Drengurinn frá höfuðborg súkkulaðisins Benedikt Bóas Hinriksson skrifar 28. október 2019 11:00 Pulisic fagnar þrennunni. vísir/getty Að skora hina fullkomnu þrennu er ekki eitthvað sem gerist á hverjum degi, þ.e.a.s. að skora með hægri fæti, þeim vinstri og með hausnum. Alls hefur 31 leikmaður gert það á 28 tímabilum í ensku úrvalsdeildinni. Þegar listinn er skoðaður má sjá að kunnugleg nöfn sem höfðu markanef, eins og sá besti, Alan Shearer, er ekki að finna þarna. Ekki heldur Wayne Rooney eða Harry Kane. Robbie Fowler gerði það þó þrisvar, takk fyrir. Christian Pulisic, leikmaður Chelsea, bættist í þennan glæsilega hóp á laugardaginn þegar hann skoraði eftirminnilega þrennu þó það sé hægt að deila um hvort hann hafi skorað síðasta markið með öxlinni eða hausnum. En hann var frábær líkt og aðrir miðjumenn Chelsea í leiknum. Pulisic kom til Chelsea í janúar frá Dortmund fyrir gríðarlega mikinn pening og var lánaður strax aftur þar sem hann kláraði tímabilið. Margir hafa beðið eftir að sjá hvað guttinn gæti en hann hefur verið nánast í frystikistunni hjá Frank Lampard frá því hann kom til liðsins. En nú leystist eitthvað úr læðingi og stjarna hans skein skært á Turf Moor, heimavelli Burnley. Pulisic er fæddur 1998 í Hershey í Pennsylvaníu þar sem eitt allra besta súkkulaði heims rennur af færibandinu á hverjum degi. Foreldrar hans eru Kelly og Mark sem bæði spiluðu fótbolta í George Mason háskólanum. Faðir hans var stjarna í innanhússbolta, eins magnað og það er, með Harrisburg Heat. Snemma varð ljóst að Pulisic væri efnilegur og hann smitaðist af fótboltaáhuganum þegar fjölskyldan bjó í eitt ár í Englandi. Þá var hann sjö ára. Fjölskyldan fór á nokkra leiki í enska boltanum, meðal annars hjá Manchester United og Tottenham. Hann hélt þessum áhuga og vakti athygli út fyrir landsteinana. Honum var boðið að æfa á Spáni, Englandi og í Þýskalandi. Hjá Dortmund leist fjölskyldunni best á aðstæður og áætlanir og samdi við félagið. Þá var Pulisic 15 ára. Faðir hans fór með og þjálfaði yngstu iðkendur félagsins. Ferill Pulisics fór snemma á flug og í vetrarfríinu árið 2016 var hann kallaður í aðalliðið til Thomas Tuchel og fór með því til Dúbaí. Þá var hann búinn að skora 10 mörk og gefa átta stoðsendingar í 15 leikjum með U19 ára liðinu. Í Dúbaí þótti hann strax sýna takta og í apríl sama ár skoraði hann sitt fyrsta mark fyrir félagið. Hann var þar með yngsti erlendi markaskorarinn í Bundesligunni og sá fjórði yngsti frá upphafi. Hann var 17 ára og 212 daga gamall. Hann var þrjú ár hjá Dortmund, lék 81 leik og skoraði 10 mörk og var orðinn stórstjarna heima fyrir. Stóru félögin fóru að banka á dyrnar og fylgjast með gutta og Chelsea keypti hann í janúar á 58 milljónir punda. Hann var dýrasti leikmaður Bandaríkjanna. Pulisic var æstur í að byrja ferilinn hjá Chelsea og stytti sumarfríið sitt um viku til að koma og hitta nýja liðsfélaga. Hann hringdi í nýja stjórann Frank Lampard og tilkynnti honum áætlanir sínar. Þá var hann nýbúinn að klára Gullbikarinn með landsliðinu þar sem liðið tapaði úrslitaleik gegn Mexíkó. Lífið í ensku úrvalsdeildinni hefur þó verið erfitt fyrir guttann og þótt verðmiðinn sé hár og Pulisic ein skærasta, ef ekki skærasta, knattspyrnustjarna heimalandsins, hefur Lampard verið spar á að nota hann. Eftir landsleik með Bandaríkjunum í september komu þrír leikir í röð þar sem hann sat á bekknum. Svo kom deildabikarleikur gegn Grimsby þar sem hann spilaði 90 mínútur en var síðan settur á bekkinn gegn Brighton. Gegn Lille í Meistaradeildinni komst hann ekki í hópinn og eðlilega voru menn og konur tengdir guttanum áhyggjufullir. En hlutirnir eru fljótir að breytast í fótbolta. Pulisic var frábær þegar hann kom inn á gegn Ajax í Meistaradeildinni í síðustu viku og þrenna núna um helgina hefur sýnt fólki hvað þessi rúmlega tvítugi Bandaríkjamaður getur í fótbolta. Chelsea hefur ekki tapað í undanförnum sjö leikjum og spilamennska liðsins hefur þótt mjög góð þó varnarleikurinn sé alltaf dálítið spurningarmerki. Næst fær Chelsea heimaleik gegn Manchester United í deildabikarnum áður en liðið fer í ökuferð um London til að kíkja á granna sína í Watford. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Fótbolti Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Fleiri fréttir Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Sjá meira
Að skora hina fullkomnu þrennu er ekki eitthvað sem gerist á hverjum degi, þ.e.a.s. að skora með hægri fæti, þeim vinstri og með hausnum. Alls hefur 31 leikmaður gert það á 28 tímabilum í ensku úrvalsdeildinni. Þegar listinn er skoðaður má sjá að kunnugleg nöfn sem höfðu markanef, eins og sá besti, Alan Shearer, er ekki að finna þarna. Ekki heldur Wayne Rooney eða Harry Kane. Robbie Fowler gerði það þó þrisvar, takk fyrir. Christian Pulisic, leikmaður Chelsea, bættist í þennan glæsilega hóp á laugardaginn þegar hann skoraði eftirminnilega þrennu þó það sé hægt að deila um hvort hann hafi skorað síðasta markið með öxlinni eða hausnum. En hann var frábær líkt og aðrir miðjumenn Chelsea í leiknum. Pulisic kom til Chelsea í janúar frá Dortmund fyrir gríðarlega mikinn pening og var lánaður strax aftur þar sem hann kláraði tímabilið. Margir hafa beðið eftir að sjá hvað guttinn gæti en hann hefur verið nánast í frystikistunni hjá Frank Lampard frá því hann kom til liðsins. En nú leystist eitthvað úr læðingi og stjarna hans skein skært á Turf Moor, heimavelli Burnley. Pulisic er fæddur 1998 í Hershey í Pennsylvaníu þar sem eitt allra besta súkkulaði heims rennur af færibandinu á hverjum degi. Foreldrar hans eru Kelly og Mark sem bæði spiluðu fótbolta í George Mason háskólanum. Faðir hans var stjarna í innanhússbolta, eins magnað og það er, með Harrisburg Heat. Snemma varð ljóst að Pulisic væri efnilegur og hann smitaðist af fótboltaáhuganum þegar fjölskyldan bjó í eitt ár í Englandi. Þá var hann sjö ára. Fjölskyldan fór á nokkra leiki í enska boltanum, meðal annars hjá Manchester United og Tottenham. Hann hélt þessum áhuga og vakti athygli út fyrir landsteinana. Honum var boðið að æfa á Spáni, Englandi og í Þýskalandi. Hjá Dortmund leist fjölskyldunni best á aðstæður og áætlanir og samdi við félagið. Þá var Pulisic 15 ára. Faðir hans fór með og þjálfaði yngstu iðkendur félagsins. Ferill Pulisics fór snemma á flug og í vetrarfríinu árið 2016 var hann kallaður í aðalliðið til Thomas Tuchel og fór með því til Dúbaí. Þá var hann búinn að skora 10 mörk og gefa átta stoðsendingar í 15 leikjum með U19 ára liðinu. Í Dúbaí þótti hann strax sýna takta og í apríl sama ár skoraði hann sitt fyrsta mark fyrir félagið. Hann var þar með yngsti erlendi markaskorarinn í Bundesligunni og sá fjórði yngsti frá upphafi. Hann var 17 ára og 212 daga gamall. Hann var þrjú ár hjá Dortmund, lék 81 leik og skoraði 10 mörk og var orðinn stórstjarna heima fyrir. Stóru félögin fóru að banka á dyrnar og fylgjast með gutta og Chelsea keypti hann í janúar á 58 milljónir punda. Hann var dýrasti leikmaður Bandaríkjanna. Pulisic var æstur í að byrja ferilinn hjá Chelsea og stytti sumarfríið sitt um viku til að koma og hitta nýja liðsfélaga. Hann hringdi í nýja stjórann Frank Lampard og tilkynnti honum áætlanir sínar. Þá var hann nýbúinn að klára Gullbikarinn með landsliðinu þar sem liðið tapaði úrslitaleik gegn Mexíkó. Lífið í ensku úrvalsdeildinni hefur þó verið erfitt fyrir guttann og þótt verðmiðinn sé hár og Pulisic ein skærasta, ef ekki skærasta, knattspyrnustjarna heimalandsins, hefur Lampard verið spar á að nota hann. Eftir landsleik með Bandaríkjunum í september komu þrír leikir í röð þar sem hann sat á bekknum. Svo kom deildabikarleikur gegn Grimsby þar sem hann spilaði 90 mínútur en var síðan settur á bekkinn gegn Brighton. Gegn Lille í Meistaradeildinni komst hann ekki í hópinn og eðlilega voru menn og konur tengdir guttanum áhyggjufullir. En hlutirnir eru fljótir að breytast í fótbolta. Pulisic var frábær þegar hann kom inn á gegn Ajax í Meistaradeildinni í síðustu viku og þrenna núna um helgina hefur sýnt fólki hvað þessi rúmlega tvítugi Bandaríkjamaður getur í fótbolta. Chelsea hefur ekki tapað í undanförnum sjö leikjum og spilamennska liðsins hefur þótt mjög góð þó varnarleikurinn sé alltaf dálítið spurningarmerki. Næst fær Chelsea heimaleik gegn Manchester United í deildabikarnum áður en liðið fer í ökuferð um London til að kíkja á granna sína í Watford.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Enski boltinn Segir að Trump hafi stungið gullmedalíu inn á sig Fótbolti Undrabarn Barcelona hefur stækkað um tíu sentimetra Fótbolti Spánverjar í úrslitaleikinn: Bonmatí sýndi af hverju hún er best í heimi Fótbolti Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Freyr ósáttur með dómarann: „Svo slæmt að ég er orðlaus“ Fótbolti Yfirlýsing frá KSÍ: Þrengt að þjóðarleikvanginum Íslenski boltinn Uppgjör: Silkeborg-KA 1-1 | Töfrar Hallgríms tryggðu KA frábær úrslit Fótbolti Sjáðu Stefán Inga skora fyrstu þrennu Íslendings í næstum því fimm ár Fótbolti Fabregas útilokar ekki að Messi spili fyrir hann hjá Como Fótbolti Fleiri fréttir Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Sjá meira