Erlent

Ekkert bendi til veikinda hjá Kim Jong-un

Atli Ísleifsson skrifar
Norður-kóreskir fjölmiðlar birtu myndir af Kim Jong-un í byrjun maí þar sem hann er sagður hafa heimsótt áburðarverksmiðju í Sunchon.
Norður-kóreskir fjölmiðlar birtu myndir af Kim Jong-un í byrjun maí þar sem hann er sagður hafa heimsótt áburðarverksmiðju í Sunchon. AP

Engar vísbendingar eru um að Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, sé alvarlega veikur, eða þá að hann hafi gengist undir hjartaaðgerð.

Reuters segir frá því að þetta komi fram í skýrslu suður-kóresku leyniþjónustunnar sem kynnt var suður-kóreskum þingmönnum á lokuðum fundi í dag.

Fréttir bárust af því um helgina að Kim hafi heimsótt nýja áburðarverksmiðju, en hann hafði fyrir það ekki látið sjá sig opinberlega í einhverja tuttugu daga. Vakti það sérstaka athygli að hann var fjarverandi þegar haldið var upp á afmælisdag afa síns og fyrrverandi einræðisherra landsins, Kim Il-sung.

Í kjölfarið var því velt upp hvort að Kim væri mögulega alvarlega veikur eða jafnvel látinn. Þær fréttir áttu þó ekki við rök að styðjast að mati suður-kóresku leyniþjónustunnar. Þyki líklegra að Kim hafi dregið úr því að koma fram opinberlega á þessum tímum vegna útbreiðslu kórónuveirunnar.


Tengdar fréttir

Kim sagður hafa komið fram opinberlega

Fregnir af meintu andláti Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, virðast verulega orðnum auknar. Norður-kóreski ríkisfjölmiðillinn fullyrðir að Kim hafi komið fram opinberlega við opnunarathöfn fyrir áburðarverksmiðju. Það er í fyrsta skipta skipti sem hann sést opinberlega í tuttugu daga.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×