Erlent

Vígasveitir í Líbíu sprengja Trípólí

Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar
Íbúðarhúsnæði í Trípólí sem orðið hefur fyrir flugskeitaárás.
Íbúðarhúsnæði í Trípólí sem orðið hefur fyrir flugskeitaárás. Getty/Hazem Turkia
Sprengjuárás var gerð á Trípólí, höfuðborg Líbíu, í nótt úr lofti. Árásirnar voru gerðar af vígasveitum Khalifa Haftar.Fréttamaður Reuters og nokkrir íbúar svæðisins greindu frá því að hafa séð flugvél sveima yfir borginni í meira en 10 mínútur seint í gærkvöldi og að þau hafi heyrt í vélinni áður en hún skaut á færi á nokkrum stöðum.Aftur heyrðist í flugvél eftir miðnætti sem einnig sveimaði í meira en 10 mínútur áður en stór sprenging varð.Ekki er víst hvort um flugvél væri að ræða eða mannlausan dróna. Íbúar á svæðinu hafa tilkynnt drónaárásir á síðustu dögum en þær hafa ekki verið staðfestar. Sprengingarnar í nótt voru mun stærri en þær hafa verið síðustu daga.Íbúar urðu varir við nokkrar flugskeyta árásir en ein þeirra hæfði herstöð, sem staðsett er í Sabaa hverfi borgarinnar, sem tilheyrir ríkisstjórninni sem Sameinuðu þjóðirnar hafa samþykkt sem rétta stjórn landsins. Mestu átökin á milli stríðandi fylkinga hafa orðið í Sabaa hverfinu í Trípólí.Flugvelli borgarinnar hefur verið lokað vegna átakanna, en um 2.5 milljón íbúa eru enn á svæðinu. Næsti flugvöllur við borgina er í um 200 km í austur.Vígasveitir Haftars, sem bera nafnið Libyan National Army, fóru að sækja aftur í sig veðrið fyrir um tveimur vikum síðan en hafa enn ekki náð að komast í gegnum varnarlínur ríkisstjórnarinnar í suðri.Ef um drónaárásir er að ræða er stríðsrekstur vígasveitanna mun þróaðri en áður var gert ráð fyrir. Sveitirnar hafa hingað til notast mest við flugvélar frá Sovétmönnum sem áður voru í eigu einræðisherrans Muammar Gaddafi.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.