Erlent

Þykir dómurinn yfir A$AP Rocky vægur en áfrýja þó ekki

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Bandaríski rapparinn A$AP Rocky.
Bandaríski rapparinn A$AP Rocky. Getty/Ray Tamarra
Sænskir saksóknarar munu ekki áfrýja dómnum yfir bandaríska rapparanum A$AP Rocky sem hlaut tveggja mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir líkamsárás í Stokkhólmi um miðjan ágúst.

Rapparann sætti gæsluvarðhaldi í Svíþjóð í tæpan mánuð við mikla óánægju bandarískra ráða- og tónlistarmanna. Rapparinn neitaði ávallt sök og bar fyrir sig sjálfsvörn en á þau rök var ekki fallist.

Haft er eftir saksóknara í yfirlýsingu frá embættinu í morgun að honum þyki tveggja mánaða dómurinn yfir rapparnum í vægari kantinum. Í ljósi þess að ekki hafi tekist að sanna að brotnar glerflöskur hafi verið notaðar til árásarinnar, eins og grunur hafði leikið á, verði dómnum ekki áfrýjað.


Tengdar fréttir

Sérfræðingur í gíslatökum fylgist með réttarhöldum Rocky

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent sérstakan erindreka Bandaríkjanna, sem almennt hlutast til um mál þar sem gíslatökur koma við sögu, til Svíþjóðar til þess að fylgjast með réttarhöldum yfir rapparanum A$AP Rocky.

A$AP Rocky laus úr haldi og kveðst auðmjúkur eftir erfiða reynslu

Bandaríska rapparanum A$AP Rocky var í dag sleppt úr haldi eftir að hafa verið í fangelsi nær allan júlímánuð. Réttarhöld hafa undanfarna daga staðið yfir í Svíþjóð en Rocky og lífverðir hans tveir bíða niðurstöðu sænskra dómstóla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×