Furða sig á að Trump hampi stuðningi Pútín Kjartan Kjartansson skrifar 22. desember 2019 09:45 Trump og Pútín hittust í fyrsta skipti sem forsetar í Hamburg í júlí árið 2017. Sumir þáverandi ráðgjafar Trump óttuðust að Pútín hafi þar komið að ranghugmyndum hjá forsetanum. Vísir/EPA Gagnrýnendur Donalds Trump Bandaríkjaforseta furða sig á því að hann hafi notað gagnrýni Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, til að styrkja málsvörn sína gegn kæru fulltrúadeildar Bandaríkjaþings vegna embættisbrota. Ráðgjafar Trump eru sagðir óttast að samsæriskenning sem forsetinn aðhyllist og leiddi til kærunnar hafi upphaflega verið runnin undan rifjum Pútín. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti að kæra Trump fyrir embættisbrot í tveimur liðum í síðustu viku. Annars vegar var hann kærður fyrir að misbeita valdi sínu og hins vegar fyrir að hindra framgang rannsóknar þingsins á brotum hans. Varð Trump þannig aðeins þriðji forseti Bandaríkjanna í sögunni sem er kærður fyrir embættisbrot. Pútín kom Trump til varnar á árlegum blaðamannafundi sem var haldinn á fimmtudag. Þar sagðist Pútín telja kæru þingsins „langsótta“ og byggða á „algerlega tilbúnum forsendum“. Hann teldi að öldungadeild þingsins, þar sem Repúblikanaflokkur Trump er með meirihluta sæta, myndi sýkna forsetann. Á föstudagskvöld sá Trump ástæðu til að áframtísta frétt AP-fréttastofunnar um þessi ummæli Pútín. „Algerar nornaveiðar!“ lét Trump fylgja með hlekknum á fréttina. A total Witch Hunt! https://t.co/PEe35rewE9— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 21, 2019 Ákvörðun Trump að vekja sérstaka athygli á að Pútín tali máli hans vekur ekki síst athygli þar sem kraftar Trump sem forseta hafa miklu leyti farið í að verja hann fyrir ásökunum um að forsetaframboð hans hafi unnið með rússneskum stjórnvöldum til að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. Rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, lauk um páskana án þess að hann fyndi sannanir fyrir því að samráð hafi átt sér stað á milli framboðsins og stjórnvalda í Kreml. Mueller tók ekki afstöðu til þess hvort Trump hefði reynt að hindra framgang rannsóknarinnar en lagði fram nokkur atriði sem styddu þá ályktun. Bandaríska leyniþjónustan telur að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á kosningarnar 2016 með það fyrir augum að hjálpa Trump að ná kjöri. Trump hefur ávallt dregið þá niðurstöðu í efa og tekið neitun Pútín fram yfir hans eigin leyniþjónustu. „Pútín er einræðisherra sem fangelsar andstæðinga, drepur andstæðinga, ræðst inn í nágrannaríki, skiptir sér af lýðræðislegum kosningum og fleira. Ég held ekki að bandarískur forseti ætti að vingast við hann. Ég velti fyrir mér hvort að verjendur Trump fari nokkurn tímann (í laumi) hjá sér yfir þessu. Ég vona það,“ skrifaði Jay Nordlinger, ritstjóri hjá National Review, hægrisinnuðu bandarísku tímariti. „Pútín sagði mér það“ Washington Post birti á fimmtudag grein um að fyrrverandi ráðgjafar í Hvíta húsinu óttist að samsæriskenning sem Trump aðhyllist um að það hafi í raun verið úkraínsk stjórnvöld, ekki rússnesk, sem reyndu að hafa áhrif á forsetakosningarnar 2016, hafi komið frá Pútín sjálfum í samtölum sem forsetarnir áttu. Eftir fund þeirra á G20-ráðstefnunni í Hamburg í júlí árið 2017 hafi Trump orðið enn vissari um að Úkraínumenn hafi reynt að koma í veg fyrir að hann yrði forseti. Margir þáverandi ráðgjafa hans töldu að Pútín hefði komið þeirri hugmynd að hjá Trump. Einn þeirra fullyrðir að Trump hafi sjálfur sagt það. „Pútín sagði mér það,“ á Trump að hafa sagt um að Úkraínumenn hafi reynt að beita hann bellibrögðum. Trump hefur farið með það sem fór á milli þeirra Pútín í Hamburg eins og mannsmorð. Gekk forsetinn svo langt að krefja túlk sem sat fund þeirra um minnispunkta sem hann skrifaði niður hjá sér. Bannaði forsetinn túlknum jafnframt að ræða það sem þeim fór á milli við nokkurn annan í ríkisstjórninni. Kenningin um meint afskipti úkraínskra stjórnvalda á sér enga stoð í raunveruleikanum. Bandaríska leyniþjónustan hefur sagt þingmönnum að rússneska leyniþjónustan hafi leikið lykilhlutverk í að koma þeim sögum á kreik. Samsæriskenningin varð engu að síður ástæða þess að þingið kærði Trump fyrir embættisbrot. Á sama tíma og Trump þrýsti á Volodýmýr Zelenskíj, forseta Úkraínu, að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing bandaríska forsetans, í sumar vildi hann einnig að úkraínsk stjórnvöld rannsökuðu samsæriskenninguna. Trump er sakaður um að hafa haldið eftir hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð og fundi í Hvíta húsinu til að knýja Zelenskíj til þess að gera sér persónulegan pólitískan greiða. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Pútín styður Trump Vladimír Pútín, forseti Rússlands, virðist vera í liði með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hvað varðar ákærur á hendur þeim síðarnefnda fyrir embættisbrot. Rússlandsforseti segir sakirnar búnar til og hann býst ekki við öðru en að kollegi sinn í Bandaríkjunum komi óskaddaður út úr réttarhöldum. 19. desember 2019 20:30 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Gagnrýnendur Donalds Trump Bandaríkjaforseta furða sig á því að hann hafi notað gagnrýni Vladímírs Pútín, forseta Rússlands, til að styrkja málsvörn sína gegn kæru fulltrúadeildar Bandaríkjaþings vegna embættisbrota. Ráðgjafar Trump eru sagðir óttast að samsæriskenning sem forsetinn aðhyllist og leiddi til kærunnar hafi upphaflega verið runnin undan rifjum Pútín. Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti að kæra Trump fyrir embættisbrot í tveimur liðum í síðustu viku. Annars vegar var hann kærður fyrir að misbeita valdi sínu og hins vegar fyrir að hindra framgang rannsóknar þingsins á brotum hans. Varð Trump þannig aðeins þriðji forseti Bandaríkjanna í sögunni sem er kærður fyrir embættisbrot. Pútín kom Trump til varnar á árlegum blaðamannafundi sem var haldinn á fimmtudag. Þar sagðist Pútín telja kæru þingsins „langsótta“ og byggða á „algerlega tilbúnum forsendum“. Hann teldi að öldungadeild þingsins, þar sem Repúblikanaflokkur Trump er með meirihluta sæta, myndi sýkna forsetann. Á föstudagskvöld sá Trump ástæðu til að áframtísta frétt AP-fréttastofunnar um þessi ummæli Pútín. „Algerar nornaveiðar!“ lét Trump fylgja með hlekknum á fréttina. A total Witch Hunt! https://t.co/PEe35rewE9— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 21, 2019 Ákvörðun Trump að vekja sérstaka athygli á að Pútín tali máli hans vekur ekki síst athygli þar sem kraftar Trump sem forseta hafa miklu leyti farið í að verja hann fyrir ásökunum um að forsetaframboð hans hafi unnið með rússneskum stjórnvöldum til að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. Rannsókn Roberts Mueller, sérstaka rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, lauk um páskana án þess að hann fyndi sannanir fyrir því að samráð hafi átt sér stað á milli framboðsins og stjórnvalda í Kreml. Mueller tók ekki afstöðu til þess hvort Trump hefði reynt að hindra framgang rannsóknarinnar en lagði fram nokkur atriði sem styddu þá ályktun. Bandaríska leyniþjónustan telur að rússnesk stjórnvöld hafi reynt að hafa áhrif á kosningarnar 2016 með það fyrir augum að hjálpa Trump að ná kjöri. Trump hefur ávallt dregið þá niðurstöðu í efa og tekið neitun Pútín fram yfir hans eigin leyniþjónustu. „Pútín er einræðisherra sem fangelsar andstæðinga, drepur andstæðinga, ræðst inn í nágrannaríki, skiptir sér af lýðræðislegum kosningum og fleira. Ég held ekki að bandarískur forseti ætti að vingast við hann. Ég velti fyrir mér hvort að verjendur Trump fari nokkurn tímann (í laumi) hjá sér yfir þessu. Ég vona það,“ skrifaði Jay Nordlinger, ritstjóri hjá National Review, hægrisinnuðu bandarísku tímariti. „Pútín sagði mér það“ Washington Post birti á fimmtudag grein um að fyrrverandi ráðgjafar í Hvíta húsinu óttist að samsæriskenning sem Trump aðhyllist um að það hafi í raun verið úkraínsk stjórnvöld, ekki rússnesk, sem reyndu að hafa áhrif á forsetakosningarnar 2016, hafi komið frá Pútín sjálfum í samtölum sem forsetarnir áttu. Eftir fund þeirra á G20-ráðstefnunni í Hamburg í júlí árið 2017 hafi Trump orðið enn vissari um að Úkraínumenn hafi reynt að koma í veg fyrir að hann yrði forseti. Margir þáverandi ráðgjafa hans töldu að Pútín hefði komið þeirri hugmynd að hjá Trump. Einn þeirra fullyrðir að Trump hafi sjálfur sagt það. „Pútín sagði mér það,“ á Trump að hafa sagt um að Úkraínumenn hafi reynt að beita hann bellibrögðum. Trump hefur farið með það sem fór á milli þeirra Pútín í Hamburg eins og mannsmorð. Gekk forsetinn svo langt að krefja túlk sem sat fund þeirra um minnispunkta sem hann skrifaði niður hjá sér. Bannaði forsetinn túlknum jafnframt að ræða það sem þeim fór á milli við nokkurn annan í ríkisstjórninni. Kenningin um meint afskipti úkraínskra stjórnvalda á sér enga stoð í raunveruleikanum. Bandaríska leyniþjónustan hefur sagt þingmönnum að rússneska leyniþjónustan hafi leikið lykilhlutverk í að koma þeim sögum á kreik. Samsæriskenningin varð engu að síður ástæða þess að þingið kærði Trump fyrir embættisbrot. Á sama tíma og Trump þrýsti á Volodýmýr Zelenskíj, forseta Úkraínu, að rannsaka Joe Biden, pólitískan andstæðing bandaríska forsetans, í sumar vildi hann einnig að úkraínsk stjórnvöld rannsökuðu samsæriskenninguna. Trump er sakaður um að hafa haldið eftir hundruð milljóna dollara hernaðaraðstoð og fundi í Hvíta húsinu til að knýja Zelenskíj til þess að gera sér persónulegan pólitískan greiða.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Rússland Tengdar fréttir Pútín styður Trump Vladimír Pútín, forseti Rússlands, virðist vera í liði með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hvað varðar ákærur á hendur þeim síðarnefnda fyrir embættisbrot. Rússlandsforseti segir sakirnar búnar til og hann býst ekki við öðru en að kollegi sinn í Bandaríkjunum komi óskaddaður út úr réttarhöldum. 19. desember 2019 20:30 Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Pútín styður Trump Vladimír Pútín, forseti Rússlands, virðist vera í liði með Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, hvað varðar ákærur á hendur þeim síðarnefnda fyrir embættisbrot. Rússlandsforseti segir sakirnar búnar til og hann býst ekki við öðru en að kollegi sinn í Bandaríkjunum komi óskaddaður út úr réttarhöldum. 19. desember 2019 20:30