SpaceX tekur stórt skref í átt að mönnuðum geimferðum Samúel Karl Ólason skrifar 1. mars 2019 14:15 Þetta er fyrsta tilraunaflug Crew Dragon en einnig stendur til að reyna að lenda Falcon 9 eldflauginni sem bera á farið út í geim á drónaskipinu Of Course I Still love You undan ströndum Flórída. Vísir/SpaceX Fyrirtækið SpaceX mun á morgun taka mikilvægt skref í því að skjóta mönnum út í geim á nýjan leik frá Bandaríkjunum. Til stendur að skjóta Crew Dragon geimfari fyrirtækisins á loft frá Flórída í fyrramálið. Farið verður ekki mannað þar sem að um tilraunaskot er að ræða en því verður þó flogið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar og þar mun farið tengjast geimstöðinni. Þetta er fyrsta tilraunaflug Crew Dragon en einnig stendur til að reyna að lenda Falcon 9 eldflauginni sem bera á farið út í geim á drónaskipinu Of Course I Still love You undan ströndum Flórída. Í tilkynningu frá SpaceX segir að til standi að skjóta geimfarinu á loft um klukkan átta í fyrramálið. Skotglugginn, eins og það er kallað, opnast klukkan 07:49 að íslenskum tíma. Sýnt verður frá geimskotinu á Vísi. Gangi ekki eftir að skjóta farinu á loft verður það næst reynt klukkan sjö á þriðjudagsmorgun.Crew Dragon farið mun flytja um 180 kíló af birgðum til geimstöðvarinnar en þar um borð verða einnig fjölmargir skynjarar. Þeim er meðal annars ætlað að kanna það álag sem geimfarar yrðu fyrir um borð í farinu og hvort andrúmsloft þess verði í lagi. Til að kanna mögulegt álag á geimfara hefur nokkurs konar gínu verið komið fyrir í farinu. Sú gína inniheldur skynjara í höfði, hálsi og mænu sem eiga að greina hvaða áhrif þau miklu þyngdaraflsáhrif sem geimfarar munu verða fyrir við geimskot munu hafa. Gínan er af sömu gerðinni og Starman, sem SpaceX sendi í ævintýralegt ferðalag í fyrra. Þessi gína hefur einnig fengið nafn, eins og Elon Musk, eigandi SpaceX, opinberaði á Twitter í dag. Hún heitir Ripley í höfuðið á persónu Sigourney Weaver í Alien myndunum.Við tístið hér að neðan skrifar Musk einnig að myndavél verði komið fyrir svo áhorfendur geti fylgst með geimferð Ripley frá hennar sjónarhorni.Ripley pic.twitter.com/Z9Ztram8Ai — Elon Musk (@elonmusk) March 1, 2019 Ef geimskotið heppnast er áætlað að geimfarið tengist geimstöðinni skömmu eftir hádegi á sunnudag. Þar á geimfarið að vera þar til á föstudaginn 8. mars. Þá stendur til að lenda geimfarinu í Atlantshafinu. Fregnir hafa borist af því að starfsmenn Geimvísindastofnunnar hafi áhyggjur af geimförum SpaceX og Boeing, sem ætlað er að bera menn út í geim. Bandaríkin hafa ekki geta skotið mönnum út í heim frá því geimskutlurnar voru teknar úr notkun árið 2011.Sjá einnig: NASA hefur áhyggjur af þróun geimfara SpaceX og BoeingSpaceX hefur gert 2,6 milljarða dala samning við NASA um að ferja geimfara fyrir stofnunina. Forsvarsmenn SpaceX vonast til þess að geta skotið fyrstu geimförunum á loft í júlí og því er mjög mikilvægt fyrir fyrirtækið að allt gangi vel á morgun. Bandaríkin Boeing Geimurinn SpaceX Tækni Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Fyrirtækið SpaceX mun á morgun taka mikilvægt skref í því að skjóta mönnum út í geim á nýjan leik frá Bandaríkjunum. Til stendur að skjóta Crew Dragon geimfari fyrirtækisins á loft frá Flórída í fyrramálið. Farið verður ekki mannað þar sem að um tilraunaskot er að ræða en því verður þó flogið til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar og þar mun farið tengjast geimstöðinni. Þetta er fyrsta tilraunaflug Crew Dragon en einnig stendur til að reyna að lenda Falcon 9 eldflauginni sem bera á farið út í geim á drónaskipinu Of Course I Still love You undan ströndum Flórída. Í tilkynningu frá SpaceX segir að til standi að skjóta geimfarinu á loft um klukkan átta í fyrramálið. Skotglugginn, eins og það er kallað, opnast klukkan 07:49 að íslenskum tíma. Sýnt verður frá geimskotinu á Vísi. Gangi ekki eftir að skjóta farinu á loft verður það næst reynt klukkan sjö á þriðjudagsmorgun.Crew Dragon farið mun flytja um 180 kíló af birgðum til geimstöðvarinnar en þar um borð verða einnig fjölmargir skynjarar. Þeim er meðal annars ætlað að kanna það álag sem geimfarar yrðu fyrir um borð í farinu og hvort andrúmsloft þess verði í lagi. Til að kanna mögulegt álag á geimfara hefur nokkurs konar gínu verið komið fyrir í farinu. Sú gína inniheldur skynjara í höfði, hálsi og mænu sem eiga að greina hvaða áhrif þau miklu þyngdaraflsáhrif sem geimfarar munu verða fyrir við geimskot munu hafa. Gínan er af sömu gerðinni og Starman, sem SpaceX sendi í ævintýralegt ferðalag í fyrra. Þessi gína hefur einnig fengið nafn, eins og Elon Musk, eigandi SpaceX, opinberaði á Twitter í dag. Hún heitir Ripley í höfuðið á persónu Sigourney Weaver í Alien myndunum.Við tístið hér að neðan skrifar Musk einnig að myndavél verði komið fyrir svo áhorfendur geti fylgst með geimferð Ripley frá hennar sjónarhorni.Ripley pic.twitter.com/Z9Ztram8Ai — Elon Musk (@elonmusk) March 1, 2019 Ef geimskotið heppnast er áætlað að geimfarið tengist geimstöðinni skömmu eftir hádegi á sunnudag. Þar á geimfarið að vera þar til á föstudaginn 8. mars. Þá stendur til að lenda geimfarinu í Atlantshafinu. Fregnir hafa borist af því að starfsmenn Geimvísindastofnunnar hafi áhyggjur af geimförum SpaceX og Boeing, sem ætlað er að bera menn út í geim. Bandaríkin hafa ekki geta skotið mönnum út í heim frá því geimskutlurnar voru teknar úr notkun árið 2011.Sjá einnig: NASA hefur áhyggjur af þróun geimfara SpaceX og BoeingSpaceX hefur gert 2,6 milljarða dala samning við NASA um að ferja geimfara fyrir stofnunina. Forsvarsmenn SpaceX vonast til þess að geta skotið fyrstu geimförunum á loft í júlí og því er mjög mikilvægt fyrir fyrirtækið að allt gangi vel á morgun.
Bandaríkin Boeing Geimurinn SpaceX Tækni Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira