Erlent

Enn eitt sprengjutilræði Boko Haram

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Liðsmenn Boko Haram.
Liðsmenn Boko Haram. vísir/afp
Fjórtán hið minnsta létust í sprengjuárás sem gerð var á bar í norðausturhluta Nígeríu í dag. Allir þeir sem létust voru að fylgjast með knattspyrnuleik í sjónvarpinu þegar árásin var gerð.

Ekki er ljóst hverjir standa baki árásinni en verknaðurinn er lýsandi fyrir nígersku öfgasamtökin Boko Haram. Öfgasamtökin hafa látið mikið að sér kveða síðustu ár og hafa þúsundir fallið í landshlutanum af völdum þeirra. Samtökin beita sér gegn vestrænum áhrifum og allri menntun með vestrænu sniði.

Liðsmenn samtakanna rændu rúmlega 220 stúlkum á dögunum og hafa leiðtogar helstu Afríkuríkja fullyrt að þeir séu reiðubúnir að heyja stríð gegn samtökunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×