Eldsneytisfrekari bílar gætu aukið losun á við heilt land Kjartan Kjartansson skrifar 9. ágúst 2018 15:43 Samgöngur eru stærsta einstaka uppspretta losunar gróðurhúsalofttegunda í Bandaríkjunum. Áform Trump um að draga úr sparneytni bíla gæti því verið stærra bakslag fyrir loftslagsaðgerðir en afnám margra annarra umhverfisreglna sem hann hefur lagt til. Vísir/EPA Áform ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að frysta kröfur um sparneytni fólksbíla og léttari trukka gætu aukið losun Bandaríkjanna á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum um það sem nemur heildarlosun miðlungsstórs lands á ári. Fyrri ríkisstjórn Baracks Obama hafði samþykkt stigvaxandi útblástursreglur sem hefðu gert kröfu um að bílaframleiðendur gerðu bíla sína um það bil helmingi sparneytnari fyrir árið 2025. Tillaga Trump nú gerir ráð fyrir að kröfurnar verði frystar árið 2021. Greining rannsóknafyrirtækisins Rhodium Group sem New York Times greinir frá gerir ráð fyrir að þessa slakari kröfur um sparneytni þýði að bandaríski bílaflotinn muni losa 321-931 milljón tonn meira af koltvísýringi til ársins 2035 en hann hefði gert með strangari reglunum. Sú viðbótarlosun er meiri en árleg losun ríkja eins og Austurríkis, Bangladess og Grikklands á gróðurhúsalofttegundum. Engu að síður rökstyður Umhverfisstofnun Bandaríkjanna tillöguna með því að hún hafi hverfandi áhrif á loftslag jarðar. Viðbótarmengunin muni auka styrk koltvísýrings í lofthjúpnum um 0,65 hluta úr milljón við aldamótin. Styrkurinn var 405 hlutar af milljón að meðaltali í fyrra samkvæmt tölum Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna og hefur ekki verið hærri í að minnsta kosti 800.000 ár. Styrkurinn verður enn hærri um aldamótin ef menn halda áfram losun sinni á gróðurhúsalofttegundum.Búist við stríði fyrir dómstólum um örlög reglnanna Því hefur verið spáð að tillaga Trump-stjórnarinnar muni mæta mikilli mótspyrnu og örlög hennar ráðist fyrir dómstólum. Ástæðan er ekki síst sú að með tillögunni myndi alríkisstjórnin afturkalla undanþágu sem Kaliforníuríki hefur notið um áratugaskeið til að setja sér sínar eigin losunarreglur. Fjöldi annarra bandarískra ríkja fylgja fordæmi Kaliforníu í þeim efnum. Fulltrúar Kaliforníu og átján ríkja sem fylgja stöðlum ríkisins hafa þegar lýst því yfir að þeir ætli sér að stöðva tillöguna. Sumir sérfræðingar hafa einnig bent á að rökstuðningur Umhverfisstofnunarinnar fyrir því að slaka á reglunum standi á brauðfótum. Á meðal þess sem stofnunin taldi mæla gegn strangari reglunum var að þær myndu leiða til fleiri dauðsfalla í umferðinni. Kæmust ökumenn lengra á bensíntanknum á sparneytnari bílum myndu þeir aka lengra. Sá viðbótarakstur myndi fjölga dauðsföllum til muna. Austurríki Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Ríkisstjórn Trump ætlar að skikka dreifiaðila til að kaupa kola- og kjarnorku Fyrirséð er að losun Bandaríkjanna á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun aukist ef áform ríkisstjórnar Trump verða að veruleika. 1. júní 2018 21:28 Staðfesta að 2017 var þriðja hlýjasta árið frá upphafi mælinga Síðustu þrjú ár eru þau hlýjustu frá því að mælingar hófust upp úr miðri 19. öldinni. 1. ágúst 2018 18:39 Ríkisstjórn Trump vill leyfa bílum að menga meira Útblástursstaðlar verða frystir árið 2020 samkvæmt tillögu Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna. 31. maí 2018 19:51 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Sjá meira
Áform ríkisstjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að frysta kröfur um sparneytni fólksbíla og léttari trukka gætu aukið losun Bandaríkjanna á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum um það sem nemur heildarlosun miðlungsstórs lands á ári. Fyrri ríkisstjórn Baracks Obama hafði samþykkt stigvaxandi útblástursreglur sem hefðu gert kröfu um að bílaframleiðendur gerðu bíla sína um það bil helmingi sparneytnari fyrir árið 2025. Tillaga Trump nú gerir ráð fyrir að kröfurnar verði frystar árið 2021. Greining rannsóknafyrirtækisins Rhodium Group sem New York Times greinir frá gerir ráð fyrir að þessa slakari kröfur um sparneytni þýði að bandaríski bílaflotinn muni losa 321-931 milljón tonn meira af koltvísýringi til ársins 2035 en hann hefði gert með strangari reglunum. Sú viðbótarlosun er meiri en árleg losun ríkja eins og Austurríkis, Bangladess og Grikklands á gróðurhúsalofttegundum. Engu að síður rökstyður Umhverfisstofnun Bandaríkjanna tillöguna með því að hún hafi hverfandi áhrif á loftslag jarðar. Viðbótarmengunin muni auka styrk koltvísýrings í lofthjúpnum um 0,65 hluta úr milljón við aldamótin. Styrkurinn var 405 hlutar af milljón að meðaltali í fyrra samkvæmt tölum Haf- og loftslagsstofnunar Bandaríkjanna og hefur ekki verið hærri í að minnsta kosti 800.000 ár. Styrkurinn verður enn hærri um aldamótin ef menn halda áfram losun sinni á gróðurhúsalofttegundum.Búist við stríði fyrir dómstólum um örlög reglnanna Því hefur verið spáð að tillaga Trump-stjórnarinnar muni mæta mikilli mótspyrnu og örlög hennar ráðist fyrir dómstólum. Ástæðan er ekki síst sú að með tillögunni myndi alríkisstjórnin afturkalla undanþágu sem Kaliforníuríki hefur notið um áratugaskeið til að setja sér sínar eigin losunarreglur. Fjöldi annarra bandarískra ríkja fylgja fordæmi Kaliforníu í þeim efnum. Fulltrúar Kaliforníu og átján ríkja sem fylgja stöðlum ríkisins hafa þegar lýst því yfir að þeir ætli sér að stöðva tillöguna. Sumir sérfræðingar hafa einnig bent á að rökstuðningur Umhverfisstofnunarinnar fyrir því að slaka á reglunum standi á brauðfótum. Á meðal þess sem stofnunin taldi mæla gegn strangari reglunum var að þær myndu leiða til fleiri dauðsfalla í umferðinni. Kæmust ökumenn lengra á bensíntanknum á sparneytnari bílum myndu þeir aka lengra. Sá viðbótarakstur myndi fjölga dauðsföllum til muna.
Austurríki Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Ríkisstjórn Trump ætlar að skikka dreifiaðila til að kaupa kola- og kjarnorku Fyrirséð er að losun Bandaríkjanna á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun aukist ef áform ríkisstjórnar Trump verða að veruleika. 1. júní 2018 21:28 Staðfesta að 2017 var þriðja hlýjasta árið frá upphafi mælinga Síðustu þrjú ár eru þau hlýjustu frá því að mælingar hófust upp úr miðri 19. öldinni. 1. ágúst 2018 18:39 Ríkisstjórn Trump vill leyfa bílum að menga meira Útblástursstaðlar verða frystir árið 2020 samkvæmt tillögu Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna. 31. maí 2018 19:51 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Sjá meira
Ríkisstjórn Trump ætlar að skikka dreifiaðila til að kaupa kola- og kjarnorku Fyrirséð er að losun Bandaríkjanna á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun aukist ef áform ríkisstjórnar Trump verða að veruleika. 1. júní 2018 21:28
Staðfesta að 2017 var þriðja hlýjasta árið frá upphafi mælinga Síðustu þrjú ár eru þau hlýjustu frá því að mælingar hófust upp úr miðri 19. öldinni. 1. ágúst 2018 18:39
Ríkisstjórn Trump vill leyfa bílum að menga meira Útblástursstaðlar verða frystir árið 2020 samkvæmt tillögu Umhverfisstofnunar Bandaríkjanna. 31. maí 2018 19:51
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“