Klopp hótar því að Liverpool neiti að spila Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2019 09:00 Jürgen Klopp. Getty/Laurence Griffiths Liverpool komst í gærkvöldi áfram í átta liða úrslit deildabikarins eftir sigur á Arsenal í ótrúlegum tíu marka leik á Anfield. Eftir leikinn fór Jürgen Klopp að tala um mögulegt skróp sinna manna í næstu umferð. Liverpool lenti margoft undir í leiknum, þar á meðal 3-1 og 4-2 en ungir leikmenn liðsins neituðu að gefast upp og liðinu tókst að tryggja sér vítakeppni. Liverpool skoraði úr öllum vítum sínum og vann sér sæti í næstu umferð. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, tefldi fram varaliði í leiknum í gær og eftir hann talaði hann um möguleikann á því að mæta ekki í leikinn í átta liða úrslitunum. Breska ríkisútvarpið segir frá. Það kemur í ljós í dag hverjum Liverpool mætir í átta liða úrslitunum.Jurgen Klopp says Liverpool might not be able to play their Carabao Cup quarter-final. Full story: https://t.co/NGftVkP94Kpic.twitter.com/pe5FCbr0pT — BBC Sport (@BBCSport) October 31, 2019 Það er mikið að gera hjá Liverpool, ekki síst í desember, þar sem átta liða úrslit enska deildabikarsins eiga að vera spiluð. Það þekkja allir leikjaálagið í ensku úrvalsdeildinni yfir hátíðirnar en áður en kemur að því þá þarf Liverpool að ferðast til Katar til þess að taka þátt í heimsmeistarakeppni félagsliða. Átta liða úrslit enska deildabikarsins eiga að fara fram í vikunni sem byrjar mánudaginn 16. desember. Liverpool liðið flýgur til Katar 18. desember og þarf að ferðast meira en ellefu þúsund kílómetra fram og til baka til þess að komast þangað. Liverpool spilar tvo leiki í heimsmeistarakeppninni, undanúrslitaleik og svo leik um gullið eða bronsið. Jürgen Klopp var skýrmæltur eftir leikinn og talaði hreint út eftir sigurinn á Arsenal. „Ef þeir finna ekki nýjan og ásættanlegan tíma fyrir leikinn okkar, ekki klukkan þrjú um nóttina á jóladag, þá munum við ekki spila þennan leik,“ sagði Jürgen Klopp við breska ríkisútvarpið. „Þú þarft að hugsa um þessa hluti. Ef menn setja leikjadagskrána þannig upp að eitt lið geti ekki spilað alla leikina, þá þurfa menn að hugsa sinn gang. Vonandi byrja menn að gera og vonandi strax núna,“ sagði Klopp. „Við ætlum ekki að verða fórnarlamb vandamálsins. Við spiluðum þennan leik og vildum vinna. Ef þeir finna ekki betri leiktíma fyrir leikinn í átta liða úrslitunum þá fara mótherjar okkar bara áfram í næstu umferð eða Arsenal fær að spila leikinn,“ sagði Klopp. Það eru þegar sjö leikir á dagskránni hjá Liverpool í desembermánuði en við það bætist umræddur leikur í átta liða úrslitum deildabikarsins og svo leikur um sæti í heimsmeistarakeppni félagsliða. Það á enn eftir að færa einn deildarleik Liverpool vegna ferðarinnar til Katar því liðið átti að mæta West Ham 20. desember.Carabao Cup quarters: Dec 17 & 18 Club World Cup semis: Dec 18 'If they can't find the proper date for us then we can't play the game and we don't go through' Was Liverpool's win over Arsenal all for nothing? #LFC#LIVARS#CarabaoCuphttps://t.co/vAiZtE1Y1U — GiveMeSport Football (@GMS__Football) October 31, 2019 Enski boltinn Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira
Liverpool komst í gærkvöldi áfram í átta liða úrslit deildabikarins eftir sigur á Arsenal í ótrúlegum tíu marka leik á Anfield. Eftir leikinn fór Jürgen Klopp að tala um mögulegt skróp sinna manna í næstu umferð. Liverpool lenti margoft undir í leiknum, þar á meðal 3-1 og 4-2 en ungir leikmenn liðsins neituðu að gefast upp og liðinu tókst að tryggja sér vítakeppni. Liverpool skoraði úr öllum vítum sínum og vann sér sæti í næstu umferð. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, tefldi fram varaliði í leiknum í gær og eftir hann talaði hann um möguleikann á því að mæta ekki í leikinn í átta liða úrslitunum. Breska ríkisútvarpið segir frá. Það kemur í ljós í dag hverjum Liverpool mætir í átta liða úrslitunum.Jurgen Klopp says Liverpool might not be able to play their Carabao Cup quarter-final. Full story: https://t.co/NGftVkP94Kpic.twitter.com/pe5FCbr0pT — BBC Sport (@BBCSport) October 31, 2019 Það er mikið að gera hjá Liverpool, ekki síst í desember, þar sem átta liða úrslit enska deildabikarsins eiga að vera spiluð. Það þekkja allir leikjaálagið í ensku úrvalsdeildinni yfir hátíðirnar en áður en kemur að því þá þarf Liverpool að ferðast til Katar til þess að taka þátt í heimsmeistarakeppni félagsliða. Átta liða úrslit enska deildabikarsins eiga að fara fram í vikunni sem byrjar mánudaginn 16. desember. Liverpool liðið flýgur til Katar 18. desember og þarf að ferðast meira en ellefu þúsund kílómetra fram og til baka til þess að komast þangað. Liverpool spilar tvo leiki í heimsmeistarakeppninni, undanúrslitaleik og svo leik um gullið eða bronsið. Jürgen Klopp var skýrmæltur eftir leikinn og talaði hreint út eftir sigurinn á Arsenal. „Ef þeir finna ekki nýjan og ásættanlegan tíma fyrir leikinn okkar, ekki klukkan þrjú um nóttina á jóladag, þá munum við ekki spila þennan leik,“ sagði Jürgen Klopp við breska ríkisútvarpið. „Þú þarft að hugsa um þessa hluti. Ef menn setja leikjadagskrána þannig upp að eitt lið geti ekki spilað alla leikina, þá þurfa menn að hugsa sinn gang. Vonandi byrja menn að gera og vonandi strax núna,“ sagði Klopp. „Við ætlum ekki að verða fórnarlamb vandamálsins. Við spiluðum þennan leik og vildum vinna. Ef þeir finna ekki betri leiktíma fyrir leikinn í átta liða úrslitunum þá fara mótherjar okkar bara áfram í næstu umferð eða Arsenal fær að spila leikinn,“ sagði Klopp. Það eru þegar sjö leikir á dagskránni hjá Liverpool í desembermánuði en við það bætist umræddur leikur í átta liða úrslitum deildabikarsins og svo leikur um sæti í heimsmeistarakeppni félagsliða. Það á enn eftir að færa einn deildarleik Liverpool vegna ferðarinnar til Katar því liðið átti að mæta West Ham 20. desember.Carabao Cup quarters: Dec 17 & 18 Club World Cup semis: Dec 18 'If they can't find the proper date for us then we can't play the game and we don't go through' Was Liverpool's win over Arsenal all for nothing? #LFC#LIVARS#CarabaoCuphttps://t.co/vAiZtE1Y1U — GiveMeSport Football (@GMS__Football) October 31, 2019
Enski boltinn Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira