Ætla að svipta Kaliforníu valdi til að setja eigin útblástursreglur Kjartan Kjartansson skrifar 18. september 2019 11:24 Kalifornía ætlar að halda sig við strangari reglur um útblástur bíla þrátt fyrir að alríkisstjórnin ætli að slaka á sínum reglum. Nú stefnir í slag um vald Kaliforníu til að setja sér eigin reglur. Vísir/EPA Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta er sögð ætla að afturkalla heimild Kaliforníu til að setja sínar eigin útblástursreglur fyrir bifreiðar í þessari viku. Sú aðgerð er liður í áformum ríkisstjórnarinnar um að vinda ofan af loftslagsaðgerðum fyrri ríkisstjórnar Baracks Obama. Kalifornía hefur undanfarna áratugi haft heimild til að setja sér eigin útblástursreglur sem ganga lengra en alríkisreglur. Þrettán ríki auk Kólumbíusvæðis fylgja strangari reglum Kaliforníu. Saman mynda ríkin um þriðjung bifreiðamarkaðarins í Bandaríkjunum. Umhverfisstofnunin hefur kynnt breytingar á fyrirhuguðum útblástursreglum sem voru samþykktar í tíð Obama. Breytingarnar útvatna kröfur um aukna sparneytni og minni losun frá bifreiðum. Útblástur frá bifreiðum er stærsti einstaki losunarþáttur gróðurhúsalofttegunda í Bandaríkjunum. Yfirvöld í Kaliforníu andmæltu breytingunum og hét því að setja strangari reglur um útblástur bifreiða. Í kjölfarið hóf alríkisstjórnin undirbúning að því að svipta ríkið heimild til að setja eigin útblástursreglur. Talið var að Trump forseti ætlaði að tilkynna um sviptinguna í heimsókn til Kaliforníu í dag en Washington Post segir að því hafi verið frestað um nokkra daga eftir að fjölmiðlar komust á snoðir um að það stæði til.Gramdist samkomulag við bílaframleiðendur Ríkisstjórn Trump gramdist það mjög þegar yfirvöld í Kaliforníu gerðu samkomulag við fjóra stóra bílaframleiðendur um að þeir færu eftir strangari reglum en alríkisreglunum í júlí. Bílaframleiðendurnir börðust gegn hertum reglum Obama en töldu Trump hafa gengið of langt í að rýmka reglurnar. Vildu þeir komast hjá því að til yrði tvískiptur bílamarkaður í Bandaríkjunum þar sem ólíkar reglur giltu um útblástur. Dómsmálaráðuneytið hóf í kjölfarið rannsókn á bílaframleiðendunum vegna mögulegra brota á samkeppnisreglum. Gagnrýnendur sögðu það misbeitingu á ráðuneytinu og tilraun ríkisstjórnarinnar til að refsa bílaframleiðendunum vegna samkomulagsins. Búast má við slag fyrir dómstólum yfir heimild Kaliforníu til að setja sér eigin reglur. Gavin Newsom, ríkisstjóri, sagði í gær að Kaliforníu hefði tekið við keflinu í loftslagsmálum í ljósi þess að Hvíta húsið hefði afsalað sér ábyrgð á þeim. „Þetta er aðgerð sem gæti haft hræðilegar afleiðingar fyrir heilsu barnanna okkar og loftið sem við öndum að okkur ef Kalifornía léti undan. En það ætlum við ekki að gera,“ sagði Newsom. Málaferlin yfirvofandi eru fordæmalaus því aldrei áður hefur alríkisstjórnin afturkallað vald ríkis til að setja eigin reglur um loftgæði, að sögn New York Times. Í ræðu í gær sagði Andrew Wheeler, forstjóri Umhverfisstofnunarinnar og fyrrverandi málsvari kolafyrirtækja, að ríkisstjórn væri fylgjandi sambandsríkjastefnunni og hlutverki ríkja en það þýddi ekki að einstök ríki gætu sett reglur fyrir allt landið. Auk útblástursreglnanna hefur Umhverfisstofnunin í tíð Trump undið ofan af reglum um losun gróðurhúsalofttegunda frá orkuverum sem voru hryggjarstykkið í loftslagsaðgerðum Obama-stjórnarinnar. Þá ætlar Trump að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu á næsta ári. Bandaríkin Bílar Donald Trump Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Fella niður enn ein lög Obama sem ætlað var að vernda umhverfið Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, ætlar að fella niður lög um vatnsvernd sem sett voru á í forsetatíð Barack Obama. 12. september 2019 18:52 Eldsneytisfrekari bílar gætu aukið losun á við heilt land Takist Trump-stjórninni að frysta reglur um sparneytni bíla gæti það leitt til viðbótarlosunar sem jafnast á við losun landa eins og Grikklands eða Austurríkis á gróðurhúsalofttegundum. 9. ágúst 2018 15:43 Bílaframleiðendur sömdu við Kaliforníu um strangari losunarreglur Samkomulagið er ekki lagalega bindandi fyrir fyrirtækin en kemur þeim og Kaliforníu í kringum andstöðu Trump-stjórnarinnar við að ríkið setji strangari reglur um sparneytni bíla og losun þeirra. 26. júlí 2019 10:45 Trump sker hryggjarstykkið úr loftslagsaðgerðum Bandaríkjanna Næststærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum ætlar að fella niður markmið sín um að draga úr losun orkuvera. 21. ágúst 2018 15:17 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta er sögð ætla að afturkalla heimild Kaliforníu til að setja sínar eigin útblástursreglur fyrir bifreiðar í þessari viku. Sú aðgerð er liður í áformum ríkisstjórnarinnar um að vinda ofan af loftslagsaðgerðum fyrri ríkisstjórnar Baracks Obama. Kalifornía hefur undanfarna áratugi haft heimild til að setja sér eigin útblástursreglur sem ganga lengra en alríkisreglur. Þrettán ríki auk Kólumbíusvæðis fylgja strangari reglum Kaliforníu. Saman mynda ríkin um þriðjung bifreiðamarkaðarins í Bandaríkjunum. Umhverfisstofnunin hefur kynnt breytingar á fyrirhuguðum útblástursreglum sem voru samþykktar í tíð Obama. Breytingarnar útvatna kröfur um aukna sparneytni og minni losun frá bifreiðum. Útblástur frá bifreiðum er stærsti einstaki losunarþáttur gróðurhúsalofttegunda í Bandaríkjunum. Yfirvöld í Kaliforníu andmæltu breytingunum og hét því að setja strangari reglur um útblástur bifreiða. Í kjölfarið hóf alríkisstjórnin undirbúning að því að svipta ríkið heimild til að setja eigin útblástursreglur. Talið var að Trump forseti ætlaði að tilkynna um sviptinguna í heimsókn til Kaliforníu í dag en Washington Post segir að því hafi verið frestað um nokkra daga eftir að fjölmiðlar komust á snoðir um að það stæði til.Gramdist samkomulag við bílaframleiðendur Ríkisstjórn Trump gramdist það mjög þegar yfirvöld í Kaliforníu gerðu samkomulag við fjóra stóra bílaframleiðendur um að þeir færu eftir strangari reglum en alríkisreglunum í júlí. Bílaframleiðendurnir börðust gegn hertum reglum Obama en töldu Trump hafa gengið of langt í að rýmka reglurnar. Vildu þeir komast hjá því að til yrði tvískiptur bílamarkaður í Bandaríkjunum þar sem ólíkar reglur giltu um útblástur. Dómsmálaráðuneytið hóf í kjölfarið rannsókn á bílaframleiðendunum vegna mögulegra brota á samkeppnisreglum. Gagnrýnendur sögðu það misbeitingu á ráðuneytinu og tilraun ríkisstjórnarinnar til að refsa bílaframleiðendunum vegna samkomulagsins. Búast má við slag fyrir dómstólum yfir heimild Kaliforníu til að setja sér eigin reglur. Gavin Newsom, ríkisstjóri, sagði í gær að Kaliforníu hefði tekið við keflinu í loftslagsmálum í ljósi þess að Hvíta húsið hefði afsalað sér ábyrgð á þeim. „Þetta er aðgerð sem gæti haft hræðilegar afleiðingar fyrir heilsu barnanna okkar og loftið sem við öndum að okkur ef Kalifornía léti undan. En það ætlum við ekki að gera,“ sagði Newsom. Málaferlin yfirvofandi eru fordæmalaus því aldrei áður hefur alríkisstjórnin afturkallað vald ríkis til að setja eigin reglur um loftgæði, að sögn New York Times. Í ræðu í gær sagði Andrew Wheeler, forstjóri Umhverfisstofnunarinnar og fyrrverandi málsvari kolafyrirtækja, að ríkisstjórn væri fylgjandi sambandsríkjastefnunni og hlutverki ríkja en það þýddi ekki að einstök ríki gætu sett reglur fyrir allt landið. Auk útblástursreglnanna hefur Umhverfisstofnunin í tíð Trump undið ofan af reglum um losun gróðurhúsalofttegunda frá orkuverum sem voru hryggjarstykkið í loftslagsaðgerðum Obama-stjórnarinnar. Þá ætlar Trump að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu á næsta ári.
Bandaríkin Bílar Donald Trump Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Fella niður enn ein lög Obama sem ætlað var að vernda umhverfið Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, ætlar að fella niður lög um vatnsvernd sem sett voru á í forsetatíð Barack Obama. 12. september 2019 18:52 Eldsneytisfrekari bílar gætu aukið losun á við heilt land Takist Trump-stjórninni að frysta reglur um sparneytni bíla gæti það leitt til viðbótarlosunar sem jafnast á við losun landa eins og Grikklands eða Austurríkis á gróðurhúsalofttegundum. 9. ágúst 2018 15:43 Bílaframleiðendur sömdu við Kaliforníu um strangari losunarreglur Samkomulagið er ekki lagalega bindandi fyrir fyrirtækin en kemur þeim og Kaliforníu í kringum andstöðu Trump-stjórnarinnar við að ríkið setji strangari reglur um sparneytni bíla og losun þeirra. 26. júlí 2019 10:45 Trump sker hryggjarstykkið úr loftslagsaðgerðum Bandaríkjanna Næststærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum ætlar að fella niður markmið sín um að draga úr losun orkuvera. 21. ágúst 2018 15:17 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sjá meira
Fella niður enn ein lög Obama sem ætlað var að vernda umhverfið Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, ætlar að fella niður lög um vatnsvernd sem sett voru á í forsetatíð Barack Obama. 12. september 2019 18:52
Eldsneytisfrekari bílar gætu aukið losun á við heilt land Takist Trump-stjórninni að frysta reglur um sparneytni bíla gæti það leitt til viðbótarlosunar sem jafnast á við losun landa eins og Grikklands eða Austurríkis á gróðurhúsalofttegundum. 9. ágúst 2018 15:43
Bílaframleiðendur sömdu við Kaliforníu um strangari losunarreglur Samkomulagið er ekki lagalega bindandi fyrir fyrirtækin en kemur þeim og Kaliforníu í kringum andstöðu Trump-stjórnarinnar við að ríkið setji strangari reglur um sparneytni bíla og losun þeirra. 26. júlí 2019 10:45
Trump sker hryggjarstykkið úr loftslagsaðgerðum Bandaríkjanna Næststærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum ætlar að fella niður markmið sín um að draga úr losun orkuvera. 21. ágúst 2018 15:17
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent