Tölfræðimolinn sem reiðir stuðningsmenn Everton notuðu mest til að drulla yfir Gylfa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. desember 2019 09:00 Gylfi Þór Sigurðsson hvarf í seinni hálfleiknum í gær. Getty/Laurence Griffiths Gylfi Þór Sigurðsson átti ekki góðan leik í gærkvöldi þegar Everton tapaði 5-2 fyrir nágrönnum sínum í Liverpool. Hann var síðan miðpunkturinn í gagnrýni öskureiðra stuðningsmanna Everton liðsins eftir leikinn. Enskir blaðamenn töluðu um að Gylfi hafi hreinlega týnst á löngum köflum í leiknum og það var heldur ekki gott fyrir hans framlag í sóknarleiknum að sjá íslenska landsliðsmanninn spila lengstum sem afturliggjandi miðjumaður. Þar nýtast hans styrkleikar ekki best enda Gylfi bestur framarlega á miðjunni að búa eitthvað til fyrir liðið sitt. Stuðningsmenn Everton voru náttúrulega grjótfúlir með niðurstöðu leiksins enda var þetta einn ójafnasti leikur Liverpool og Everton í langan tíma. Liverpool komst í 2-0, 4-1 og vann síðan á endanum 5-2 sigur. Gylfi bar fyrirliðabandið hjá Everton og var eftir leikinn skotspónn hjá reiðum stuðningsmönnum Everton sem hraunuðu margir yfir íslenska landsliðsmanninn á samfélagsmiðlum. Tölfræði Gylfa í leiknum var ekki merkileg eins og sést hér fyrir neðan og auðvitað láta menn alltaf verðmiðann fylgja með.Evertons record signing Gylfi Sigurdsson (captain) stats vs Liverpool: 19 completed passes. 11 passes in opposition half. 0 shots 0 shots on target 44 touches 1 Key pass £47 MILLION POUND!! pic.twitter.com/B7zNSlb3li — All Together Now Everton Podcast (@ATNCAST) December 4, 2019 Gylfi hvarf hreinlega í seinni hálfleiknum þegar Everton hefði átt að vera reyna að koma sér aftur inn í leikinn, 4-2 undir. Það var því einkum ein ákveðin tölfræði sem fór sérstaklega fyrir brjóstið á ósáttum Everton stuðningsmönnum. Gylfi náði nefnilega ekki að snerta boltann í tæplega tuttugu mínútur þrátt fyrir að spila inn á miðjunni. Hann kom ekki við boltann frá 62. til 79. mínútu leiksins.Went almost 20 mins without a touch - nothing 62nd-79th min! — Matt Cheetham (@Matt_Cheetham) December 4, 2019Það er með réttu hægt að ráðleggja Gylfa að vera ekki að skoða mikið samfélagsmiðla eftir þennan leik í gær. Það má líka búast við breytingum hjá Everton liðinu í framhaldinu enda staðan orðin slæm á botni deildarinnar. Southampton vann sinn leik og því er Everton komið niður í fallsæti. Knattspyrnustjórinn Marco Silva verður væntanlega rekinn á næstunni og nýr stjóri gæti komið inn með breyttar áherslur. Hvernig Gylfi kemur út út slíkum breytingum verður fróðlegt að sjá. Hér fyrir neðan má sjá nokkra af umræddum reiðu stuðningsmönnum Everton sem eru sannfærðir um að Gylfi sé einn af aðalvandamálum Everton liðsins í dag.Around the 60' mark, Gylfi Sigurdsson went almost a full 20 minutes without touching the ball. That's simply mind-boggling for a midfielder in the Derby, let alone a captain. Where was he? #EFC#LFCpic.twitter.com/lEXCBRsgQO — Nik Postinger (@nikpostinger) December 5, 2019Gylfi Sigurdsson is a disgrace. How can you play centre mid, Captain your team in a derby and make 13 passes all game and go from the 62nd to the 79th minute without touching the ball? Spineless. Ghost. Disgrace. He should not be playing for Everton. Utter shite. — 60 grand seamus coleman (@seamus_60grand) December 4, 2019Is it true Gylfi Sigurdsson went over 18 mins tonight without touching the fucking ball hahahahahaha oh my god the mans a myth — Jack(@JackEFC95) December 4, 2019Fair play to Gylfi Sigurdsson for putting in yet again another ghostly and spineless performance. How he has not been subbed? How was Calvert-Lewin and Davies took off instead of him. He’s not added anything to this game, he’s hardly touched the ball — The Toffee Blues (@EvertonNewsFeed) December 4, 2019 Enski boltinn Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson átti ekki góðan leik í gærkvöldi þegar Everton tapaði 5-2 fyrir nágrönnum sínum í Liverpool. Hann var síðan miðpunkturinn í gagnrýni öskureiðra stuðningsmanna Everton liðsins eftir leikinn. Enskir blaðamenn töluðu um að Gylfi hafi hreinlega týnst á löngum köflum í leiknum og það var heldur ekki gott fyrir hans framlag í sóknarleiknum að sjá íslenska landsliðsmanninn spila lengstum sem afturliggjandi miðjumaður. Þar nýtast hans styrkleikar ekki best enda Gylfi bestur framarlega á miðjunni að búa eitthvað til fyrir liðið sitt. Stuðningsmenn Everton voru náttúrulega grjótfúlir með niðurstöðu leiksins enda var þetta einn ójafnasti leikur Liverpool og Everton í langan tíma. Liverpool komst í 2-0, 4-1 og vann síðan á endanum 5-2 sigur. Gylfi bar fyrirliðabandið hjá Everton og var eftir leikinn skotspónn hjá reiðum stuðningsmönnum Everton sem hraunuðu margir yfir íslenska landsliðsmanninn á samfélagsmiðlum. Tölfræði Gylfa í leiknum var ekki merkileg eins og sést hér fyrir neðan og auðvitað láta menn alltaf verðmiðann fylgja með.Evertons record signing Gylfi Sigurdsson (captain) stats vs Liverpool: 19 completed passes. 11 passes in opposition half. 0 shots 0 shots on target 44 touches 1 Key pass £47 MILLION POUND!! pic.twitter.com/B7zNSlb3li — All Together Now Everton Podcast (@ATNCAST) December 4, 2019 Gylfi hvarf hreinlega í seinni hálfleiknum þegar Everton hefði átt að vera reyna að koma sér aftur inn í leikinn, 4-2 undir. Það var því einkum ein ákveðin tölfræði sem fór sérstaklega fyrir brjóstið á ósáttum Everton stuðningsmönnum. Gylfi náði nefnilega ekki að snerta boltann í tæplega tuttugu mínútur þrátt fyrir að spila inn á miðjunni. Hann kom ekki við boltann frá 62. til 79. mínútu leiksins.Went almost 20 mins without a touch - nothing 62nd-79th min! — Matt Cheetham (@Matt_Cheetham) December 4, 2019Það er með réttu hægt að ráðleggja Gylfa að vera ekki að skoða mikið samfélagsmiðla eftir þennan leik í gær. Það má líka búast við breytingum hjá Everton liðinu í framhaldinu enda staðan orðin slæm á botni deildarinnar. Southampton vann sinn leik og því er Everton komið niður í fallsæti. Knattspyrnustjórinn Marco Silva verður væntanlega rekinn á næstunni og nýr stjóri gæti komið inn með breyttar áherslur. Hvernig Gylfi kemur út út slíkum breytingum verður fróðlegt að sjá. Hér fyrir neðan má sjá nokkra af umræddum reiðu stuðningsmönnum Everton sem eru sannfærðir um að Gylfi sé einn af aðalvandamálum Everton liðsins í dag.Around the 60' mark, Gylfi Sigurdsson went almost a full 20 minutes without touching the ball. That's simply mind-boggling for a midfielder in the Derby, let alone a captain. Where was he? #EFC#LFCpic.twitter.com/lEXCBRsgQO — Nik Postinger (@nikpostinger) December 5, 2019Gylfi Sigurdsson is a disgrace. How can you play centre mid, Captain your team in a derby and make 13 passes all game and go from the 62nd to the 79th minute without touching the ball? Spineless. Ghost. Disgrace. He should not be playing for Everton. Utter shite. — 60 grand seamus coleman (@seamus_60grand) December 4, 2019Is it true Gylfi Sigurdsson went over 18 mins tonight without touching the fucking ball hahahahahaha oh my god the mans a myth — Jack(@JackEFC95) December 4, 2019Fair play to Gylfi Sigurdsson for putting in yet again another ghostly and spineless performance. How he has not been subbed? How was Calvert-Lewin and Davies took off instead of him. He’s not added anything to this game, he’s hardly touched the ball — The Toffee Blues (@EvertonNewsFeed) December 4, 2019
Enski boltinn Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Sjá meira