Manchester United hafði betur í baráttunni við Manchester United um Paul Pogba sumarið 2016. Þetta staðfesti Josep Maria Bartomeu, forseti Barcelona, í gær.
Þeir spænsku vildu klófesta franska miðjumanninn frá Juventus er hann lék þar en United hafði betur í baráttunni. Þeir gerðu þá Pogba að dýrasti leikmanni heims til að koma honum á Old Trafford.
Á morgun mætast liðin, Manchester United og Barcelona, í fyrri leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar en fyrri leikur liðanna fer fram á Camp Nou.
„Sumarið 2015 var Pogba að spila í Tórínó og við sögðum við Juventus að ef þeir vildu selja leikmanninn þá hefðum við áhuga,“ sagði Bartomeu í samtali við ESPN.
„Þegar þeir svo seldu leikmanninn þá sögðu þeir okkur frá tilboði og við gátum ekki boðið svo mikið á þeim tíma. Svo hann fór til United og gerir þá að betra liði því hann er ein af stjörnunum í fótboltanum í dag.“
Pogba var reglulega orðaður burt frá Old Trafford framan af tímabili en samband hans og Jose Mourinho var ekki gott. Eftir að Ole Gunnar Solskjær hefur öldunum aðeins lægt.

