Erlent

Goodluck Jonathan fordæmir sprengjuárásir í Jos

Vísir/AFP
Forseti Nígeríu, Goodluck Jonathan, fordæmdi í morgun sprengjuárásir sem gerðar voru í gærkvöldi í borginni Jos en 118 manns liggja í valnum hið minnsta. Óttast er að fleiri lík leynist í rústum húsa sem voru jöfnuð við jörðu í sprengingunum en sprengjurnar sprungu á spítala í borginni og á fjölförnum markaði.

Talið er víst að hryðjuverkasamtökin Boko Haram hafi skipulagt ódæðið en samtökin eru grunuð um fjölmargar árásir í landinu síðustu misserin og á dögunum rændu þau 200 skólastúlkum úr þorpinu Chibok.

Forsetinn segist staðráðinn í því að berjast gegn samtökunum með öllum tiltækum ráðum en hann hefur verið sakaður um að gera ekki nægilega mikið til að tryggja öryggi þegna sinna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×