Lögregla leitar svara hjá skókaupendum Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. desember 2019 23:55 Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabethar Hagen síðan í október í fyrra. Norska lögreglan Lögregla í Noregi beinir nú sjónum sínum að sporum sem fundust á heimili Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs, sem var rænt af heimili sínu í Lørenskógi í lok október í fyrra. Gengið er út frá því að gerandi í málinu, íklæddur skóm af gerðinni Sprox, hafi skilið sporin eftir. Kaupendur Sprox-skópara eru því til rannsóknar hjá lögreglu, einkum þeir sem eiga afbrotaferil að baki. Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabeth síðan hún hvarf og hefur lögreglan orðið lítils vísari. Talið er ráðist hafi verið inn á heimili Anne-Elisabeth og hún að öllum líkindum verið myrt, þrátt fyrir skilaboð frá meintum mannræningjum um að hún sé enn á lífi. Í september staðfesti lögreglan að rannsóknin beindist nú einna helst að umslagi og pappírsörk sem fannst á heimilinu en mannræningjarnir skildu eftir bréf á vettvangi þar sem þeir kröfðust milljóna í lausnargjalds í órekjanlegri rafmynt. Þá greindi lögregla frá því á blaðamannafundi í haust að hún rannsaki fótspor sem fundust á heimilinu. Eins og áður segir eru sporin rakin til karlmanns sem klæddist skóm af tegundinni Sprox. Skórnir fást aðeins í tuttugu og fjórum verslunum Spar Buy-verslunarkeðjunnar í Noregi. Tommy Brøske yfirmaður rannsóknardeildar hjá norsku lögreglunni á blaðamannafundi vegna hvarfs Anne-Elisabeth í janúar.Vísir/EPA Í frétt norska dagblaðsins VG segir að maðurinn hafi skilið eftir sig spor á nokkrum stöðum í húsinu, bæði á flísum og teppi. Maðurinn noti skó númer 44, 45 eða 46. Tommy Brøske yfirmaður rannsóknardeildar hjá norsku lögreglunni segir í samtali við VG að lögregla gangi út frá því að sporin tilheyri geranda í málinu. Þá greinir VG jafnframt fá því að lögregla hafi nú í vetur yfirheyrt fólk sem hefur keypt Sprox-skó í verslunum Spar Buy. Talið er að um 1500 pör af Sprox-skónum sem um ræðir hafi verið seld í Noregi á árunum 2016 til 2018. Til þess að þrengja hið stóra úrtak beini lögregla einkum sjónum sínum að viðskiptavinum Spar Buy-verslana í grennd viðLørenskóg, sem og Sprox-kaupendum sem eigi að baki afbrotaferil. Kaupendur í síðarnefnda hópnum séu allmargir en sérstaklega er bent á í frétt VG að Sprox-skór séu tákn um bága samfélagsstöðu. Mannrán í Noregi Noregur Tengdar fréttir Lögregla beinir sjónum sínum að pappírsörk og umslagi Lögregla í Noregi hefur staðfest að rannsókn á hvarfi Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs, beinist m.a. að umslagi og pappírsörk sem fannst á heimili hennar í Lørenskógi þaðan sem hún hvarf í október í fyrra. 27. september 2019 23:26 Fundu blóð úr Anne-Elisabeth á heimilinu Lögreglan í Noregi hefur staðfest að blóð úr Anne-Elisabeth Hagen hefur fundist á heimili þeirra hjóna í Lørenskógi. 26. október 2019 11:38 Settu sig í samband við meinta mannræningja fyrr í mánuðinum Fjölskylda Anne-Elisabeth Hagen sendi fyrr í þessum mánuði skilaboð til þeirra sem grunaðir eru um að hafa annað hvort myrt hana eða rænt henni í október í fyrra. 30. október 2019 16:36 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira
Lögregla í Noregi beinir nú sjónum sínum að sporum sem fundust á heimili Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs, sem var rænt af heimili sínu í Lørenskógi í lok október í fyrra. Gengið er út frá því að gerandi í málinu, íklæddur skóm af gerðinni Sprox, hafi skilið sporin eftir. Kaupendur Sprox-skópara eru því til rannsóknar hjá lögreglu, einkum þeir sem eiga afbrotaferil að baki. Ekkert hefur spurst til Anne-Elisabeth síðan hún hvarf og hefur lögreglan orðið lítils vísari. Talið er ráðist hafi verið inn á heimili Anne-Elisabeth og hún að öllum líkindum verið myrt, þrátt fyrir skilaboð frá meintum mannræningjum um að hún sé enn á lífi. Í september staðfesti lögreglan að rannsóknin beindist nú einna helst að umslagi og pappírsörk sem fannst á heimilinu en mannræningjarnir skildu eftir bréf á vettvangi þar sem þeir kröfðust milljóna í lausnargjalds í órekjanlegri rafmynt. Þá greindi lögregla frá því á blaðamannafundi í haust að hún rannsaki fótspor sem fundust á heimilinu. Eins og áður segir eru sporin rakin til karlmanns sem klæddist skóm af tegundinni Sprox. Skórnir fást aðeins í tuttugu og fjórum verslunum Spar Buy-verslunarkeðjunnar í Noregi. Tommy Brøske yfirmaður rannsóknardeildar hjá norsku lögreglunni á blaðamannafundi vegna hvarfs Anne-Elisabeth í janúar.Vísir/EPA Í frétt norska dagblaðsins VG segir að maðurinn hafi skilið eftir sig spor á nokkrum stöðum í húsinu, bæði á flísum og teppi. Maðurinn noti skó númer 44, 45 eða 46. Tommy Brøske yfirmaður rannsóknardeildar hjá norsku lögreglunni segir í samtali við VG að lögregla gangi út frá því að sporin tilheyri geranda í málinu. Þá greinir VG jafnframt fá því að lögregla hafi nú í vetur yfirheyrt fólk sem hefur keypt Sprox-skó í verslunum Spar Buy. Talið er að um 1500 pör af Sprox-skónum sem um ræðir hafi verið seld í Noregi á árunum 2016 til 2018. Til þess að þrengja hið stóra úrtak beini lögregla einkum sjónum sínum að viðskiptavinum Spar Buy-verslana í grennd viðLørenskóg, sem og Sprox-kaupendum sem eigi að baki afbrotaferil. Kaupendur í síðarnefnda hópnum séu allmargir en sérstaklega er bent á í frétt VG að Sprox-skór séu tákn um bága samfélagsstöðu.
Mannrán í Noregi Noregur Tengdar fréttir Lögregla beinir sjónum sínum að pappírsörk og umslagi Lögregla í Noregi hefur staðfest að rannsókn á hvarfi Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs, beinist m.a. að umslagi og pappírsörk sem fannst á heimili hennar í Lørenskógi þaðan sem hún hvarf í október í fyrra. 27. september 2019 23:26 Fundu blóð úr Anne-Elisabeth á heimilinu Lögreglan í Noregi hefur staðfest að blóð úr Anne-Elisabeth Hagen hefur fundist á heimili þeirra hjóna í Lørenskógi. 26. október 2019 11:38 Settu sig í samband við meinta mannræningja fyrr í mánuðinum Fjölskylda Anne-Elisabeth Hagen sendi fyrr í þessum mánuði skilaboð til þeirra sem grunaðir eru um að hafa annað hvort myrt hana eða rænt henni í október í fyrra. 30. október 2019 16:36 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira
Lögregla beinir sjónum sínum að pappírsörk og umslagi Lögregla í Noregi hefur staðfest að rannsókn á hvarfi Anne-Elisabeth Hagen, einnar ríkustu konu Noregs, beinist m.a. að umslagi og pappírsörk sem fannst á heimili hennar í Lørenskógi þaðan sem hún hvarf í október í fyrra. 27. september 2019 23:26
Fundu blóð úr Anne-Elisabeth á heimilinu Lögreglan í Noregi hefur staðfest að blóð úr Anne-Elisabeth Hagen hefur fundist á heimili þeirra hjóna í Lørenskógi. 26. október 2019 11:38
Settu sig í samband við meinta mannræningja fyrr í mánuðinum Fjölskylda Anne-Elisabeth Hagen sendi fyrr í þessum mánuði skilaboð til þeirra sem grunaðir eru um að hafa annað hvort myrt hana eða rænt henni í október í fyrra. 30. október 2019 16:36