelsum.
Bandaríkin Norður-Kórea Norðurlönd Tengdar fréttir Trump telur að Kim Jong-un sé full alvara Donald Trump hefur samþykkt að hitta Kimg Jong-un á fundi sem fyrirhugaður er í næsta mánuði. 11. mars 2018 20:30 Eldflaugamaðurinn og sá elliæri funda Kim Jong-un og Donald Trump munu funda á næstunni. Verður það fyrsti fundur sem forseti Bandaríkjanna á með leiðtoga Norður-Kóreu. Bandaríkjastjórn undrandi á viðsnúningi Kim sem talar nú um afvopnun gegn því að öryggi einræðisstjó 10. mars 2018 09:00 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Fleiri fréttir „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Sjá meira
Trump telur að Kim Jong-un sé full alvara Donald Trump hefur samþykkt að hitta Kimg Jong-un á fundi sem fyrirhugaður er í næsta mánuði. 11. mars 2018 20:30
Eldflaugamaðurinn og sá elliæri funda Kim Jong-un og Donald Trump munu funda á næstunni. Verður það fyrsti fundur sem forseti Bandaríkjanna á með leiðtoga Norður-Kóreu. Bandaríkjastjórn undrandi á viðsnúningi Kim sem talar nú um afvopnun gegn því að öryggi einræðisstjó 10. mars 2018 09:00