Sögulegur harmleikur á Bahama Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2019 07:18 Fellibylurinn Dorian hefur misst mikinn styrk og er nú skilgreindur sem þriðja flokks fellibylur. AP/NOAA Fellibylurinn Dorian hefur misst mikinn styrk og er nú skilgreindur sem þriðja stigs fellibylur. Hann er þó enn nánast kyrr yfir Bahamaeyjum og heldur áfram að valda þar miklum skaða og manntjóni. Minnst fimm eru dánir en vindhraði Dorian hefur minnkað í um 57 metra á sekúndu, eins og hann mældist mestur í morgun. Óttast er að tala látinna muni hækka. Veðurfræðingar í Bandaríkjunum búast við því að Dorian muni færast „hættulega nálægt“ ströndum Flórída næstu nótt og á miðvikudaginn og þaðan muni hann fara norður með strönd Bandaríkjanna á fimmtudaginn. Eyjurnar Abaco og Grand Bahama hafa orðið hvað verst úti vegna Dorian en þar olli hann gífurlegum sjávarflóðum. Um 70 þúsund manns búa á eyjunum. AP fréttaveitan lýsir því á þann veg að vatnið hafi náð upp á aðrar hæðir húsa og fólk hafi leitað skjóls á háaloftum.Rauði krossinn áætlar að um 13 þúsund heimili séu skemmd eða eyðilögð en búið var að vara við því að sjávarflóð gætu farið sjö metra upp fyrir hefðbundið sjávarmál.Embættismenn á Bahama segja að yfirvöldum hafi borist gífurlegur fjöldi hjálparbeiðna og þar á meðal beiðni um að fimm mánaða barn hafi verið fast á þaki húss. Hubert Minnis, forsætisráðherra Bahamaeyja, segir þetta sögulegan harmleik. „Eyðileggingin er án fordæma og mjög umfangsmikil,“ segir Minnis.Einungis einn fellibylur hefur mælst kröftugri en Dorian en það var fellibylurinn Allen og var það árið 1980. Þá mældist vindhraðinn um 85 metrar á sekúndu. Allen náði þó ekki landi með þeim styrk. Hundruðum þúsunda manna hefur verið gert að flýja heimili sín í Flórída, Georgíu og Suður-Karólínu en þar er einnig búist við miklum flóðum. Gert er ráð fyrir því að Dorian muni ekki ná landi á meginlandi Bandaríkjanna en það þykir þó mjög tæpt, miðað við nýjustu spár. Einungis nokkra kílómetra frávik þarf til að auga fellibylsins nái landi. Bahamaeyjar Bandaríkin Fellibylurinn Dorian Tengdar fréttir Myndband tekið utan úr geimnum sýnir gífurlegt umfang fellibylsins Dorian Dorian er nú skilgreindur sem fimmta stigs fellibylur og er um að ræða sterkustu vinda sem mælst hafa á norðvesturhluta Bahamaeyja. 1. september 2019 19:16 Fordæmalaust hamfaraveður Þök tættust af húsum og bílar tókust á loft. Þá hafa öldur við strandlengjuna verið fimm til sjö metrum hærri en þekkist, sem valdir hefur flóðum víða. 2. september 2019 19:15 Sterkasti fellibylur sem gengið hefur yfir Bahamaeyjar Varað er við lífshættulegum sjávarflóðum þegar fellibylurinn Dorian gengur yfir Bahamaeyjar. 2. september 2019 07:23 Dorian orðinn fimmta stigs fellibylur Íbúar á Bahamas búa sig nú undir fellibylinn Dorian en búist er við því að fellibylurinn nái landi seinna í dag. 1. september 2019 13:00 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Sjá meira
Fellibylurinn Dorian hefur misst mikinn styrk og er nú skilgreindur sem þriðja stigs fellibylur. Hann er þó enn nánast kyrr yfir Bahamaeyjum og heldur áfram að valda þar miklum skaða og manntjóni. Minnst fimm eru dánir en vindhraði Dorian hefur minnkað í um 57 metra á sekúndu, eins og hann mældist mestur í morgun. Óttast er að tala látinna muni hækka. Veðurfræðingar í Bandaríkjunum búast við því að Dorian muni færast „hættulega nálægt“ ströndum Flórída næstu nótt og á miðvikudaginn og þaðan muni hann fara norður með strönd Bandaríkjanna á fimmtudaginn. Eyjurnar Abaco og Grand Bahama hafa orðið hvað verst úti vegna Dorian en þar olli hann gífurlegum sjávarflóðum. Um 70 þúsund manns búa á eyjunum. AP fréttaveitan lýsir því á þann veg að vatnið hafi náð upp á aðrar hæðir húsa og fólk hafi leitað skjóls á háaloftum.Rauði krossinn áætlar að um 13 þúsund heimili séu skemmd eða eyðilögð en búið var að vara við því að sjávarflóð gætu farið sjö metra upp fyrir hefðbundið sjávarmál.Embættismenn á Bahama segja að yfirvöldum hafi borist gífurlegur fjöldi hjálparbeiðna og þar á meðal beiðni um að fimm mánaða barn hafi verið fast á þaki húss. Hubert Minnis, forsætisráðherra Bahamaeyja, segir þetta sögulegan harmleik. „Eyðileggingin er án fordæma og mjög umfangsmikil,“ segir Minnis.Einungis einn fellibylur hefur mælst kröftugri en Dorian en það var fellibylurinn Allen og var það árið 1980. Þá mældist vindhraðinn um 85 metrar á sekúndu. Allen náði þó ekki landi með þeim styrk. Hundruðum þúsunda manna hefur verið gert að flýja heimili sín í Flórída, Georgíu og Suður-Karólínu en þar er einnig búist við miklum flóðum. Gert er ráð fyrir því að Dorian muni ekki ná landi á meginlandi Bandaríkjanna en það þykir þó mjög tæpt, miðað við nýjustu spár. Einungis nokkra kílómetra frávik þarf til að auga fellibylsins nái landi.
Bahamaeyjar Bandaríkin Fellibylurinn Dorian Tengdar fréttir Myndband tekið utan úr geimnum sýnir gífurlegt umfang fellibylsins Dorian Dorian er nú skilgreindur sem fimmta stigs fellibylur og er um að ræða sterkustu vinda sem mælst hafa á norðvesturhluta Bahamaeyja. 1. september 2019 19:16 Fordæmalaust hamfaraveður Þök tættust af húsum og bílar tókust á loft. Þá hafa öldur við strandlengjuna verið fimm til sjö metrum hærri en þekkist, sem valdir hefur flóðum víða. 2. september 2019 19:15 Sterkasti fellibylur sem gengið hefur yfir Bahamaeyjar Varað er við lífshættulegum sjávarflóðum þegar fellibylurinn Dorian gengur yfir Bahamaeyjar. 2. september 2019 07:23 Dorian orðinn fimmta stigs fellibylur Íbúar á Bahamas búa sig nú undir fellibylinn Dorian en búist er við því að fellibylurinn nái landi seinna í dag. 1. september 2019 13:00 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Erlent Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Innlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Innlent Fleiri fréttir Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Sjá meira
Myndband tekið utan úr geimnum sýnir gífurlegt umfang fellibylsins Dorian Dorian er nú skilgreindur sem fimmta stigs fellibylur og er um að ræða sterkustu vinda sem mælst hafa á norðvesturhluta Bahamaeyja. 1. september 2019 19:16
Fordæmalaust hamfaraveður Þök tættust af húsum og bílar tókust á loft. Þá hafa öldur við strandlengjuna verið fimm til sjö metrum hærri en þekkist, sem valdir hefur flóðum víða. 2. september 2019 19:15
Sterkasti fellibylur sem gengið hefur yfir Bahamaeyjar Varað er við lífshættulegum sjávarflóðum þegar fellibylurinn Dorian gengur yfir Bahamaeyjar. 2. september 2019 07:23
Dorian orðinn fimmta stigs fellibylur Íbúar á Bahamas búa sig nú undir fellibylinn Dorian en búist er við því að fellibylurinn nái landi seinna í dag. 1. september 2019 13:00
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila