Erlent

Hagen sleppt úr gæsluvarðhaldi

Samúel Karl Ólason skrifar
Anne-Elisabeth Hagen hvarf af heimili sínu og eiginmanns síns, Tom Hagen, 31. október 2018. Rannsókn málsins teygir anga sína víða og náði óvæntum vendipunkti í síðustu viku, þegar Tom Hagen var handtekinn.
Anne-Elisabeth Hagen hvarf af heimili sínu og eiginmanns síns, Tom Hagen, 31. október 2018. Rannsókn málsins teygir anga sína víða og náði óvæntum vendipunkti í síðustu viku, þegar Tom Hagen var handtekinn. Vísir/EPA

Tom Hagen hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi eftir að Hæstiréttur Noregs úrskurðaði gegn lögreglunni um framlengingu. Neðra dómsstig úrskurðaði í gær að Hagen skyldi sleppt vegna skorts á sönnunargögnum. Hann er grunaður um morð eða aðild að morði á eiginkonu sinni, Anne-Elisabeth Hagen.

Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabeth frá 31. október 2018.

Málið var fyrst rannsakað sem mannrán, en lögregla telur nú Tom Hagen hafa sviðsett ránið til að villa um fyrir lögreglunni.

Sjá einnig: Annar maður hand­tekinn vegna Hagen-málsins

Tom Hagen var handtekinn í lok aprílmánaðar og í kjölfarið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Lögmannsréttur Eidsivaþing í Noregi úrskurðaði hins vegar í gær að Hagen skyldi sleppt úr gæsluvarðhaldi, vegna ónógra sönnunargagna.

Hæstiréttur hefur nú tekið undir þann úrskurð.

Svein Holden, lögmaður Hagen, talar við fjölmiðla.EPA/Heiko Junge

Í samtali við fjölmiðla segir Svein Holden, lögmaður Hagen, að niðurstaðan komi sér ekki á óvart.

Lögreglan hefur rétt á því að handtaka Hagen aftur en samkvæmt NRK veit Holden ekki hvort það standi til. Til þess þyrfti lögreglan mun betri sönnunargögn og sagðist hann ekki hafa áhyggjur af því.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×