Erlent

Hart barist í Líbíu, þrátt fyrir friðarkall SÞ

Samúel Karl Ólason skrifar
Meðlmir Misrata leggja af stað til Trípólí.
Meðlmir Misrata leggja af stað til Trípólí. Vísir/EPA
Harðir bardagar geisa nú í Líbíu, suður af Trípólí, höfuðborg landsins. Þrátt fyrir að Sameinuðu þjóðirnar hafi kallað eftir vopnahléi svo almennir borgarar geti flúið og hægt sé að flytja særða frá borginni. Átökin gætu endað í annarri borgarastyrjöld en mikil óöld hefur ríkt í Líbíu frá því Muammar Gaddafi var velt úr sessi árið 2011.Stríðsherrar og mismunandi fylkingar hafa barist um völd síðan.Átök hafa geisað á svæðinu frá því á fimmtudaginn þegar uppreisnarliðar, sem kalla sig Líbýska Þjóðarherinn (LNA) undir stjórn hershöfðingjans Khalifa Haftar hófu áhlaup á höfuðborgina. Stjórnarherinn, sem nýtur stuðnings Sameinuðu Þjóðanna svaraði árásunum með loftárásum.Að mestu hafa árásirnar komið frá suðri og vestri. Stjórnendur stjórnarhersins segjast ætla að gera gagnárás á uppreisnarmennina og AFP fréttaveitan segir aðra hópa hafa gengið til liðs svið stjórnarherinn. Meðal þeirra eru meðlimir Misrata, Brigade 166, sem tóku þátt í uppreisninni gegn Gaddafi.Þeir ráku einnig vígamenn Íslamska ríkisins frá borginni Sirte, árið 2016.Önnur ríki og alþjóðasamtök hafa staðið í því í dag að flytja starfsmenn og hermenn á brott frá Trípólí.Greinendur sem AFP ræddu við segja Haftar vera í sterkri stöðu og að undanförnu hafi hann tryggt stjórn sína yfir suðurhluta landsins.

Tengd skjöl


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.