Erlent

Segir að loftárásin gæti talist stríðsglæpur

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Michelle Bachelet, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna.
Michelle Bachelet, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna. Vísir/getty
Michelle Bachelet, mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að mannskæð loftárás á fangabúðir flóttamanna í Trípólí, höfuðborg Líbíu í gær, gæti talist stríðsglæpur.

Yfir fjörutíu flóttamenn féllu í loftárásinni en flestir hinna látnu eru taldir hafa verið Afríkubúar sem ætluðu að reyna að komast yfir Miðjarðarhaf til Evrópu.

Bráðabirgðaríkisstjórn Líbíu telur að Líbíski þjóðarherinn (LNA) undir stjórn stríðsherrans Khalifa Haftar herforingja hafi staðið að loftárásinni. Árásin verður rædd í þjóðaröryggisráði sameinuðu þjóðanna á lokuðum fundi í dag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×