Erlent

Á annað þúsund látnir í Banda­ríkjunum á einum sólar­hring

Atli Ísleifsson skrifar
Fámennt á Wall Street í New York í gær.
Fámennt á Wall Street í New York í gær. getty

Síðasta sólarhring létu 1.169 manns lífið í Bandaríkunum af völdum sjúkdómsins Covid-19. Þetta er í fyrsta sinn sem fleiri en þúsund manns láta lífið af völdum sjúkdómsins í sama landi á einum sólarhring.

BBC segir frá þessu og vísar í tölfræði Johns Hopkins háskóla í Bandaríkjunum.

Alls hafa nú verið skráð 245 þúsund kórónuveirusmit í Bandaríkjunum, á eru þau þá orðin fleiri en skráð smit á bæði Spáni og Ítalíu samanlagt. Rúmlega 5.900 manns hafa nú látið lífið af völdum Covid-19 í Bandaríkjunum og þar af um 1.500 í New York.

Bið í líkbrennslur

Bandarískir fjölmiðlar segja að talsverð bið sé eftir þjónustu útfararþjónusta og er bið í líkbrennslur eða að þjónustu í kirkjugörðum nú oft vika, eða jafnvel tvær.

Reuters segir frá því að bandarísk yfirvöld kanni nú möguleika til að nýta önnur húsnæði sem líkhús þar sem þau sem fyrir eru duga ekki til. Þá hafa líkbrennslur lengt vinnudaga starfsfólks til að mæta aukinni eftirspurn.

Beri trefla eða buff fyrir vitum

Spálíkön bandaríska yfirvalda gera ráð fyrir að milli 100 þúsund og 240 þúsund Bandaríkjamanna komi að deyja af völdum Covid-19, jafnvel þó að reglum um samkomubann verði fylgt.

Bill de Blasio, borgarstjóri New York borgar, beindi því til borgarbúa í gær að bera trefla, buff eða þá annað fyrir munn þegar það er innan um annað fólk, allt í þeim tilgangi að draga úr útbreiðslu veirunnar.


Tengdar fréttir

Demókratar fresta landsfundi sínum vegna faraldursins

Landsfundi Demókrataflokksins þar sem velja á forsetaframbjóðanda flokksins verður frestað fram í miðjan ágúst til að auka líkurnar á að hægt verði að halda hann með hefðbundnu sniði. Upphaflega átti fundurinn að fara fram í Milwaukee í júlí.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.