Erlent

Boko Haram drepa tugi þorpsbúa

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Byssumenn á mótorhjólum réðust á fjögur þorp í héraðinu og skut af vopnum sínum og hentu sprengjum í byggingar.
Byssumenn á mótorhjólum réðust á fjögur þorp í héraðinu og skut af vopnum sínum og hentu sprengjum í byggingar.
Að minnsta kosti þrjátíu þorpsbúar voru myrtir í gær af vígamönnum sem taldir eru tilheyra samtökunum Boko Haram í Borno-héraði í Nígeríu.

Byssumenn á mótorhjólum réðust á fjögur þorp í héraðinu og skut af vopnum sínum og hentu sprengjum í byggingar. Þorpin fjögur er í nágrenni Chibok en þar var um 200 skólastúlkum rænt í apríl og eru þær enn í haldi samtakanna. Óttast er að mun fleiri en þrjátíu liggi í valnum því vitni segja að ódæðismennirnir hafi elt þorpsbúana inn í frumskóginn þar sem fjöldi hafi án efa týnt lífi.

Hundruðir þorpsbúa á þessu svæði hafa verið drepnir með þessum hætti á undanförnum mánuðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×