„Hefði ekki valið hann í hópinn hefði hann verið heill“ Anton Ingi Leifsson skrifar 22. desember 2019 09:00 Ljungberg þakkar fyrir sig í dag. vísir/getty Freddie Ljungberg, sem hefur stýrt Arsenal í síðustu leikjum, vandar Mesut Özil ekki kveðjurnar og segir að framkoma hans í leiknum gegn Manchester City um síðustu helgi hafi ekki verið boðlega. Þeim þýska var skipt af velli í síðari hálfleiknum gegn City á heimavelli er Arsenal var 3-0 undir. Hann rölti af velli og sparkaði svo hönskunum sínum við litla hrifningu stuðningsmanna Arsenal. Özil var ekki í leikmannahópnum í markalausu jafntefli gegn Everton í gær en Ljungberg segir að hann hefði ekki valið hann í hópinn - þó að hann hefði verið heill fyrir leikinn í dag. „Ég var spurður eftir leikinn út í Mesut. Hann labbaði af vellinum gegn City og sparkaði hönskunum sínum. Stuðningsmennirnir voru ekki sáttir,“ sagði Svíinn í samtali við fjölmiðla í leikslok. „Ég var spurður út í þetta og ég sagði að í Arsenal þá högum við okkur ekki svona og þetta gerum við ekki. Ég stend við það. Mesut var meiddur en ég hefði ekki valið hann í hópinn hefði hann verið heill.“ Ljungberg on Ozil: “He walked off, took his things and kicked them. I said at Arsenal, that’s not how we behave. Mesut was injured but I would not have picked him for the squad because I want to make a stance that that’s not what I accept from an Arsenal football player." pic.twitter.com/oyVmGikUGu— Charles Watts (@charles_watts) December 21, 2019 „Svona hagar þú þér ekki þegar þú ert leikmaður Arsenal. Þetta er mín ákvörðun og ég mun ekki þurfa taka þessa ákvörðun aftur en þetta eru mínar pælingar,“ sagði Ljungberg. Ljungberg hefur nú lokið starfi sínu sem bráðabirgðarstjóri Arsenal en liðið er í 11. sæti deildarinnar með 23 stig. Enski boltinn Tengdar fréttir Markalaust hjá Everton og Arsenal Everton og Arsenal gerðu markalaust jafntefli á Goodison Park í fyrsta leik dagsins í enska boltanum. Var þetta síðasti leikur Duncan Ferguson og Freddie Ljungberg sem þjálfara liðanna. Þeir Carlo Ancelotti og Mikael Arteta voru báðir í stúkunni er liðin deildu stigunum bróðurlega á milli sín. 21. desember 2019 14:30 Gylfi Þór fyrirliði er Ancelotti horfir á Gylfi Þór Sigurðsson er fyrirliði Everton í dag er liðið mætir Arsenal á Goodison Park í ensku úrvalsdeildinni. ítalski þjálfarinn Carlo Ancelotti er í stúkunni en hann skrifaði undir hjá Everton fyrir leik. Duncan Ferguson stýrir þó skútunni í leik dagsins eftir frábær úrslit gegn Chelsea og Manchester United. 21. desember 2019 11:58 Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sjá meira
Freddie Ljungberg, sem hefur stýrt Arsenal í síðustu leikjum, vandar Mesut Özil ekki kveðjurnar og segir að framkoma hans í leiknum gegn Manchester City um síðustu helgi hafi ekki verið boðlega. Þeim þýska var skipt af velli í síðari hálfleiknum gegn City á heimavelli er Arsenal var 3-0 undir. Hann rölti af velli og sparkaði svo hönskunum sínum við litla hrifningu stuðningsmanna Arsenal. Özil var ekki í leikmannahópnum í markalausu jafntefli gegn Everton í gær en Ljungberg segir að hann hefði ekki valið hann í hópinn - þó að hann hefði verið heill fyrir leikinn í dag. „Ég var spurður eftir leikinn út í Mesut. Hann labbaði af vellinum gegn City og sparkaði hönskunum sínum. Stuðningsmennirnir voru ekki sáttir,“ sagði Svíinn í samtali við fjölmiðla í leikslok. „Ég var spurður út í þetta og ég sagði að í Arsenal þá högum við okkur ekki svona og þetta gerum við ekki. Ég stend við það. Mesut var meiddur en ég hefði ekki valið hann í hópinn hefði hann verið heill.“ Ljungberg on Ozil: “He walked off, took his things and kicked them. I said at Arsenal, that’s not how we behave. Mesut was injured but I would not have picked him for the squad because I want to make a stance that that’s not what I accept from an Arsenal football player." pic.twitter.com/oyVmGikUGu— Charles Watts (@charles_watts) December 21, 2019 „Svona hagar þú þér ekki þegar þú ert leikmaður Arsenal. Þetta er mín ákvörðun og ég mun ekki þurfa taka þessa ákvörðun aftur en þetta eru mínar pælingar,“ sagði Ljungberg. Ljungberg hefur nú lokið starfi sínu sem bráðabirgðarstjóri Arsenal en liðið er í 11. sæti deildarinnar með 23 stig.
Enski boltinn Tengdar fréttir Markalaust hjá Everton og Arsenal Everton og Arsenal gerðu markalaust jafntefli á Goodison Park í fyrsta leik dagsins í enska boltanum. Var þetta síðasti leikur Duncan Ferguson og Freddie Ljungberg sem þjálfara liðanna. Þeir Carlo Ancelotti og Mikael Arteta voru báðir í stúkunni er liðin deildu stigunum bróðurlega á milli sín. 21. desember 2019 14:30 Gylfi Þór fyrirliði er Ancelotti horfir á Gylfi Þór Sigurðsson er fyrirliði Everton í dag er liðið mætir Arsenal á Goodison Park í ensku úrvalsdeildinni. ítalski þjálfarinn Carlo Ancelotti er í stúkunni en hann skrifaði undir hjá Everton fyrir leik. Duncan Ferguson stýrir þó skútunni í leik dagsins eftir frábær úrslit gegn Chelsea og Manchester United. 21. desember 2019 11:58 Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ „Haaland er þetta góður“ Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Úlfarnir ráku Pereira Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Sjá meira
Markalaust hjá Everton og Arsenal Everton og Arsenal gerðu markalaust jafntefli á Goodison Park í fyrsta leik dagsins í enska boltanum. Var þetta síðasti leikur Duncan Ferguson og Freddie Ljungberg sem þjálfara liðanna. Þeir Carlo Ancelotti og Mikael Arteta voru báðir í stúkunni er liðin deildu stigunum bróðurlega á milli sín. 21. desember 2019 14:30
Gylfi Þór fyrirliði er Ancelotti horfir á Gylfi Þór Sigurðsson er fyrirliði Everton í dag er liðið mætir Arsenal á Goodison Park í ensku úrvalsdeildinni. ítalski þjálfarinn Carlo Ancelotti er í stúkunni en hann skrifaði undir hjá Everton fyrir leik. Duncan Ferguson stýrir þó skútunni í leik dagsins eftir frábær úrslit gegn Chelsea og Manchester United. 21. desember 2019 11:58