Steve Bannon hvetur Le Pen og félaga til að vera stoltir þjóðernissinnar Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. mars 2018 10:30 Steve Bannon, fyrrverandi ráðgjafi Bandaríkjaforseta, er gestafyrirlesari á landsþingi Frönsku þjóðfylkingarinnar. Visir/afp „Leyfið þeim að kalla ykkur rasista. Leyfið þeim að kalla ykkur útlendingahatara, Leyfið þeim að kalla ykkur þjóðernissinna og veriði stolt af því.“ Þetta segir Steve Bannon, fyrrverandi ráðgjafi Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, í ræðu sem hann hélt á landsfundi Frönsku þjóðfylkingarinnar sem stendur yfir um helgina og fer fram í Lille. Marine Le Pen, formaður flokksins, bauð Bannon að vera sérlegur gestafyrirlesari á landsþinginu með það fyrir augum að Bannon hughreysti vondaufa flokksmenn eftir að hafa tapað fyrir hinum evrópusinnaða Emmanuel Macron í frönsku forsetakosningunum. Þetta kemur fram á vef fréttastofu AFP. Trump hefur sagt frá því að Bannon hafi hreinlega misst vitið þegar hann lauk störfum í Hvítahúsinu 7. ágúst síðast liðinn. Í yfirlýsingu sagði Sarah Sanders, fjölmiðlafulltrúi Hvítahússins að Bannon og John Kelly, starfsmannastjóri, hafi komist að samkomulagi um starfslok. Um þessar mundir er Bannon í Evróputúr og heldur hann ræður víðsvegar um álfuna en þeim er ætlað er að afla stjórnmálaskoðunum hans fylgis en hann hefur meðal annars gert úrslit ítölsku þingkosninganna að umfjöllunarefni. Alveg eins og í störfum sínum fyrir forseta Bandaríkjanna berst Bannon fyrir vægðarlausri útlendingastefnu og einangrunarhyggju.Það fór vel á með Marine Le Pen og Steve Bannon á landsþingi Frönsku þjóðfylkingarinnar sem fer fram í Lille, norðurhluta Frakklands og stendur yfir um helgina.vísir/afpÍ ræðu sinni á landsþingi Frönsku þjóðfylkingarinnar segir Bannon að stjórnmálaflokkurinn sé hluti af mun stærri hreyfingu á alþjóðavísu og hreyfingin sé stærri en Frakkland og Ítalía. Bannon fór fögrum orðum um pólitíska sýn formannsins en Franska þjóðfylkingin þjóðernissinnaður flokkur sem er er yst til hægri á hinu pólitíska litrófi.Vill breyta nafninu Margir innan flokksins hafa áhyggjur af því að Bannon hafi viðrað stuðning sinn í garð flokksins því um þessar mundir gerir flokksforystan tilraun til allsherjar yfirhalningar sem ætlað er að laða að fleiri kjósendur. Le Pen hefur í hyggju að breyta nafni flokksins og verður kosið um það seinna í dag. Margir flokksmenn hafa lýst yfir andstöðu sinni með útspilið og telja það vera svik við arfleifð frönsku þjóðfylkingarinnar en faðir Le Pen stofnaði flokkinn árið 1972. Tengdar fréttir Trump segir Bannon hafa grátið þegar hann missti vinnuna Donald Trump Bandaríkjaforseti fer ófögrum orðum um rithöfundinn Michael Wolff og heimildarmenn hans í færslu á Twitter í nótt. 6. janúar 2018 07:59 Bandalag Macron fékk um þriðjung atkvæða Nýr flokkur Emmanuel Macron hlaut þriðjung atkvæða í fyrri umferð frönsku þingkosninganna í gær og gæti náð afgerandi meirihluta í þinginu. Sósíalistaflokkur fráfarandi forseta galt afhroð og tapar hátt í 200 þingsætum. 12. júní 2017 08:11 Le Pen viðurkennir ósigur: Emmanuel Macron næsti forseti Frakklands Marine Le Pen hefur viðurkennt ósigur í forsetakosningunum í Frakklandi. 7. maí 2017 18:21 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Sjá meira
„Leyfið þeim að kalla ykkur rasista. Leyfið þeim að kalla ykkur útlendingahatara, Leyfið þeim að kalla ykkur þjóðernissinna og veriði stolt af því.“ Þetta segir Steve Bannon, fyrrverandi ráðgjafi Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, í ræðu sem hann hélt á landsfundi Frönsku þjóðfylkingarinnar sem stendur yfir um helgina og fer fram í Lille. Marine Le Pen, formaður flokksins, bauð Bannon að vera sérlegur gestafyrirlesari á landsþinginu með það fyrir augum að Bannon hughreysti vondaufa flokksmenn eftir að hafa tapað fyrir hinum evrópusinnaða Emmanuel Macron í frönsku forsetakosningunum. Þetta kemur fram á vef fréttastofu AFP. Trump hefur sagt frá því að Bannon hafi hreinlega misst vitið þegar hann lauk störfum í Hvítahúsinu 7. ágúst síðast liðinn. Í yfirlýsingu sagði Sarah Sanders, fjölmiðlafulltrúi Hvítahússins að Bannon og John Kelly, starfsmannastjóri, hafi komist að samkomulagi um starfslok. Um þessar mundir er Bannon í Evróputúr og heldur hann ræður víðsvegar um álfuna en þeim er ætlað er að afla stjórnmálaskoðunum hans fylgis en hann hefur meðal annars gert úrslit ítölsku þingkosninganna að umfjöllunarefni. Alveg eins og í störfum sínum fyrir forseta Bandaríkjanna berst Bannon fyrir vægðarlausri útlendingastefnu og einangrunarhyggju.Það fór vel á með Marine Le Pen og Steve Bannon á landsþingi Frönsku þjóðfylkingarinnar sem fer fram í Lille, norðurhluta Frakklands og stendur yfir um helgina.vísir/afpÍ ræðu sinni á landsþingi Frönsku þjóðfylkingarinnar segir Bannon að stjórnmálaflokkurinn sé hluti af mun stærri hreyfingu á alþjóðavísu og hreyfingin sé stærri en Frakkland og Ítalía. Bannon fór fögrum orðum um pólitíska sýn formannsins en Franska þjóðfylkingin þjóðernissinnaður flokkur sem er er yst til hægri á hinu pólitíska litrófi.Vill breyta nafninu Margir innan flokksins hafa áhyggjur af því að Bannon hafi viðrað stuðning sinn í garð flokksins því um þessar mundir gerir flokksforystan tilraun til allsherjar yfirhalningar sem ætlað er að laða að fleiri kjósendur. Le Pen hefur í hyggju að breyta nafni flokksins og verður kosið um það seinna í dag. Margir flokksmenn hafa lýst yfir andstöðu sinni með útspilið og telja það vera svik við arfleifð frönsku þjóðfylkingarinnar en faðir Le Pen stofnaði flokkinn árið 1972.
Tengdar fréttir Trump segir Bannon hafa grátið þegar hann missti vinnuna Donald Trump Bandaríkjaforseti fer ófögrum orðum um rithöfundinn Michael Wolff og heimildarmenn hans í færslu á Twitter í nótt. 6. janúar 2018 07:59 Bandalag Macron fékk um þriðjung atkvæða Nýr flokkur Emmanuel Macron hlaut þriðjung atkvæða í fyrri umferð frönsku þingkosninganna í gær og gæti náð afgerandi meirihluta í þinginu. Sósíalistaflokkur fráfarandi forseta galt afhroð og tapar hátt í 200 þingsætum. 12. júní 2017 08:11 Le Pen viðurkennir ósigur: Emmanuel Macron næsti forseti Frakklands Marine Le Pen hefur viðurkennt ósigur í forsetakosningunum í Frakklandi. 7. maí 2017 18:21 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Fleiri fréttir Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Sjá meira
Trump segir Bannon hafa grátið þegar hann missti vinnuna Donald Trump Bandaríkjaforseti fer ófögrum orðum um rithöfundinn Michael Wolff og heimildarmenn hans í færslu á Twitter í nótt. 6. janúar 2018 07:59
Bandalag Macron fékk um þriðjung atkvæða Nýr flokkur Emmanuel Macron hlaut þriðjung atkvæða í fyrri umferð frönsku þingkosninganna í gær og gæti náð afgerandi meirihluta í þinginu. Sósíalistaflokkur fráfarandi forseta galt afhroð og tapar hátt í 200 þingsætum. 12. júní 2017 08:11
Le Pen viðurkennir ósigur: Emmanuel Macron næsti forseti Frakklands Marine Le Pen hefur viðurkennt ósigur í forsetakosningunum í Frakklandi. 7. maí 2017 18:21