Hundrað stúlkum rænt í Nígeríu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. apríl 2014 23:39 vísir/afp Íslamistar úr öfgasamtökunum Boko Haram eru grunaðir um að hafa rænt yfir hundrað stúlkum úr skóla í Borno- ríki í norðausturhlusta Nígeru í gær. Þá eru þeir sagðir hafa kveikt í nær hverju húsi í bænum, en á annað hundrað heimila eyðilögðust. Einnig eru samtökin talin hafa staðið á bakvið mannskæða sprengjuárás í borginni Abuja í gær þar sem rúmlega sjötíu manns létu lífið á fjölmennri strætisvagnastöð, þegar fjöldi fólks var á leið í vinnu frá úthverfum borgarinnar til miðborgarinnar. Að minnsta kosti 1.500 manns hafa fallið í árásum Boko Haram í þremur ríkjum í norðurhluta Nígeríu það sem af er ári. Verknaðurinn er lýsandi fyrir öfgasamtökin sem hafa látið mikið að sér kveða síðustu ár og hafa þúsundir fallið í árásum þeirra í landshlutanum, meðal annars á kirkjur og skóla. Samtökin beita sér gegn vestrænum áhrifum og allri menntun með vestrænu sniði. Fimmtán stúlkum tókst að sleppa úr haldi ódæðismannanna, en voru þær sofandi á heimavist sinni þegar mennirnir réðust til atlögu og földu þær sig í óbyggðum þar til tók að birta. Bíll mannanna fannst bilaður í óbyggðum og reynt er að rekja slóðina þaðan, en hvorki tangur né tetur hefur fundist af stúlkunum sjálfum, né mönnunum. Evrópusambandið fordæmdi í dag árásir Boko Haram og lýsti Catherine Ashton, utanríkis- og öryggismálastjóri ESB, því yfir að ESB-löndin 28 standi með Nígeríu í baráttunni gegn vaxandi tíðni hryðjuverka.vísir/afpvísir/afpvísir/afpvísir/afp Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira
Íslamistar úr öfgasamtökunum Boko Haram eru grunaðir um að hafa rænt yfir hundrað stúlkum úr skóla í Borno- ríki í norðausturhlusta Nígeru í gær. Þá eru þeir sagðir hafa kveikt í nær hverju húsi í bænum, en á annað hundrað heimila eyðilögðust. Einnig eru samtökin talin hafa staðið á bakvið mannskæða sprengjuárás í borginni Abuja í gær þar sem rúmlega sjötíu manns létu lífið á fjölmennri strætisvagnastöð, þegar fjöldi fólks var á leið í vinnu frá úthverfum borgarinnar til miðborgarinnar. Að minnsta kosti 1.500 manns hafa fallið í árásum Boko Haram í þremur ríkjum í norðurhluta Nígeríu það sem af er ári. Verknaðurinn er lýsandi fyrir öfgasamtökin sem hafa látið mikið að sér kveða síðustu ár og hafa þúsundir fallið í árásum þeirra í landshlutanum, meðal annars á kirkjur og skóla. Samtökin beita sér gegn vestrænum áhrifum og allri menntun með vestrænu sniði. Fimmtán stúlkum tókst að sleppa úr haldi ódæðismannanna, en voru þær sofandi á heimavist sinni þegar mennirnir réðust til atlögu og földu þær sig í óbyggðum þar til tók að birta. Bíll mannanna fannst bilaður í óbyggðum og reynt er að rekja slóðina þaðan, en hvorki tangur né tetur hefur fundist af stúlkunum sjálfum, né mönnunum. Evrópusambandið fordæmdi í dag árásir Boko Haram og lýsti Catherine Ashton, utanríkis- og öryggismálastjóri ESB, því yfir að ESB-löndin 28 standi með Nígeríu í baráttunni gegn vaxandi tíðni hryðjuverka.vísir/afpvísir/afpvísir/afpvísir/afp
Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Sjá meira