Enski boltinn

Gylfi Þór fyrirliði er Ancelotti horfir á

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Gylfi Þór bar einnig fyrirliðabandið gegn Chelsea sem og Liverpool.
Gylfi Þór bar einnig fyrirliðabandið gegn Chelsea sem og Liverpool. Vísir/Getty

Gylfi Þór Sigurðsson er fyrirliði Everton í dag er liðið mætir Arsenal á Goodison Park í ensku úrvalsdeildinni. ítalski þjálfarinn Carlo Ancelotti er í stúkunni en hann skrifaði undir hjá Everton fyrir leik. Duncan Ferguson stýrir þó skútunni í leik dagsins eftir frábær úrslit gegn Chelsea og Manchester United.

Gylfi Þór missti af 1-1 jafnteflinu gegn Manchester United á Old Trafford vegna smávægilegra meiðsla en er kominn aftur í byrjunarliðið og gott betur en það. Íslenski landsliðsmaðurinn er fyrirliði Everton í dag og leikur í sinni bestu stöðu fyrir aftan Dominic Calvert-Lewin, framherja liðsins.

Það fer tvennum sögum af því hvort leikurinn sé sá fyrsti sem Mikal Arteta stýrir sem knattspyrnustjóri Arsenal en þessi fyrrum leikmaður Lundúnaliðsins var áður aðstoðarmaður Pep Guardiola hjá Manchester City. Arteta stillir upp mjög sókndjörfu liði og verður forvitnilegt að sjá hvað Gylfi Þór gerir í dag. Það er þó vert að taka fram að Freddie Ljungberg var í viðtali hjá Símanum fyrir leik svo eflaust er Arteta, líkt og Ancelotti, upp í stúku í dag.

Fyrir leikinn eru Everton í 16. sæti með 18 stig á meðan Arsenal er í 10. sæti með 22 stig.


Tengdar fréttir

Arteta tekinn við Arsenal

Þetta hefur legið í loftinu í talsvert langan tíma en Arsenal hefur nú endanlega staðfest að Mikel Arteta er nýr knattspyrnustjóri félagsins.

Carlo Ancelotti nýr stjóri Everton

Ítalski þjálfarinn Carlo Ancelotti mætir á úrvalsdeildarleik Everton og Arsenal nú í hádeginu en hann skrifaði undir samning við Everton nú rétt í þessu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×