Ætla að svipta Kaliforníu valdi til að setja eigin útblástursreglur Kjartan Kjartansson skrifar 18. september 2019 11:24 Kalifornía ætlar að halda sig við strangari reglur um útblástur bíla þrátt fyrir að alríkisstjórnin ætli að slaka á sínum reglum. Nú stefnir í slag um vald Kaliforníu til að setja sér eigin reglur. Vísir/EPA Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta er sögð ætla að afturkalla heimild Kaliforníu til að setja sínar eigin útblástursreglur fyrir bifreiðar í þessari viku. Sú aðgerð er liður í áformum ríkisstjórnarinnar um að vinda ofan af loftslagsaðgerðum fyrri ríkisstjórnar Baracks Obama. Kalifornía hefur undanfarna áratugi haft heimild til að setja sér eigin útblástursreglur sem ganga lengra en alríkisreglur. Þrettán ríki auk Kólumbíusvæðis fylgja strangari reglum Kaliforníu. Saman mynda ríkin um þriðjung bifreiðamarkaðarins í Bandaríkjunum. Umhverfisstofnunin hefur kynnt breytingar á fyrirhuguðum útblástursreglum sem voru samþykktar í tíð Obama. Breytingarnar útvatna kröfur um aukna sparneytni og minni losun frá bifreiðum. Útblástur frá bifreiðum er stærsti einstaki losunarþáttur gróðurhúsalofttegunda í Bandaríkjunum. Yfirvöld í Kaliforníu andmæltu breytingunum og hét því að setja strangari reglur um útblástur bifreiða. Í kjölfarið hóf alríkisstjórnin undirbúning að því að svipta ríkið heimild til að setja eigin útblástursreglur. Talið var að Trump forseti ætlaði að tilkynna um sviptinguna í heimsókn til Kaliforníu í dag en Washington Post segir að því hafi verið frestað um nokkra daga eftir að fjölmiðlar komust á snoðir um að það stæði til.Gramdist samkomulag við bílaframleiðendur Ríkisstjórn Trump gramdist það mjög þegar yfirvöld í Kaliforníu gerðu samkomulag við fjóra stóra bílaframleiðendur um að þeir færu eftir strangari reglum en alríkisreglunum í júlí. Bílaframleiðendurnir börðust gegn hertum reglum Obama en töldu Trump hafa gengið of langt í að rýmka reglurnar. Vildu þeir komast hjá því að til yrði tvískiptur bílamarkaður í Bandaríkjunum þar sem ólíkar reglur giltu um útblástur. Dómsmálaráðuneytið hóf í kjölfarið rannsókn á bílaframleiðendunum vegna mögulegra brota á samkeppnisreglum. Gagnrýnendur sögðu það misbeitingu á ráðuneytinu og tilraun ríkisstjórnarinnar til að refsa bílaframleiðendunum vegna samkomulagsins. Búast má við slag fyrir dómstólum yfir heimild Kaliforníu til að setja sér eigin reglur. Gavin Newsom, ríkisstjóri, sagði í gær að Kaliforníu hefði tekið við keflinu í loftslagsmálum í ljósi þess að Hvíta húsið hefði afsalað sér ábyrgð á þeim. „Þetta er aðgerð sem gæti haft hræðilegar afleiðingar fyrir heilsu barnanna okkar og loftið sem við öndum að okkur ef Kalifornía léti undan. En það ætlum við ekki að gera,“ sagði Newsom. Málaferlin yfirvofandi eru fordæmalaus því aldrei áður hefur alríkisstjórnin afturkallað vald ríkis til að setja eigin reglur um loftgæði, að sögn New York Times. Í ræðu í gær sagði Andrew Wheeler, forstjóri Umhverfisstofnunarinnar og fyrrverandi málsvari kolafyrirtækja, að ríkisstjórn væri fylgjandi sambandsríkjastefnunni og hlutverki ríkja en það þýddi ekki að einstök ríki gætu sett reglur fyrir allt landið. Auk útblástursreglnanna hefur Umhverfisstofnunin í tíð Trump undið ofan af reglum um losun gróðurhúsalofttegunda frá orkuverum sem voru hryggjarstykkið í loftslagsaðgerðum Obama-stjórnarinnar. Þá ætlar Trump að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu á næsta ári. Bandaríkin Bílar Donald Trump Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Fella niður enn ein lög Obama sem ætlað var að vernda umhverfið Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, ætlar að fella niður lög um vatnsvernd sem sett voru á í forsetatíð Barack Obama. 12. september 2019 18:52 Eldsneytisfrekari bílar gætu aukið losun á við heilt land Takist Trump-stjórninni að frysta reglur um sparneytni bíla gæti það leitt til viðbótarlosunar sem jafnast á við losun landa eins og Grikklands eða Austurríkis á gróðurhúsalofttegundum. 9. ágúst 2018 15:43 Bílaframleiðendur sömdu við Kaliforníu um strangari losunarreglur Samkomulagið er ekki lagalega bindandi fyrir fyrirtækin en kemur þeim og Kaliforníu í kringum andstöðu Trump-stjórnarinnar við að ríkið setji strangari reglur um sparneytni bíla og losun þeirra. 26. júlí 2019 10:45 Trump sker hryggjarstykkið úr loftslagsaðgerðum Bandaríkjanna Næststærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum ætlar að fella niður markmið sín um að draga úr losun orkuvera. 21. ágúst 2018 15:17 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Sjá meira
Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta er sögð ætla að afturkalla heimild Kaliforníu til að setja sínar eigin útblástursreglur fyrir bifreiðar í þessari viku. Sú aðgerð er liður í áformum ríkisstjórnarinnar um að vinda ofan af loftslagsaðgerðum fyrri ríkisstjórnar Baracks Obama. Kalifornía hefur undanfarna áratugi haft heimild til að setja sér eigin útblástursreglur sem ganga lengra en alríkisreglur. Þrettán ríki auk Kólumbíusvæðis fylgja strangari reglum Kaliforníu. Saman mynda ríkin um þriðjung bifreiðamarkaðarins í Bandaríkjunum. Umhverfisstofnunin hefur kynnt breytingar á fyrirhuguðum útblástursreglum sem voru samþykktar í tíð Obama. Breytingarnar útvatna kröfur um aukna sparneytni og minni losun frá bifreiðum. Útblástur frá bifreiðum er stærsti einstaki losunarþáttur gróðurhúsalofttegunda í Bandaríkjunum. Yfirvöld í Kaliforníu andmæltu breytingunum og hét því að setja strangari reglur um útblástur bifreiða. Í kjölfarið hóf alríkisstjórnin undirbúning að því að svipta ríkið heimild til að setja eigin útblástursreglur. Talið var að Trump forseti ætlaði að tilkynna um sviptinguna í heimsókn til Kaliforníu í dag en Washington Post segir að því hafi verið frestað um nokkra daga eftir að fjölmiðlar komust á snoðir um að það stæði til.Gramdist samkomulag við bílaframleiðendur Ríkisstjórn Trump gramdist það mjög þegar yfirvöld í Kaliforníu gerðu samkomulag við fjóra stóra bílaframleiðendur um að þeir færu eftir strangari reglum en alríkisreglunum í júlí. Bílaframleiðendurnir börðust gegn hertum reglum Obama en töldu Trump hafa gengið of langt í að rýmka reglurnar. Vildu þeir komast hjá því að til yrði tvískiptur bílamarkaður í Bandaríkjunum þar sem ólíkar reglur giltu um útblástur. Dómsmálaráðuneytið hóf í kjölfarið rannsókn á bílaframleiðendunum vegna mögulegra brota á samkeppnisreglum. Gagnrýnendur sögðu það misbeitingu á ráðuneytinu og tilraun ríkisstjórnarinnar til að refsa bílaframleiðendunum vegna samkomulagsins. Búast má við slag fyrir dómstólum yfir heimild Kaliforníu til að setja sér eigin reglur. Gavin Newsom, ríkisstjóri, sagði í gær að Kaliforníu hefði tekið við keflinu í loftslagsmálum í ljósi þess að Hvíta húsið hefði afsalað sér ábyrgð á þeim. „Þetta er aðgerð sem gæti haft hræðilegar afleiðingar fyrir heilsu barnanna okkar og loftið sem við öndum að okkur ef Kalifornía léti undan. En það ætlum við ekki að gera,“ sagði Newsom. Málaferlin yfirvofandi eru fordæmalaus því aldrei áður hefur alríkisstjórnin afturkallað vald ríkis til að setja eigin reglur um loftgæði, að sögn New York Times. Í ræðu í gær sagði Andrew Wheeler, forstjóri Umhverfisstofnunarinnar og fyrrverandi málsvari kolafyrirtækja, að ríkisstjórn væri fylgjandi sambandsríkjastefnunni og hlutverki ríkja en það þýddi ekki að einstök ríki gætu sett reglur fyrir allt landið. Auk útblástursreglnanna hefur Umhverfisstofnunin í tíð Trump undið ofan af reglum um losun gróðurhúsalofttegunda frá orkuverum sem voru hryggjarstykkið í loftslagsaðgerðum Obama-stjórnarinnar. Þá ætlar Trump að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu á næsta ári.
Bandaríkin Bílar Donald Trump Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Fella niður enn ein lög Obama sem ætlað var að vernda umhverfið Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, ætlar að fella niður lög um vatnsvernd sem sett voru á í forsetatíð Barack Obama. 12. september 2019 18:52 Eldsneytisfrekari bílar gætu aukið losun á við heilt land Takist Trump-stjórninni að frysta reglur um sparneytni bíla gæti það leitt til viðbótarlosunar sem jafnast á við losun landa eins og Grikklands eða Austurríkis á gróðurhúsalofttegundum. 9. ágúst 2018 15:43 Bílaframleiðendur sömdu við Kaliforníu um strangari losunarreglur Samkomulagið er ekki lagalega bindandi fyrir fyrirtækin en kemur þeim og Kaliforníu í kringum andstöðu Trump-stjórnarinnar við að ríkið setji strangari reglur um sparneytni bíla og losun þeirra. 26. júlí 2019 10:45 Trump sker hryggjarstykkið úr loftslagsaðgerðum Bandaríkjanna Næststærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum ætlar að fella niður markmið sín um að draga úr losun orkuvera. 21. ágúst 2018 15:17 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Sjá meira
Fella niður enn ein lög Obama sem ætlað var að vernda umhverfið Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, ætlar að fella niður lög um vatnsvernd sem sett voru á í forsetatíð Barack Obama. 12. september 2019 18:52
Eldsneytisfrekari bílar gætu aukið losun á við heilt land Takist Trump-stjórninni að frysta reglur um sparneytni bíla gæti það leitt til viðbótarlosunar sem jafnast á við losun landa eins og Grikklands eða Austurríkis á gróðurhúsalofttegundum. 9. ágúst 2018 15:43
Bílaframleiðendur sömdu við Kaliforníu um strangari losunarreglur Samkomulagið er ekki lagalega bindandi fyrir fyrirtækin en kemur þeim og Kaliforníu í kringum andstöðu Trump-stjórnarinnar við að ríkið setji strangari reglur um sparneytni bíla og losun þeirra. 26. júlí 2019 10:45
Trump sker hryggjarstykkið úr loftslagsaðgerðum Bandaríkjanna Næststærsti losandi gróðurhúsalofttegunda í heiminum ætlar að fella niður markmið sín um að draga úr losun orkuvera. 21. ágúst 2018 15:17