Erlent

Þúsundir stúlkna eru á flótta

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Maimuna Abdullahi á leiðinni heim til sín í Kadúna í Nígeríu.
Maimuna Abdullahi á leiðinni heim til sín í Kadúna í Nígeríu. fréttablaðið/AP
Maimuna Abdullahi er aðeins ein af þúsundum stúlkna á barnsaldri sem hafa gengið í gegnum hjónaskilnað í norðaustanverðri Nígeríu. Ýmist flúðu þær sjálfar misnotkun eiginmannsins eða eiginmenn þeirra hentu þeim út.

Þegar Maimuna flúði var andlit hennar svo bólgið eftir barsmíðar eiginmannsins að læknar óttuðust að hún væri farin úr kjálkalið. Þá voru bak hennar og handleggir þakin förum eftir svipuhögg, sem faðir hennar veitti henni fyrir að hafa flúið eiginmanninn.

Hún er því flúin frá foreldrum sínum og þorir ekki heim: „Ég veit að þau munu neyða mig til að fara aftur til eiginmanns míns,“ segir hún.

Hún er, eins og aðrar í sömu sporum, fórnarlamb herferðar öfgasamtakanna Boko Haram, sem hafa krafist þess að stúlkur gangi í hjónaband frekar en að fara í skóla. Samtökin hafa gengið hart fram og rænt hundruðum stúlkna sem sátu á skólabekk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×