Það voru vísindamenn við LIGO-rannsóknarstöðina í Bandaríkjunum sem fyrstir allra sáu ótvíræð merki um þyngdarbylgjur og greint var frá uppgötvuninni í febrúar síðastliðnum. Þeir hafa nú í annað sinn greint þyngdarbylgjur en merkin bárust þann 25. desember.
Sjá einnig: Vísindamenn finna þyngdarbylgjur: Markar tímamót í stjarnvísindum
Heiti stöðvarinnar, LIGO, stendur fyrir Laser Interferometer Gravitational Wave Observatory. Hún var sett upp árið 1992 í þeim tilgangi að greina þyngdarbylgjur og er með greiningarstöðvar á tveimur stöðum í Bandaríkjunum, í Hanford í Washingtonríki og Livingston í Louisiana.
Þrjú þúsund kílómetrar eru á milli greiningarstöðvanna, en fjarlægðin er nauðsynleg til að greina þyngdarbylgjur.
Sjá einnig: Þyngdarbylgjur á mannamáli
Vísindamennirnir segja að merkin hafi borist frá tveimur svartholum sem snerust hvort um annað og enduðu á því að sogast saman í eitt svarthol.