Ísland og enski: Sóðalegt rautt spjald Guðna Bergs reyndist sögulegt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. apríl 2020 10:00 Guðni Bergsson á hælum Danny Dichio, leikmanns QPR, í þessum sögulega leik á Loftus Road fyrir tæpum 24 árum síðan. Getty/Michael Stephens Íslenskir knattspyrnumenn hafa tekið mörg stór skref í ensku úrvalsdeildinni síðan hún var sett á laggirnar haustið 1992. Vísir ætlar að skoða nokkur þeirra betur á næstunni og að þessu sinni er komið að fyrsta íslenska rauða spjaldinu í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Mörg stór skref en nokkur þeirra eru samt kannski ekki til færa mönnum skemmtilegar minningar. Eitt af þeim skrefum er til umfjöllunar í dag. Guðni Bergsson í leik Bolton Wanderers og Queens Park Rangers árið 1995.Getty/Steve Morton Fyrsta rauða spjaldið hjá íslenskum leikmanni fékk Guðni Bergsson, núverandi formaður KSÍ, og það leit dagsins ljós 16. desember 1995. Rauða spjaldið hjá Guðna kom í leik Queens Park Rangers og Bolton Wanderers sem fór fram á Loftus Road í London sem var heimavöllur Queens Park Rangers. Guðni og Roy Keane í sama pakka Guðni sparkaði þá niður Kevin Gallen, sem hafði komið inn á sem varamaður hjá Queens Park Rangers níu mínútum fyrr. Bolton hafði lent 2-1 undir í leiknum aðeins mínútu áður en Guðni braut á Gallen. Hér fyrir neðan má sjá brotið hjá Guðna Bergssyni og það fer ekki fram hjá neinum að, íslenski landsliðsfyrirliðinn á þessum tíma, átti skilið að fara snemma í sturtu eftir svona brot. Eins og lýsandinn sagði í þessu myndbroti þá hjálpaði það ekki Guðna að brot hans var beint fyrir framan nefið á dómara leiksins sem var Stephen Lodge. Stephen Lodge rak tvo menn af velli á þessu 1995-96 tímabili en hinn var Roy Keane hjá Manchester United. Ég reiddist óþarflega mikið í smástund Guðni ræddi atvikið og rauða spjaldið við bæði Morgunblaðið og DV og var fullur iðrunar. „Ég veit eiginlega ekki hvað gerðist. Ég reiddist óþarflega mikið í smástund og tæklaði einn full gróflega þegar stundarfjórðungur var eftir. Þetta er fyrsta rauða spjaldið sem ég fæ og ég ætla rétt að vona það síðasta. Þetta var alls ekki til sóma," sagði Guðni um atvikið við Morgunblaðið. Guðni Bergsson fær hér rauða spjaldið hjá dómaranum Stephen Lodge.Skjámynd/Youtube Guðni fékk reisupassann þegar tæpar 15 mínútur voru eftir fyrir að tækla leikmann QPR aftan frá. Atvik í leiknum hleypti í mig illu blóði „Þetta er fyrsta og vonandi síðasta rauða spjaldið sem ég fæ á ferlinum. Þetta var vitleysisháttur hjá mér en það var atvik í leiknum sem hleypti í mig illu blóði. Ég fékk snemma í leiknum slæmt högg á síðuna og aftur síðar í leiknum og það fór mjög í skapið á mér og ég varð reiður. Þetta var klaufalegt brot aftan frá hjá mér en brotið átti sér stað úti á vellinum óg leikmaðurinn sem ég braut á var ekki í neinu marktækifæri," sagði Guðni í samtali við blaðamann DV. Guðni fór samt ekki strax í leikbann. Hann spilaði meðal annars næsta deildarleik viku síðar sem var á White Hart Lane á móti hans gömlu félögum í Tottenham. Guðni bætti fyrir rauða spjaldið með því að tryggja Bolton þá 2-2 janftefli með skallamarki á 79. mínútu. Guðni fór ekki í leikbann fyrr en í tveimur deildarleikjum í kringum áramótin og missti svo af bikarleik liðsins á móti Bradford City að auki. #OTD in 1995, Gudni Bergsson joins Bolton Wanderers for £65k from Spurs. The defender made 270 apps for #BWFC , scoring 22 goals. pic.twitter.com/0vzFKC3HCk— TALK72 (@TALK72Podcast) March 21, 2017 Guðni Bergsson átti eftir að fá annað rautt spjald í ensku úrvalsdeildinni en hann fékk beint rautt spjald á 26. mínútu í mars 1998 þegar hann braut á Emile Heskey, leikmanni Leicester City. Guðni togaði þá Heskey niður þegar hann var sleppa í gegn. Emile Heskey var þarna aðeins tvítugur en hann átti eftir að spila fyrir Liverpool og 62 leiki fyrir enska landsliðið. Guðni Bergsson var þarna á sínu fyrsta tímabili með Bolton í ensku úrvalsdeildinni en hann átti eftir að spila þrjú tímabil með Bolton í úrvalsdeildinni til viðbótar. Guðni var alls í níu tímabil með Bolton í heildina eða allt þar til að hann setti skóna upp í hillu eftir 2002-03 tímabilið. Enski boltinn Einu sinni var... Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Sjá meira
Íslenskir knattspyrnumenn hafa tekið mörg stór skref í ensku úrvalsdeildinni síðan hún var sett á laggirnar haustið 1992. Vísir ætlar að skoða nokkur þeirra betur á næstunni og að þessu sinni er komið að fyrsta íslenska rauða spjaldinu í sögu ensku úrvalsdeildarinnar. Mörg stór skref en nokkur þeirra eru samt kannski ekki til færa mönnum skemmtilegar minningar. Eitt af þeim skrefum er til umfjöllunar í dag. Guðni Bergsson í leik Bolton Wanderers og Queens Park Rangers árið 1995.Getty/Steve Morton Fyrsta rauða spjaldið hjá íslenskum leikmanni fékk Guðni Bergsson, núverandi formaður KSÍ, og það leit dagsins ljós 16. desember 1995. Rauða spjaldið hjá Guðna kom í leik Queens Park Rangers og Bolton Wanderers sem fór fram á Loftus Road í London sem var heimavöllur Queens Park Rangers. Guðni og Roy Keane í sama pakka Guðni sparkaði þá niður Kevin Gallen, sem hafði komið inn á sem varamaður hjá Queens Park Rangers níu mínútum fyrr. Bolton hafði lent 2-1 undir í leiknum aðeins mínútu áður en Guðni braut á Gallen. Hér fyrir neðan má sjá brotið hjá Guðna Bergssyni og það fer ekki fram hjá neinum að, íslenski landsliðsfyrirliðinn á þessum tíma, átti skilið að fara snemma í sturtu eftir svona brot. Eins og lýsandinn sagði í þessu myndbroti þá hjálpaði það ekki Guðna að brot hans var beint fyrir framan nefið á dómara leiksins sem var Stephen Lodge. Stephen Lodge rak tvo menn af velli á þessu 1995-96 tímabili en hinn var Roy Keane hjá Manchester United. Ég reiddist óþarflega mikið í smástund Guðni ræddi atvikið og rauða spjaldið við bæði Morgunblaðið og DV og var fullur iðrunar. „Ég veit eiginlega ekki hvað gerðist. Ég reiddist óþarflega mikið í smástund og tæklaði einn full gróflega þegar stundarfjórðungur var eftir. Þetta er fyrsta rauða spjaldið sem ég fæ og ég ætla rétt að vona það síðasta. Þetta var alls ekki til sóma," sagði Guðni um atvikið við Morgunblaðið. Guðni Bergsson fær hér rauða spjaldið hjá dómaranum Stephen Lodge.Skjámynd/Youtube Guðni fékk reisupassann þegar tæpar 15 mínútur voru eftir fyrir að tækla leikmann QPR aftan frá. Atvik í leiknum hleypti í mig illu blóði „Þetta er fyrsta og vonandi síðasta rauða spjaldið sem ég fæ á ferlinum. Þetta var vitleysisháttur hjá mér en það var atvik í leiknum sem hleypti í mig illu blóði. Ég fékk snemma í leiknum slæmt högg á síðuna og aftur síðar í leiknum og það fór mjög í skapið á mér og ég varð reiður. Þetta var klaufalegt brot aftan frá hjá mér en brotið átti sér stað úti á vellinum óg leikmaðurinn sem ég braut á var ekki í neinu marktækifæri," sagði Guðni í samtali við blaðamann DV. Guðni fór samt ekki strax í leikbann. Hann spilaði meðal annars næsta deildarleik viku síðar sem var á White Hart Lane á móti hans gömlu félögum í Tottenham. Guðni bætti fyrir rauða spjaldið með því að tryggja Bolton þá 2-2 janftefli með skallamarki á 79. mínútu. Guðni fór ekki í leikbann fyrr en í tveimur deildarleikjum í kringum áramótin og missti svo af bikarleik liðsins á móti Bradford City að auki. #OTD in 1995, Gudni Bergsson joins Bolton Wanderers for £65k from Spurs. The defender made 270 apps for #BWFC , scoring 22 goals. pic.twitter.com/0vzFKC3HCk— TALK72 (@TALK72Podcast) March 21, 2017 Guðni Bergsson átti eftir að fá annað rautt spjald í ensku úrvalsdeildinni en hann fékk beint rautt spjald á 26. mínútu í mars 1998 þegar hann braut á Emile Heskey, leikmanni Leicester City. Guðni togaði þá Heskey niður þegar hann var sleppa í gegn. Emile Heskey var þarna aðeins tvítugur en hann átti eftir að spila fyrir Liverpool og 62 leiki fyrir enska landsliðið. Guðni Bergsson var þarna á sínu fyrsta tímabili með Bolton í ensku úrvalsdeildinni en hann átti eftir að spila þrjú tímabil með Bolton í úrvalsdeildinni til viðbótar. Guðni var alls í níu tímabil með Bolton í heildina eða allt þar til að hann setti skóna upp í hillu eftir 2002-03 tímabilið.
Enski boltinn Einu sinni var... Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Körfubolti Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Fleiri fréttir Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Sjá meira