Rændu hátt í 100 drengjum í vikunni Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. ágúst 2014 10:46 Nígerísku hryðjuverkasamtökin Boko Haram námu á brott tugi drengja og ungra karlmanna í árás sinni á afskekkt þorp í norðurhluta Nígeríu í liðinni viku. Þó nákvæmur fjöldi þeirra sé óstaðfestur er talið að þeir hafi rænt að minnsta kosti 97 piltum og að 28 hafi fallið í áhlaupinu. Vitni segja að vígamennirnir hafi fleygt drengjum á pallbíla og keyrt á brott. Fjórir mánuðir eru liðnir frá því að Boko Haram rændu rúmlega 200 stúlkum úr bænum Chibok og er þeirra enn saknað. Nokkur vitni sem flúðu eftir árás í fiskiþorpið Doron Baga sögðu mennina hafa klæðst einkennisklæðnaði hermanna og lögreglumanna. „Þeir skildu enga karlmenn eftir, aðeins ungar stúlkur og konur,“ sagði vitni í samtali við Reuters fréttastofuna. Mennirnir eiga að hafa hrópað „Allah Akbar“ eða „Guð er góður“ meðan þeir skutu sem þeir ættu lífið að leysa. „Þeir hrintu mönnunum okkar og drengjunum inn í bílana sína og hótuðu að skjóta hvern þann sem myndi óhlýðnast þeim. Allir voru hræddir,“ segir vitnið Halima Adamu.Boko Haram eru nú talin stærsta ógnin sem steðjar að stjórnvöldum landsins en Nígería er stærsti olíuframleiðandi Afríku. Mannrán þeirra hafa færst í aukana það sem af er ári og frá árinu 2009 hafa þeir myrt allt að 100 manns vikulega. Boko Haram þýðir „Vestræn menntun er synd“ á haúsatungumáli innfæddra. Markmið samtakanna er að eigin sögn að koma á og framfylgja strangari sjaríalögum í Nígeríu. Tengdar fréttir Hundrað stúlkum rænt í Nígeríu Talið er að öfgasamtökin Boko Haram standi fyrir verknaðnum. Að minnsta kosti 1.500 manns hafa fallið í árásum samtakanna í þremur ríkjum í norðurhluta Nígeríu það sem af er ári. 15. apríl 2014 23:39 Mannskæðar árásir í Nígeríu Að minnsta kosti 10 manns hafa fallið í árásum vígamanna, sem talið er að séu liðsmenn öfgasamtakanna Boko Haram, á nokkur þorp í norðausturhluta Nígeríu í dag. 29. júní 2014 15:12 Bandaríkjamenn hjálpa til við leit að nígerísku stúlkunum Bandaríkjamenn taka nú virkan þátt í leitinni að nígerísku skólastúlkunum sem hryðjuverkasamtökin Boko Haram námu á brott í síðasta mánuði. 13. maí 2014 08:02 Hryðjuverkasamtökin Boko Haram myrtu 33 Mikið mannfall varð í Nígeríu í kjölfar hryðjuverkaárásar. 29. maí 2014 09:00 Goodluck Jonathan fordæmir sprengjuárásir í Jos Forseti Nígeríu, Goodluck Jonathan, fordæmdi í morgun sprengjuárásir sem gerðar voru í gærkvöldi í borginni Jos en 118 manns liggja í valnum hið minnsta. Óttast er að fleiri lík leynist í rústum húsa sem voru jöfnuð við jörðu í sprengingunum en sprengjurnar sprungu á spítala í borginni og á fjölförnum markaði. 21. maí 2014 07:33 Myndband af stúlkunum sem var rænt: „Við höfum frelsað þær“ BBC segir að myndbandið bendi til þess að Boko Haram séu tilbúnir að hefja samningaviðræður við stjórnvöld. 12. maí 2014 13:52 Rúmlega 70 létust í sprengingu í Nígeríu Sprengja sprakk á fjölmenni strætisvagnastöð er fólk var á leið til vinnu. 14. apríl 2014 12:07 Rændu tvöhundruð skólastúlkum í Nígeríu Allt að 200 ungum stúlkum í skóla í Borno héraði í Nígeríu hefur verið rænt. Á heimasíðu breska ríkisútvarspins segir frá því að hópur vopnaðra manna hafi ruðst inn í skólann að næturlagi og skipað stúlkunum upp á vörubílspalla. 15. apríl 2014 14:52 Boko Haram ræna fleiri stúlkum Að minnsta kosti tuttugu ungum konum var rænt í Nígeríu um helgina og er skæruliðasveitum Boko Haram kennt um verknaðinn. Árásin var gerð aðeins í átta kílómetra fjarlægð frá þorpinu þar sem samtökin rændu um 200 ungum skólastúlkum fyrir um tveimur mánuðum síðan. 10. júní 2014 10:01 118 látnir eftir sprengjuárás í Nígeríu 20. maí 2014 22:12 Enn eitt sprengjutilræði Boko Haram Að minnsta kosti fjórtán létu lífið í sprengjuárás í norðausturhluta Nígeríu. 1. júní 2014 22:21 Þúsundir stúlkna eru á flótta Maimuna Abdullahi er aðeins ein af þúsundum stúlkna á barnsaldri sem hafa gengið í gegnum hjónaskilnað í norðaustanverðri Nígeríu. 28. júní 2014 00:01 Boko Haram drepa tugi þorpsbúa Þrjátíu þorpsbúar voru myrtir í gær af vígamönnum í Borno héraði í Nígeríu. 30. júní 2014 07:34 Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fleiri fréttir Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Sjá meira
Nígerísku hryðjuverkasamtökin Boko Haram námu á brott tugi drengja og ungra karlmanna í árás sinni á afskekkt þorp í norðurhluta Nígeríu í liðinni viku. Þó nákvæmur fjöldi þeirra sé óstaðfestur er talið að þeir hafi rænt að minnsta kosti 97 piltum og að 28 hafi fallið í áhlaupinu. Vitni segja að vígamennirnir hafi fleygt drengjum á pallbíla og keyrt á brott. Fjórir mánuðir eru liðnir frá því að Boko Haram rændu rúmlega 200 stúlkum úr bænum Chibok og er þeirra enn saknað. Nokkur vitni sem flúðu eftir árás í fiskiþorpið Doron Baga sögðu mennina hafa klæðst einkennisklæðnaði hermanna og lögreglumanna. „Þeir skildu enga karlmenn eftir, aðeins ungar stúlkur og konur,“ sagði vitni í samtali við Reuters fréttastofuna. Mennirnir eiga að hafa hrópað „Allah Akbar“ eða „Guð er góður“ meðan þeir skutu sem þeir ættu lífið að leysa. „Þeir hrintu mönnunum okkar og drengjunum inn í bílana sína og hótuðu að skjóta hvern þann sem myndi óhlýðnast þeim. Allir voru hræddir,“ segir vitnið Halima Adamu.Boko Haram eru nú talin stærsta ógnin sem steðjar að stjórnvöldum landsins en Nígería er stærsti olíuframleiðandi Afríku. Mannrán þeirra hafa færst í aukana það sem af er ári og frá árinu 2009 hafa þeir myrt allt að 100 manns vikulega. Boko Haram þýðir „Vestræn menntun er synd“ á haúsatungumáli innfæddra. Markmið samtakanna er að eigin sögn að koma á og framfylgja strangari sjaríalögum í Nígeríu.
Tengdar fréttir Hundrað stúlkum rænt í Nígeríu Talið er að öfgasamtökin Boko Haram standi fyrir verknaðnum. Að minnsta kosti 1.500 manns hafa fallið í árásum samtakanna í þremur ríkjum í norðurhluta Nígeríu það sem af er ári. 15. apríl 2014 23:39 Mannskæðar árásir í Nígeríu Að minnsta kosti 10 manns hafa fallið í árásum vígamanna, sem talið er að séu liðsmenn öfgasamtakanna Boko Haram, á nokkur þorp í norðausturhluta Nígeríu í dag. 29. júní 2014 15:12 Bandaríkjamenn hjálpa til við leit að nígerísku stúlkunum Bandaríkjamenn taka nú virkan þátt í leitinni að nígerísku skólastúlkunum sem hryðjuverkasamtökin Boko Haram námu á brott í síðasta mánuði. 13. maí 2014 08:02 Hryðjuverkasamtökin Boko Haram myrtu 33 Mikið mannfall varð í Nígeríu í kjölfar hryðjuverkaárásar. 29. maí 2014 09:00 Goodluck Jonathan fordæmir sprengjuárásir í Jos Forseti Nígeríu, Goodluck Jonathan, fordæmdi í morgun sprengjuárásir sem gerðar voru í gærkvöldi í borginni Jos en 118 manns liggja í valnum hið minnsta. Óttast er að fleiri lík leynist í rústum húsa sem voru jöfnuð við jörðu í sprengingunum en sprengjurnar sprungu á spítala í borginni og á fjölförnum markaði. 21. maí 2014 07:33 Myndband af stúlkunum sem var rænt: „Við höfum frelsað þær“ BBC segir að myndbandið bendi til þess að Boko Haram séu tilbúnir að hefja samningaviðræður við stjórnvöld. 12. maí 2014 13:52 Rúmlega 70 létust í sprengingu í Nígeríu Sprengja sprakk á fjölmenni strætisvagnastöð er fólk var á leið til vinnu. 14. apríl 2014 12:07 Rændu tvöhundruð skólastúlkum í Nígeríu Allt að 200 ungum stúlkum í skóla í Borno héraði í Nígeríu hefur verið rænt. Á heimasíðu breska ríkisútvarspins segir frá því að hópur vopnaðra manna hafi ruðst inn í skólann að næturlagi og skipað stúlkunum upp á vörubílspalla. 15. apríl 2014 14:52 Boko Haram ræna fleiri stúlkum Að minnsta kosti tuttugu ungum konum var rænt í Nígeríu um helgina og er skæruliðasveitum Boko Haram kennt um verknaðinn. Árásin var gerð aðeins í átta kílómetra fjarlægð frá þorpinu þar sem samtökin rændu um 200 ungum skólastúlkum fyrir um tveimur mánuðum síðan. 10. júní 2014 10:01 118 látnir eftir sprengjuárás í Nígeríu 20. maí 2014 22:12 Enn eitt sprengjutilræði Boko Haram Að minnsta kosti fjórtán létu lífið í sprengjuárás í norðausturhluta Nígeríu. 1. júní 2014 22:21 Þúsundir stúlkna eru á flótta Maimuna Abdullahi er aðeins ein af þúsundum stúlkna á barnsaldri sem hafa gengið í gegnum hjónaskilnað í norðaustanverðri Nígeríu. 28. júní 2014 00:01 Boko Haram drepa tugi þorpsbúa Þrjátíu þorpsbúar voru myrtir í gær af vígamönnum í Borno héraði í Nígeríu. 30. júní 2014 07:34 Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Innlent Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku Veður Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fleiri fréttir Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Sjá meira
Hundrað stúlkum rænt í Nígeríu Talið er að öfgasamtökin Boko Haram standi fyrir verknaðnum. Að minnsta kosti 1.500 manns hafa fallið í árásum samtakanna í þremur ríkjum í norðurhluta Nígeríu það sem af er ári. 15. apríl 2014 23:39
Mannskæðar árásir í Nígeríu Að minnsta kosti 10 manns hafa fallið í árásum vígamanna, sem talið er að séu liðsmenn öfgasamtakanna Boko Haram, á nokkur þorp í norðausturhluta Nígeríu í dag. 29. júní 2014 15:12
Bandaríkjamenn hjálpa til við leit að nígerísku stúlkunum Bandaríkjamenn taka nú virkan þátt í leitinni að nígerísku skólastúlkunum sem hryðjuverkasamtökin Boko Haram námu á brott í síðasta mánuði. 13. maí 2014 08:02
Hryðjuverkasamtökin Boko Haram myrtu 33 Mikið mannfall varð í Nígeríu í kjölfar hryðjuverkaárásar. 29. maí 2014 09:00
Goodluck Jonathan fordæmir sprengjuárásir í Jos Forseti Nígeríu, Goodluck Jonathan, fordæmdi í morgun sprengjuárásir sem gerðar voru í gærkvöldi í borginni Jos en 118 manns liggja í valnum hið minnsta. Óttast er að fleiri lík leynist í rústum húsa sem voru jöfnuð við jörðu í sprengingunum en sprengjurnar sprungu á spítala í borginni og á fjölförnum markaði. 21. maí 2014 07:33
Myndband af stúlkunum sem var rænt: „Við höfum frelsað þær“ BBC segir að myndbandið bendi til þess að Boko Haram séu tilbúnir að hefja samningaviðræður við stjórnvöld. 12. maí 2014 13:52
Rúmlega 70 létust í sprengingu í Nígeríu Sprengja sprakk á fjölmenni strætisvagnastöð er fólk var á leið til vinnu. 14. apríl 2014 12:07
Rændu tvöhundruð skólastúlkum í Nígeríu Allt að 200 ungum stúlkum í skóla í Borno héraði í Nígeríu hefur verið rænt. Á heimasíðu breska ríkisútvarspins segir frá því að hópur vopnaðra manna hafi ruðst inn í skólann að næturlagi og skipað stúlkunum upp á vörubílspalla. 15. apríl 2014 14:52
Boko Haram ræna fleiri stúlkum Að minnsta kosti tuttugu ungum konum var rænt í Nígeríu um helgina og er skæruliðasveitum Boko Haram kennt um verknaðinn. Árásin var gerð aðeins í átta kílómetra fjarlægð frá þorpinu þar sem samtökin rændu um 200 ungum skólastúlkum fyrir um tveimur mánuðum síðan. 10. júní 2014 10:01
Enn eitt sprengjutilræði Boko Haram Að minnsta kosti fjórtán létu lífið í sprengjuárás í norðausturhluta Nígeríu. 1. júní 2014 22:21
Þúsundir stúlkna eru á flótta Maimuna Abdullahi er aðeins ein af þúsundum stúlkna á barnsaldri sem hafa gengið í gegnum hjónaskilnað í norðaustanverðri Nígeríu. 28. júní 2014 00:01
Boko Haram drepa tugi þorpsbúa Þrjátíu þorpsbúar voru myrtir í gær af vígamönnum í Borno héraði í Nígeríu. 30. júní 2014 07:34