Eldsneytisfrekari bílar gætu aukið losun á við heilt land Kjartan Kjartansson skrifar 9. ágúst 2018 15:43 Samgöngur eru stærsta einstaka uppspretta losunar gróðurhúsalofttegunda í Bandaríkjunum. Áform Trump um að draga úr sparneytni bíla gæti því verið stærra bakslag fyrir loftslagsaðgerðir en afnám margra annarra umhverfisreglna sem hann hefur lagt til. Vísir/EPA Áform ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að frysta kröfur um sparneytni fólksbíla og léttari trukka gætu aukið losun Bandaríkjanna á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum um það sem nemur heildarlosun miðlungsstórs lands á ári. Fyrri ríkisstjórn Baracks Obama hafði samþykkt stigvaxandi útblástursreglur sem hefðu gert kröfu um að bílaframleiðendur gerðu bíla sína um það bil helmingi sparneytnari fyrir árið 2025. Tillaga Trump nú gerir ráð fyrir að kröfurnar verði frystar árið 2021. Greining rannsóknafyrirtækisins Rhodium Group sem New York Times greinir frá gerir ráð fyrir að þessa slakari kröfur um sparneytni þýði að bandaríski bílaflotinn muni losa 321-931 milljón tonn meira af koltvísýringi til ársins 2035 en hann hefði gert með strangari reglunum. Sú viðbótarlosun er meiri en árleg losun ríkja eins og Austurríkis, Bangladess og Grikklands á gróðurhúsalofttegundum. Engu að síður rökstyður Umhverfisstofnun Bandaríkjanna tillöguna með því að hún hafi hverfandi áhrif á loftslag jarðar. Viðbótarmengunin muni auka styrk koltvísýrings í lofthjúpnum um 0,65 hluta úr milljón við aldamótin. Styrkurinn var 405 hlutar af milljón að meðaltali í fyrra samkvæmt tölum Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna og hefur ekki verið hærri í að minnsta kosti 800.000 ár. Styrkurinn verður enn hærri um aldamótin ef menn halda áfram losun sinni á gróðurhúsalofttegundum.Búist við stríði fyrir dómstólum um örlög reglnanna Því hefur verið spáð að tillaga Trump-stjórnarinnar muni mæta mikilli mótspyrnu og örlög hennar ráðist fyrir dómstólum. Ástæðan er ekki síst sú að með tillögunni myndi alríkisstjórnin afturkalla undanþágu sem Kaliforníuríki hefur notið um áratugaskeið til að setja sér sínar eigin losunarreglur. Fjöldi annarra bandarískra ríkja fylgja fordæmi Kaliforníu í þeim efnum. Fulltrúar Kaliforníu og átján ríkja sem fylgja stöðlum ríkisins hafa þegar lýst því yfir að þeir ætli sér að stöðva tillöguna. Sumir sérfræðingar hafa einnig bent á að rökstuðningur Umhverfisstofnunarinnar fyrir því að slaka á reglunum standi á brauðfótum. Á meðal þess sem stofnunin taldi mæla gegn strangari reglunum var að þær myndu leiða til fleiri dauðsfalla í umferðinni. Kæmust ökumenn lengra á bensíntanknum á sparneytnari bílum myndu þeir aka lengra. Sá viðbótarakstur myndi fjölga dauðsföllum til muna. Austurríki Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Ríkisstjórn Trump ætlar að skikka dreifiaðila til að kaupa kola- og kjarnorku Fyrirséð er að losun Bandaríkjanna á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun aukist ef áform ríkisstjórnar Trump verða að veruleika. 1. júní 2018 21:28 Staðfesta að 2017 var þriðja hlýjasta árið frá upphafi mælinga Síðustu þrjú ár eru þau hlýjustu frá því að mælingar hófust upp úr miðri 19. öldinni. 1. ágúst 2018 18:39 Ríkisstjórn Trump vill leyfa bílum að menga meira Útblástursstaðlar verða frystir árið 2020 samkvæmt tillögu Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna. 31. maí 2018 19:51 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fleiri fréttir Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sjá meira
Áform ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að frysta kröfur um sparneytni fólksbíla og léttari trukka gætu aukið losun Bandaríkjanna á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum um það sem nemur heildarlosun miðlungsstórs lands á ári. Fyrri ríkisstjórn Baracks Obama hafði samþykkt stigvaxandi útblástursreglur sem hefðu gert kröfu um að bílaframleiðendur gerðu bíla sína um það bil helmingi sparneytnari fyrir árið 2025. Tillaga Trump nú gerir ráð fyrir að kröfurnar verði frystar árið 2021. Greining rannsóknafyrirtækisins Rhodium Group sem New York Times greinir frá gerir ráð fyrir að þessa slakari kröfur um sparneytni þýði að bandaríski bílaflotinn muni losa 321-931 milljón tonn meira af koltvísýringi til ársins 2035 en hann hefði gert með strangari reglunum. Sú viðbótarlosun er meiri en árleg losun ríkja eins og Austurríkis, Bangladess og Grikklands á gróðurhúsalofttegundum. Engu að síður rökstyður Umhverfisstofnun Bandaríkjanna tillöguna með því að hún hafi hverfandi áhrif á loftslag jarðar. Viðbótarmengunin muni auka styrk koltvísýrings í lofthjúpnum um 0,65 hluta úr milljón við aldamótin. Styrkurinn var 405 hlutar af milljón að meðaltali í fyrra samkvæmt tölum Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna og hefur ekki verið hærri í að minnsta kosti 800.000 ár. Styrkurinn verður enn hærri um aldamótin ef menn halda áfram losun sinni á gróðurhúsalofttegundum.Búist við stríði fyrir dómstólum um örlög reglnanna Því hefur verið spáð að tillaga Trump-stjórnarinnar muni mæta mikilli mótspyrnu og örlög hennar ráðist fyrir dómstólum. Ástæðan er ekki síst sú að með tillögunni myndi alríkisstjórnin afturkalla undanþágu sem Kaliforníuríki hefur notið um áratugaskeið til að setja sér sínar eigin losunarreglur. Fjöldi annarra bandarískra ríkja fylgja fordæmi Kaliforníu í þeim efnum. Fulltrúar Kaliforníu og átján ríkja sem fylgja stöðlum ríkisins hafa þegar lýst því yfir að þeir ætli sér að stöðva tillöguna. Sumir sérfræðingar hafa einnig bent á að rökstuðningur Umhverfisstofnunarinnar fyrir því að slaka á reglunum standi á brauðfótum. Á meðal þess sem stofnunin taldi mæla gegn strangari reglunum var að þær myndu leiða til fleiri dauðsfalla í umferðinni. Kæmust ökumenn lengra á bensíntanknum á sparneytnari bílum myndu þeir aka lengra. Sá viðbótarakstur myndi fjölga dauðsföllum til muna.
Austurríki Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Ríkisstjórn Trump ætlar að skikka dreifiaðila til að kaupa kola- og kjarnorku Fyrirséð er að losun Bandaríkjanna á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun aukist ef áform ríkisstjórnar Trump verða að veruleika. 1. júní 2018 21:28 Staðfesta að 2017 var þriðja hlýjasta árið frá upphafi mælinga Síðustu þrjú ár eru þau hlýjustu frá því að mælingar hófust upp úr miðri 19. öldinni. 1. ágúst 2018 18:39 Ríkisstjórn Trump vill leyfa bílum að menga meira Útblástursstaðlar verða frystir árið 2020 samkvæmt tillögu Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna. 31. maí 2018 19:51 Mest lesið Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Innlent Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fleiri fréttir Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sjá meira
Ríkisstjórn Trump ætlar að skikka dreifiaðila til að kaupa kola- og kjarnorku Fyrirséð er að losun Bandaríkjanna á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun aukist ef áform ríkisstjórnar Trump verða að veruleika. 1. júní 2018 21:28
Staðfesta að 2017 var þriðja hlýjasta árið frá upphafi mælinga Síðustu þrjú ár eru þau hlýjustu frá því að mælingar hófust upp úr miðri 19. öldinni. 1. ágúst 2018 18:39
Ríkisstjórn Trump vill leyfa bílum að menga meira Útblástursstaðlar verða frystir árið 2020 samkvæmt tillögu Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna. 31. maí 2018 19:51
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent