Danir þurfa að bíða fram í ágúst eftir ræktinni, djamminu og laugunum Atli Ísleifsson skrifar 8. maí 2020 10:05 Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, kynnti fyrirhugaðar tilslakanir í morgun. EPA Dönsk stjórnvöld kynntu í morgun hvernig slakað verði á aðgerðum og takmörkunum vegna faraldurs kórónuveirunnar á næstu dögum, vikum og mánuðum. Í „fasa 2“, sem tekur gildi á næstu dögum, verður verslunum, veitingastöðum og skólum heimilt að opna á ný. Landamæri verða þó áfram lokuð og minnir forsætisráðherrann Mette Frederiksen á að hættan sé ekki liðin hjá. Verslanir í Danmörku fá að opna á nú núna á mánudaginn og viku síðar geta nemendur á efri stigum grunnskóla snúið aftur í skólann. Sama dag, það er 18. maí, geta veitingastaðir og kaffihús opnað á ný. Sömu sögu er að segja af kirkjum og bókasöfnum. Ekki hægt að semja Frederiksen segir að áfram verði þó takmarkanir á opnunartíma og sömuleiðis þurfi að tryggja fjarlægð milli fólks. „Ástandið er enn alvarlegt. Þetta er veira sem ekki er hægt að semja við,“ segir Frederiksen. Reikna þurfi með að smitum muni fjölga samhliða því að samfélagið verði opnað á ný. Tilkynning um þennan „fasa 2“ kemur í kjölfar samkomulags milli ríkisstjórnarflokkanna og annarra flokka á danska þinginu. Ekki var meirihluti fyrir því að opna landamærin á ný, en stjórnin hyggst tilkynna um hvernig slíkt yrði háttað eigi síðar en 1. júní. Enn um sinn mega ekki fleiri en tíu koma saman í landinu. „Hvað sem við gerum þá verðum við að láta það vera að koma mörg saman. Það er þar sem veiran dreifist.“ Menningarstofnanir mega opna 8. júní Í „fasa 3“ verður menningarstofnunum og háskólunum meðal annars heimilt að opna, og þá verður slakað á samkomubanni þannig að eigi fleiri en 30 til 50 manns mega koma saman. Er þar miðað við 8. júní. Í „fasa 4“, um miðjan ágúst verður svo heimilt að opna líkamsræktarstöðvar, sundlaugar, skemmtistaðir og ýmsa aðra starfsemi. Til samanburðar opna sundlaugarnar hér á landi 18. maí og líkamsræktarstöðvar viku síðar. Allt þó með einhverjum fjöldatakmörkunum. Alls hafa um 10 þúsund smit verið skráð í Danmörku og eru 514 dauðsföll rakin til covid-19, fimmtíu sinnum fleiri en hér á landi þar sem tíu hafa látist af völdum veirunnar. Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Dönsk stjórnvöld kynntu í morgun hvernig slakað verði á aðgerðum og takmörkunum vegna faraldurs kórónuveirunnar á næstu dögum, vikum og mánuðum. Í „fasa 2“, sem tekur gildi á næstu dögum, verður verslunum, veitingastöðum og skólum heimilt að opna á ný. Landamæri verða þó áfram lokuð og minnir forsætisráðherrann Mette Frederiksen á að hættan sé ekki liðin hjá. Verslanir í Danmörku fá að opna á nú núna á mánudaginn og viku síðar geta nemendur á efri stigum grunnskóla snúið aftur í skólann. Sama dag, það er 18. maí, geta veitingastaðir og kaffihús opnað á ný. Sömu sögu er að segja af kirkjum og bókasöfnum. Ekki hægt að semja Frederiksen segir að áfram verði þó takmarkanir á opnunartíma og sömuleiðis þurfi að tryggja fjarlægð milli fólks. „Ástandið er enn alvarlegt. Þetta er veira sem ekki er hægt að semja við,“ segir Frederiksen. Reikna þurfi með að smitum muni fjölga samhliða því að samfélagið verði opnað á ný. Tilkynning um þennan „fasa 2“ kemur í kjölfar samkomulags milli ríkisstjórnarflokkanna og annarra flokka á danska þinginu. Ekki var meirihluti fyrir því að opna landamærin á ný, en stjórnin hyggst tilkynna um hvernig slíkt yrði háttað eigi síðar en 1. júní. Enn um sinn mega ekki fleiri en tíu koma saman í landinu. „Hvað sem við gerum þá verðum við að láta það vera að koma mörg saman. Það er þar sem veiran dreifist.“ Menningarstofnanir mega opna 8. júní Í „fasa 3“ verður menningarstofnunum og háskólunum meðal annars heimilt að opna, og þá verður slakað á samkomubanni þannig að eigi fleiri en 30 til 50 manns mega koma saman. Er þar miðað við 8. júní. Í „fasa 4“, um miðjan ágúst verður svo heimilt að opna líkamsræktarstöðvar, sundlaugar, skemmtistaðir og ýmsa aðra starfsemi. Til samanburðar opna sundlaugarnar hér á landi 18. maí og líkamsræktarstöðvar viku síðar. Allt þó með einhverjum fjöldatakmörkunum. Alls hafa um 10 þúsund smit verið skráð í Danmörku og eru 514 dauðsföll rakin til covid-19, fimmtíu sinnum fleiri en hér á landi þar sem tíu hafa látist af völdum veirunnar.
Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ Innlent Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira