Verða ákærðir fyrir valdaránstilraun í Venesúela Samúel Karl Ólason skrifar 7. maí 2020 15:02 Nicolas Maduro, forseti Venesúela, á blaðamannafundi í gær. AP/Forsetaembætti Venesúela Yfirvöld Bandaríkjanna ætla að gera allt sem þau geta til að ná tveimur fyrrverandi bandarískum hermönnum sem hafa verið sakaðir um tilraun til valdaráns í Venesúela, aftur heim. Mennirnir verða ákærðir fyrir valdaránstilraun og verður réttað yfir þeim í Venesúela, samkvæmt Nicolas Maduro, forseta. Málið er hið undarlegasta en mennirnir tveir, Luke Denman og Airan Berry, eru starfsmenn öryggisfyrirtækisins Silvercorp USA en eigandi þess, Jordan Goudreau, hefur viðurkennt að markmið hans sé að koma Maduro frá völdum og heldur því fram að hann stjórni fjölda uppreisnarmanna í landinu. Denmann og Berry voru handsamaðir fyrr í vikunni þegar til skotbardaga kom við öryggissveitir undan ströndum Venesúela. Sex aðrir voru skotnir til bana og hafa þeir verið sakaði um innrás. Alls hafa sautján verið handteknir vegna innrásarinnar. Sjá einnig: Undarlegir og misheppnaðir uppreisnartilburðir Maduro heldur því fram að þessi aðgerð hafi verið studd af stjórnarandstöðu Venesúela, sem Juan Guaídó leiðir, Bandaríkjunum og Kólumbíu. „Donald Trump er yfirmaður þessarar innrásar,“ sagði Maduro í ávarpi í gær. Ríkisstjórn Bandaríkjanna þvertekur fyrir að hafa komið að þessari meintu valdaránstilraun. Það gera bandamenn Guaídó einnig. Ríkisútvarp Venesúela birti í gær myndband þar sem Luke Denman svarar spurningum um sig og aðgerðina sjálfa. Yfirvöld Venesúela segja þetta vera játningu. Heyra má Denman segja að Silvercorp hafi gert samning við Guaídó um að velta Maduro úr sessi. Hann segir einnig að markmið þeirra hafi verið að ná stjórn á flugvelli Caracas, höfuðborgar Venesúela, og fljúga með Maduro til Bandaríkjanna. Ekkert kemur fram um það hvernig mennirnir hafi átt að handsama Maduro. Denman segir ennfremur að Goudreau hafi haft samband við sig og Berry í desember og beðið þá um að þjálfa 50 til 60 menn frá Venesúela í Kólumbíu. Hann flaug til Kólumbíu í janúar. BREAKING: Venezuela's government releases the confession of Silvercorp mercenary Luke Alexander Denman. Live now on @teleSURenglish pic.twitter.com/PP8V7sTEt7— Camila (@camilateleSUR) May 6, 2020 Maduro hefur sagt að sambærilegt myndband af Berry verði sýnt og stóð til að gera það á sama tíma og myndbandið af Denman var birt. Það var þó ekki gert. Eins og bent er á í grein CNN hafa yfirvöld Venesúela oft birt myndbönd af þessu tagi. Sem sýna yfirheyrslur og hafa verið klippt verulega til. Mannréttindasamtök hafa fordæmt ríkið fyrir það. Þar kemur einnig fram að ríkisstjórn Maduro ætlar að leita til Alþjóðaglæpadómstólsins og fara fram á það að Goudreau verði framseldur til Venesúela. Bandaríkin Venesúela Donald Trump Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira
Yfirvöld Bandaríkjanna ætla að gera allt sem þau geta til að ná tveimur fyrrverandi bandarískum hermönnum sem hafa verið sakaðir um tilraun til valdaráns í Venesúela, aftur heim. Mennirnir verða ákærðir fyrir valdaránstilraun og verður réttað yfir þeim í Venesúela, samkvæmt Nicolas Maduro, forseta. Málið er hið undarlegasta en mennirnir tveir, Luke Denman og Airan Berry, eru starfsmenn öryggisfyrirtækisins Silvercorp USA en eigandi þess, Jordan Goudreau, hefur viðurkennt að markmið hans sé að koma Maduro frá völdum og heldur því fram að hann stjórni fjölda uppreisnarmanna í landinu. Denmann og Berry voru handsamaðir fyrr í vikunni þegar til skotbardaga kom við öryggissveitir undan ströndum Venesúela. Sex aðrir voru skotnir til bana og hafa þeir verið sakaði um innrás. Alls hafa sautján verið handteknir vegna innrásarinnar. Sjá einnig: Undarlegir og misheppnaðir uppreisnartilburðir Maduro heldur því fram að þessi aðgerð hafi verið studd af stjórnarandstöðu Venesúela, sem Juan Guaídó leiðir, Bandaríkjunum og Kólumbíu. „Donald Trump er yfirmaður þessarar innrásar,“ sagði Maduro í ávarpi í gær. Ríkisstjórn Bandaríkjanna þvertekur fyrir að hafa komið að þessari meintu valdaránstilraun. Það gera bandamenn Guaídó einnig. Ríkisútvarp Venesúela birti í gær myndband þar sem Luke Denman svarar spurningum um sig og aðgerðina sjálfa. Yfirvöld Venesúela segja þetta vera játningu. Heyra má Denman segja að Silvercorp hafi gert samning við Guaídó um að velta Maduro úr sessi. Hann segir einnig að markmið þeirra hafi verið að ná stjórn á flugvelli Caracas, höfuðborgar Venesúela, og fljúga með Maduro til Bandaríkjanna. Ekkert kemur fram um það hvernig mennirnir hafi átt að handsama Maduro. Denman segir ennfremur að Goudreau hafi haft samband við sig og Berry í desember og beðið þá um að þjálfa 50 til 60 menn frá Venesúela í Kólumbíu. Hann flaug til Kólumbíu í janúar. BREAKING: Venezuela's government releases the confession of Silvercorp mercenary Luke Alexander Denman. Live now on @teleSURenglish pic.twitter.com/PP8V7sTEt7— Camila (@camilateleSUR) May 6, 2020 Maduro hefur sagt að sambærilegt myndband af Berry verði sýnt og stóð til að gera það á sama tíma og myndbandið af Denman var birt. Það var þó ekki gert. Eins og bent er á í grein CNN hafa yfirvöld Venesúela oft birt myndbönd af þessu tagi. Sem sýna yfirheyrslur og hafa verið klippt verulega til. Mannréttindasamtök hafa fordæmt ríkið fyrir það. Þar kemur einnig fram að ríkisstjórn Maduro ætlar að leita til Alþjóðaglæpadómstólsins og fara fram á það að Goudreau verði framseldur til Venesúela.
Bandaríkin Venesúela Donald Trump Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Sjá meira