Klopp hótar því að Liverpool neiti að spila Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2019 09:00 Jürgen Klopp. Getty/Laurence Griffiths Liverpool komst í gærkvöldi áfram í átta liða úrslit deildabikarins eftir sigur á Arsenal í ótrúlegum tíu marka leik á Anfield. Eftir leikinn fór Jürgen Klopp að tala um mögulegt skróp sinna manna í næstu umferð. Liverpool lenti margoft undir í leiknum, þar á meðal 3-1 og 4-2 en ungir leikmenn liðsins neituðu að gefast upp og liðinu tókst að tryggja sér vítakeppni. Liverpool skoraði úr öllum vítum sínum og vann sér sæti í næstu umferð. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, tefldi fram varaliði í leiknum í gær og eftir hann talaði hann um möguleikann á því að mæta ekki í leikinn í átta liða úrslitunum. Breska ríkisútvarpið segir frá. Það kemur í ljós í dag hverjum Liverpool mætir í átta liða úrslitunum.Jurgen Klopp says Liverpool might not be able to play their Carabao Cup quarter-final. Full story: https://t.co/NGftVkP94Kpic.twitter.com/pe5FCbr0pT — BBC Sport (@BBCSport) October 31, 2019 Það er mikið að gera hjá Liverpool, ekki síst í desember, þar sem átta liða úrslit enska deildabikarsins eiga að vera spiluð. Það þekkja allir leikjaálagið í ensku úrvalsdeildinni yfir hátíðirnar en áður en kemur að því þá þarf Liverpool að ferðast til Katar til þess að taka þátt í heimsmeistarakeppni félagsliða. Átta liða úrslit enska deildabikarsins eiga að fara fram í vikunni sem byrjar mánudaginn 16. desember. Liverpool liðið flýgur til Katar 18. desember og þarf að ferðast meira en ellefu þúsund kílómetra fram og til baka til þess að komast þangað. Liverpool spilar tvo leiki í heimsmeistarakeppninni, undanúrslitaleik og svo leik um gullið eða bronsið. Jürgen Klopp var skýrmæltur eftir leikinn og talaði hreint út eftir sigurinn á Arsenal. „Ef þeir finna ekki nýjan og ásættanlegan tíma fyrir leikinn okkar, ekki klukkan þrjú um nóttina á jóladag, þá munum við ekki spila þennan leik,“ sagði Jürgen Klopp við breska ríkisútvarpið. „Þú þarft að hugsa um þessa hluti. Ef menn setja leikjadagskrána þannig upp að eitt lið geti ekki spilað alla leikina, þá þurfa menn að hugsa sinn gang. Vonandi byrja menn að gera og vonandi strax núna,“ sagði Klopp. „Við ætlum ekki að verða fórnarlamb vandamálsins. Við spiluðum þennan leik og vildum vinna. Ef þeir finna ekki betri leiktíma fyrir leikinn í átta liða úrslitunum þá fara mótherjar okkar bara áfram í næstu umferð eða Arsenal fær að spila leikinn,“ sagði Klopp. Það eru þegar sjö leikir á dagskránni hjá Liverpool í desembermánuði en við það bætist umræddur leikur í átta liða úrslitum deildabikarsins og svo leikur um sæti í heimsmeistarakeppni félagsliða. Það á enn eftir að færa einn deildarleik Liverpool vegna ferðarinnar til Katar því liðið átti að mæta West Ham 20. desember.Carabao Cup quarters: Dec 17 & 18 Club World Cup semis: Dec 18 'If they can't find the proper date for us then we can't play the game and we don't go through' Was Liverpool's win over Arsenal all for nothing? #LFC#LIVARS#CarabaoCuphttps://t.co/vAiZtE1Y1U — GiveMeSport Football (@GMS__Football) October 31, 2019 Enski boltinn Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Fleiri fréttir Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira
Liverpool komst í gærkvöldi áfram í átta liða úrslit deildabikarins eftir sigur á Arsenal í ótrúlegum tíu marka leik á Anfield. Eftir leikinn fór Jürgen Klopp að tala um mögulegt skróp sinna manna í næstu umferð. Liverpool lenti margoft undir í leiknum, þar á meðal 3-1 og 4-2 en ungir leikmenn liðsins neituðu að gefast upp og liðinu tókst að tryggja sér vítakeppni. Liverpool skoraði úr öllum vítum sínum og vann sér sæti í næstu umferð. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, tefldi fram varaliði í leiknum í gær og eftir hann talaði hann um möguleikann á því að mæta ekki í leikinn í átta liða úrslitunum. Breska ríkisútvarpið segir frá. Það kemur í ljós í dag hverjum Liverpool mætir í átta liða úrslitunum.Jurgen Klopp says Liverpool might not be able to play their Carabao Cup quarter-final. Full story: https://t.co/NGftVkP94Kpic.twitter.com/pe5FCbr0pT — BBC Sport (@BBCSport) October 31, 2019 Það er mikið að gera hjá Liverpool, ekki síst í desember, þar sem átta liða úrslit enska deildabikarsins eiga að vera spiluð. Það þekkja allir leikjaálagið í ensku úrvalsdeildinni yfir hátíðirnar en áður en kemur að því þá þarf Liverpool að ferðast til Katar til þess að taka þátt í heimsmeistarakeppni félagsliða. Átta liða úrslit enska deildabikarsins eiga að fara fram í vikunni sem byrjar mánudaginn 16. desember. Liverpool liðið flýgur til Katar 18. desember og þarf að ferðast meira en ellefu þúsund kílómetra fram og til baka til þess að komast þangað. Liverpool spilar tvo leiki í heimsmeistarakeppninni, undanúrslitaleik og svo leik um gullið eða bronsið. Jürgen Klopp var skýrmæltur eftir leikinn og talaði hreint út eftir sigurinn á Arsenal. „Ef þeir finna ekki nýjan og ásættanlegan tíma fyrir leikinn okkar, ekki klukkan þrjú um nóttina á jóladag, þá munum við ekki spila þennan leik,“ sagði Jürgen Klopp við breska ríkisútvarpið. „Þú þarft að hugsa um þessa hluti. Ef menn setja leikjadagskrána þannig upp að eitt lið geti ekki spilað alla leikina, þá þurfa menn að hugsa sinn gang. Vonandi byrja menn að gera og vonandi strax núna,“ sagði Klopp. „Við ætlum ekki að verða fórnarlamb vandamálsins. Við spiluðum þennan leik og vildum vinna. Ef þeir finna ekki betri leiktíma fyrir leikinn í átta liða úrslitunum þá fara mótherjar okkar bara áfram í næstu umferð eða Arsenal fær að spila leikinn,“ sagði Klopp. Það eru þegar sjö leikir á dagskránni hjá Liverpool í desembermánuði en við það bætist umræddur leikur í átta liða úrslitum deildabikarsins og svo leikur um sæti í heimsmeistarakeppni félagsliða. Það á enn eftir að færa einn deildarleik Liverpool vegna ferðarinnar til Katar því liðið átti að mæta West Ham 20. desember.Carabao Cup quarters: Dec 17 & 18 Club World Cup semis: Dec 18 'If they can't find the proper date for us then we can't play the game and we don't go through' Was Liverpool's win over Arsenal all for nothing? #LFC#LIVARS#CarabaoCuphttps://t.co/vAiZtE1Y1U — GiveMeSport Football (@GMS__Football) October 31, 2019
Enski boltinn Mest lesið Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Enski boltinn „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Heppinn að fá að lifa drauminn“ Golf „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Íslenski boltinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum Fótbolti Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Fótbolti Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Fótbolti Fleiri fréttir Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira