Þrír starfsmenn Sameinuðu Þjóðanna létust í sprengingu í Líbíu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. ágúst 2019 12:07 Uppreisnarmenn í Líbíu fagna falli Gaddafi. Myndin tengist fréttinni ekki beint. getty/Scott Peterson Fimm létu lífið eftir að bílsprengja sprakk í borginni Benghazi í Líbíu, þar á meðal þrír starfsmenn Sameinuðu þjóðanna og tveir aðrir sem voru meðlimir sendifararinnar á laugardag. Þetta kemur fram í tilkynningu Sameinuðu þjóðanna. Sameinuðu þjóðirnar eru nú að reyna að koma á vopnahléi í Trípólí, höfuðborg landsins, þar sem ríkisher Líbíu (LNA), sem heldur til í austurhluta landsins, framdi launárás í apríl. Fréttamaður Reuters var staddur á sjúkrahúsinu þar sem fórnarlömb árásarinnar voru færð, í Bengasí, og sá nafnalista yfir þá sem höfðu látið lífið. Hann staðfesti að þeir sem höfðu látist hafi verið meðlimir Stuðningssendinefndar Sameinuðu þjóðanna í Líbíu (UNSMIL). Sameinuðu þjóðirnar veittu engar frekari upplýsingar og sögðu að sumir þeirra sem féllu hafi unnið í Bengasí en sendinefndin hefur haldið meira til þar undanfarið. Aðalframkvæmdarstjóri Sameinuðu þjóðanna, António Guterres, fordæmdi árásina og sagði Stéphane Dujarric, talsmaður SÞ, í yfirlýsingu: „Aðalframkvæmdastjórinn biður alla aðildarmenn að bera virðingu fyrir mannúðarsamningum á meðan á Eid al-Adha og snúi aftur að samningaborðinu til að sækjast eftir friðsælu framtíðinni sem líbíska þjóðin á skilið.“Vopnahlé á meðan Eid al-Adah stendur Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna á að hittast bráðlega til að ræða nýjust vendingar í málum Líbíu. Talsmaður LNA, Ahmed al-Mismari sagði í samtali við fréttamenn að einstaklingarnir tveir sem hafi dáið hafi verið öryggisverðir UNSMIL. Þá hafi tíu manns slasast, þar á meðal börn. Jean El Alam, talsmaður UNSMIL, skrifaði í tölvupósti að stofnunin væri að safna upplýsingum um atvikið. Sprengingin gerðist fyrir utan verslunarmiðstöð og banka. Minnst einn bíll Sameinuðu þjóðanna sást á vettvangi, hann var brunninn til kaldra kola. LNA hefur ekki náð út fyrir úthverfin í suðurhluta Trípólí en þar heldur ríkisstjórnin, sem er alþjóðlega samþykkt, til. Um það leiti sem sprengingin varð tilkynnti Khalifa Haftar, stjórnandi LNA, að hlé yrði gert á hernaðaraðgerðir á meðan á Eid al-Adah, hátíð múslima, stæði. Hátíðin stendur yfir frá laugardegi fram á þriðjudag. Á föstudag sögðu yfirvöld í Trípólí að þau myndu taka tillögu SÞ um að vopnahlé yrði á meðan á hátíðinni stæði. Hins vegar er ekki vitað hvort átök í borginni hafi verið stöðvuð. Meira en 105 þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna átakanna, samkvæmt Sameinuðu þjóðunum. Ríkisstjórnin í Trípólí segir UNSMIL bera ábyrgð á því að fylgjast með hvort vopnahléið verði brotið. Líbía Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Mannfall í átökum við Trípólí Mannfall hefur orðið í átökum stríðandi fylkinga fyrir utan Trípólí höfuðborgar Afríkuríkisins Líbýu. 7. apríl 2019 16:15 Þúsundir flýja undan átökum í Líbíu Minnst 2.800 manns hafa flúið undan átökum nærri Trípólí, höfuðborg Líbíu. 8. apríl 2019 23:00 Vígasveitir í Líbíu sprengja Trípólí Sprengjuárás var gerð á Trípólí, höfuðborg Líbíu, í nótt úr lofti. 21. apríl 2019 13:58 Hart barist í Líbíu, þrátt fyrir friðarkall SÞ Átökin gætu endað í annarri borgarastyrjöld en mikil óöld hefur ríkt í Líbíu frá því Muammar Gaddafi var velt úr sessi árið 2011. 7. apríl 2019 22:17 Fjölmargar fylkingar Líbíu búa sig undir stríð Hinar fjölmörgu fylkingar landsins undirbúa sig nú fyrir möguleg átök en margar þessara fylkinga eru lítið meira en hópar þungvopnaðra glæpamanna. 16. apríl 2019 12:41 Flóttamönnum sem var bjargað við strendur Líbíu komu hafnar á Möltu í dag Hópur flóttamanna sem var bjargað undan ströndum Líbíu á miðvikudag eru komnir í höfn á Möltu. 4. ágúst 2019 16:47 Segir að loftárásin gæti talist stríðsglæpur Yfir fjörutíu flóttamenn féllu í loftárásinni. 3. júlí 2019 16:08 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Fimm létu lífið eftir að bílsprengja sprakk í borginni Benghazi í Líbíu, þar á meðal þrír starfsmenn Sameinuðu þjóðanna og tveir aðrir sem voru meðlimir sendifararinnar á laugardag. Þetta kemur fram í tilkynningu Sameinuðu þjóðanna. Sameinuðu þjóðirnar eru nú að reyna að koma á vopnahléi í Trípólí, höfuðborg landsins, þar sem ríkisher Líbíu (LNA), sem heldur til í austurhluta landsins, framdi launárás í apríl. Fréttamaður Reuters var staddur á sjúkrahúsinu þar sem fórnarlömb árásarinnar voru færð, í Bengasí, og sá nafnalista yfir þá sem höfðu látið lífið. Hann staðfesti að þeir sem höfðu látist hafi verið meðlimir Stuðningssendinefndar Sameinuðu þjóðanna í Líbíu (UNSMIL). Sameinuðu þjóðirnar veittu engar frekari upplýsingar og sögðu að sumir þeirra sem féllu hafi unnið í Bengasí en sendinefndin hefur haldið meira til þar undanfarið. Aðalframkvæmdarstjóri Sameinuðu þjóðanna, António Guterres, fordæmdi árásina og sagði Stéphane Dujarric, talsmaður SÞ, í yfirlýsingu: „Aðalframkvæmdastjórinn biður alla aðildarmenn að bera virðingu fyrir mannúðarsamningum á meðan á Eid al-Adha og snúi aftur að samningaborðinu til að sækjast eftir friðsælu framtíðinni sem líbíska þjóðin á skilið.“Vopnahlé á meðan Eid al-Adah stendur Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna á að hittast bráðlega til að ræða nýjust vendingar í málum Líbíu. Talsmaður LNA, Ahmed al-Mismari sagði í samtali við fréttamenn að einstaklingarnir tveir sem hafi dáið hafi verið öryggisverðir UNSMIL. Þá hafi tíu manns slasast, þar á meðal börn. Jean El Alam, talsmaður UNSMIL, skrifaði í tölvupósti að stofnunin væri að safna upplýsingum um atvikið. Sprengingin gerðist fyrir utan verslunarmiðstöð og banka. Minnst einn bíll Sameinuðu þjóðanna sást á vettvangi, hann var brunninn til kaldra kola. LNA hefur ekki náð út fyrir úthverfin í suðurhluta Trípólí en þar heldur ríkisstjórnin, sem er alþjóðlega samþykkt, til. Um það leiti sem sprengingin varð tilkynnti Khalifa Haftar, stjórnandi LNA, að hlé yrði gert á hernaðaraðgerðir á meðan á Eid al-Adah, hátíð múslima, stæði. Hátíðin stendur yfir frá laugardegi fram á þriðjudag. Á föstudag sögðu yfirvöld í Trípólí að þau myndu taka tillögu SÞ um að vopnahlé yrði á meðan á hátíðinni stæði. Hins vegar er ekki vitað hvort átök í borginni hafi verið stöðvuð. Meira en 105 þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín vegna átakanna, samkvæmt Sameinuðu þjóðunum. Ríkisstjórnin í Trípólí segir UNSMIL bera ábyrgð á því að fylgjast með hvort vopnahléið verði brotið.
Líbía Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Mannfall í átökum við Trípólí Mannfall hefur orðið í átökum stríðandi fylkinga fyrir utan Trípólí höfuðborgar Afríkuríkisins Líbýu. 7. apríl 2019 16:15 Þúsundir flýja undan átökum í Líbíu Minnst 2.800 manns hafa flúið undan átökum nærri Trípólí, höfuðborg Líbíu. 8. apríl 2019 23:00 Vígasveitir í Líbíu sprengja Trípólí Sprengjuárás var gerð á Trípólí, höfuðborg Líbíu, í nótt úr lofti. 21. apríl 2019 13:58 Hart barist í Líbíu, þrátt fyrir friðarkall SÞ Átökin gætu endað í annarri borgarastyrjöld en mikil óöld hefur ríkt í Líbíu frá því Muammar Gaddafi var velt úr sessi árið 2011. 7. apríl 2019 22:17 Fjölmargar fylkingar Líbíu búa sig undir stríð Hinar fjölmörgu fylkingar landsins undirbúa sig nú fyrir möguleg átök en margar þessara fylkinga eru lítið meira en hópar þungvopnaðra glæpamanna. 16. apríl 2019 12:41 Flóttamönnum sem var bjargað við strendur Líbíu komu hafnar á Möltu í dag Hópur flóttamanna sem var bjargað undan ströndum Líbíu á miðvikudag eru komnir í höfn á Möltu. 4. ágúst 2019 16:47 Segir að loftárásin gæti talist stríðsglæpur Yfir fjörutíu flóttamenn féllu í loftárásinni. 3. júlí 2019 16:08 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Sjá meira
Mannfall í átökum við Trípólí Mannfall hefur orðið í átökum stríðandi fylkinga fyrir utan Trípólí höfuðborgar Afríkuríkisins Líbýu. 7. apríl 2019 16:15
Þúsundir flýja undan átökum í Líbíu Minnst 2.800 manns hafa flúið undan átökum nærri Trípólí, höfuðborg Líbíu. 8. apríl 2019 23:00
Vígasveitir í Líbíu sprengja Trípólí Sprengjuárás var gerð á Trípólí, höfuðborg Líbíu, í nótt úr lofti. 21. apríl 2019 13:58
Hart barist í Líbíu, þrátt fyrir friðarkall SÞ Átökin gætu endað í annarri borgarastyrjöld en mikil óöld hefur ríkt í Líbíu frá því Muammar Gaddafi var velt úr sessi árið 2011. 7. apríl 2019 22:17
Fjölmargar fylkingar Líbíu búa sig undir stríð Hinar fjölmörgu fylkingar landsins undirbúa sig nú fyrir möguleg átök en margar þessara fylkinga eru lítið meira en hópar þungvopnaðra glæpamanna. 16. apríl 2019 12:41
Flóttamönnum sem var bjargað við strendur Líbíu komu hafnar á Möltu í dag Hópur flóttamanna sem var bjargað undan ströndum Líbíu á miðvikudag eru komnir í höfn á Möltu. 4. ágúst 2019 16:47
Segir að loftárásin gæti talist stríðsglæpur Yfir fjörutíu flóttamenn féllu í loftárásinni. 3. júlí 2019 16:08